Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1975, Blaðsíða 8

Ægir - 15.02.1975, Blaðsíða 8
Hans G. Andersen: Landgrunnið Ræða flutt í 2. nefnd 30. júlí á Hafréttarráðstefnunni í Caracas 1974 Herra formaður. Þar sem landgrunnsmál eru nú hér til um- ræðu vil ég minnast þess að þegar árið 1948 voru sett lög á íslandi þess efnis að allt land- grunnssvæðið væri ein efnahagsleg heild, sem ætti að vera undir yfirráðum íslendinga. Rík- isstjórn Islands hefur leitast við að fram- kvæma þessa meginstefnu smá saman síðan 1948. Eins og vinur minn, háttvirtur fulltrúi Trinidad og Tobago, sagði í gær hér í nefnd- inni, lýsir náttúran sér með undursamlegum hætti. Eftir því sem best er vitað eru engin náttúruauðæfi í landgrunninu við ísland. Hinsvegar skapar landgrunnið afar hentugt umhverfi fyrir hrygningarstöðvar og uppeld- issvæði fyrir nytjafiska, sem halda sig að mestu á landgrunnssvæðinu og er jafnframt þýðingarmikið forðabúr fæðu fyrir þessa fisk- stofna. Oft hefur verið á það bent, og verið stað- fest margsinnis af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, að hin ýmsu atriði hafréttarins séu í nánum tengslum og að nauðsynlegt sé að fjalla um þau öll samtímis. Þetta sjónarmið er auðvitað öllum nefndarmönnum hér ljóst. Með hliðsjón af þessu vil ég nú segja nokk- ur orð um tillögu þá sem flutt er á þingskjali 62/L.4 og sendinefnd íslands er meðflutnings- aðili að. í yfirlitsræðu íslensku sendinefndarinnar á Allsherjarfundi hinn 8. júlí 1974 eru taldir þeir þættir, sem við álítum nauðsynlega ef takast á að finna heildarlausn á þessari ráð- stefnu. Ráðstefnan hefur nú notað meir en helminginn af þeim tíma sem henni er ætlaður að þessu sinni. Nauðsyn ber nú til þess að einbeita athyglinni að grundvallaratriðum til að tryggja það, að áþreifanlegur árangur verði áður en þessum fundum lýkur. Sendinefnd íslands hefur haft samráð við aðrar sendinefndir og það er álit okkar, að grundvallaratriði þeirrar tillögu, sem nú er hér til umræðu gætu leitt hugann að höfuð- sjónarmiðum, sem ættu að auðvelda umræður á jákvæðan hátt og skapa grundvöll fyrir al- mennu samkomulagi. Grundvallaratriði tillögunnar eru, í fyrsta lagi, landhelgi allt að 12 mílum frá viðeigandi grunnlínum og sérreglum um eyjaklasa, í öðru lagi efnahagslögsaga allt að 200 mílum þar sem gert er ráð fyrir sanngjörnum rétt- indum landluktra þróunarríkja og þróunar- ríkja sem eru landfræðilega miður sett og í þriðja lagi réttindi strandríkisins yfir fram- lengingu landsvæðisins þar sem hún nær lengra en 200 mílur, og er þá gert ráð fyrir að nánari afmörkun í því efni yrði rædd síð- ar. Að okkar áliti eru aðalatriði heildarlausnar þau sem nú voru talin. Að sjálfsögðu yrði að bæta við greinum varðandi önnur atriði smám saman svo sem greinum um siglingar innan landhelgi, umferð um sund, mengun sjávar, vísindalegar rannsóknir. verndun og hagnýt- ingu fiskstofna o. s. frv. Um öll þessi at- riði er nú fjallað í nefnd. En eins og ég sagði áðan er tími sannarlega kominn til þess að leggja grundvöllinn og beina athyglinni að helstu atriðunum. í því skyni er tillaga þessi lögð fram og sendinefnd íslands vonar að 42 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.