Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1975, Blaðsíða 10

Ægir - 15.02.1975, Blaðsíða 10
Þeirri skoðun hefur nú verið haldið fram, að innan efnahagslögsögunnar skuli strand- ríkinu heimilt að uppfylla þarfir sínar á þessu sviði en að öðrum ríkjum skuli heimilt að hagnýta það sem eftir er af auðlindunum. Slíkt kerfi gæti verið sanngjarnt og jafn- vel hagkvæmt í ýmsum tilvikum að því áskildu að ákvörðunin sé í höndum strand- ríkisins sjálfs. Sé hinsvegar miðað við það að úrskurður- inn sé í höndum annarra ríkja sem hlut eiga að máli eða kominn undir úrskurði þriðja að- ila, þá er það allt annað mál. 1 því tilviki væri aðeins um að ræða framhald hins úrelta kerf- is í nýju formi. 1 stað þess að segja að strand- ríkið hafi full yfirráð yfir svæði allt að 12 mílum plús því sem önnur ríki kynnu að fallast á, myndi vera sagt að strandríkið hefði yfirráð yfir svæðinu allt að 200 mílum mínus því sem önnur ríki eða þriðji aðili kynni að ákveða, jafnvel e. t. v. á grundvelli svokallaðra „sögulegra réttinda" á svæðinu — og í sumum tilvikum myndi slíkur aðili vera svæðastofnun þar sem hin ríkin væru í meiri- hluta. Þá mundi vera um að ræða breytingu að formi en ekki efni og slíkar hugleiðingar eru ekki í samræmi við raunverulegar að- stæður í dag. 12 plús og 200 mínus gæti gefið nákvæm- lega sömu eða samskonar niðurstöðu fyrir þær þjóðir sem fiskveiðar stunda á fjarlæg- um miöum og ætla má að við það sé einmitt miðað. í stuttu máli sagt veitir sendinefnd íslands hugtakinu efnahagslögsaga fullan stuðning sinn. Hugtakið forréttindi 4. Ræða flutt í 2. nefnd — 7. ágúst 1974. Herra formaður. Sendinefnd íslands telur að hugtakið efna- hagslögsaga hafi nú komið í stað hugtaks- ins forréttindi strandríkisins. í raun og veru sýna þessi hugtök tvö mismunandi stig í þróun hafréttarins. Það gæti því verið gagn- legt að ræða þau frá samanburðar sjónar- miði. í því skyni má bera saman það kerfi sem reynt var að koma á í umræðum á fyrstu og annarri hafréttarráðstefnunni 1958 og 44 — Æ GIR 1960 og hugtakið efnahagslögsaga, sem hefur fengið stuðning yfirgnæfandi meirihluta á þessari ráðstefnu. Það kerfi sem reynt var að koma á 1958 og 1960 má auðkenna með formúlunni 6 plús 6, þ. e. 6 mílna landhelgi og 6 mílna viðbótar- belti fyrir fiskveiðimörk. Á báðum ráðstefnunum hélt sendinefnd ís- lands því fram að 12 mílna fiskveiðimörk sem studd voru af meirihlutanum 1958 og 1960 væru ekki nægileg og lagði til að. a. m. k. ætti að veita forgangsréttindi strandríkj- anna til handa þar, sem þjóðin byggði af- komu sína á auðlindum strandsvæðisins. Sú tillaga var samþykkt í nefnd á báðum ráð- stefnunum en fékk ekki % meirihluta á alls- herjarfundi. Hinsvegar samþykkti ráðstefnan 1958 ályktun um sérstök tilvik þar sem sagt var að fjallað skyldi um sérstök tilvik með samningum við nágrannaríki þar sem tekið væri tillit til slíkra forgangsréttinda. Sendi- nefnd íslands lét bóka það álit sitt að þessi ályktun gæti orðið að gagni varðandi svæð- ið fyrir utan fiskveiðimörkin en gæti á engan hátt komið í stað slíkra fiskveiðimarka. Segja má því að meirihluti á Genfarráð- stefnunum 1958 og 1960 hafi stutt 6 mílna landhelgi, 12 mílna fiskveiðimörk og forgangs- rétt strandríkja þar sem þjóðin byggir af- komu sína á fiskveiðum og að slík forgangs- réttindi skuli ákveðin með svæðasamningum. Það var þá einnig almennt miðað við að vemdarráðstafanir skyldu gerðar með samn- ingum milli hlutaðeigandi ríkja og þar sem leyfilegur hámarksafli væri ekki nægilegur til þess að fullnægja kröfum allra skyldi taka upp kvótakerfi, einnig samkvæmt svæðasamn- ingum. Ríkisstjórn íslands hefur alltaf verið andvíg þessum sjónarmiðum. Meðan á undirbúningi þessarar ráðstefnu stóð hélt sendinefnd íslands því stöðugt fram að gera bæri glöggan greinamun á verndar- ráðstöfunum og hagnýtingu auðlinda. Við höf- um haldið því fram að öllum ríkjum sé skylt að beita réttum verndarráðstöfunum og að svæðastofnanir og alþjóðleg samvinna í því efni væri nauðsynlegar og áríðandi og að styrkja bæri stofnanir í því skyni. Varðandi þetta atriði er enginn ágreiningur. En úthlut- un auðlinda á strandsvæðinu er allt annað mál. Og það er einmitt í því efni sem efna- hagslögsagan skiptir máli. Hér er um tvö ólík grundvallaratriði að ræða sem ekki má rugla I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.