Ægir - 15.02.1975, Blaðsíða 11
saman. Það er mjög villandi að segja að öll
Hki skuli hafa samvinnu um vemdarráðstaf-
anir og síðan skuli nota kvótakerfi til að ráð-
stafa auðlindunum. Þá er algjörlega gengið
ram hjá hlutverki fiskveiðimarka sem er að
aímarka auðlindir á strandsvæðinu sem óað-
skiljanlegan hluta auðlinda strandríkisins.
etta er kjarni málsins. Og þetta er hlutverk
Gfnahagslögsögunnar. Þess vegna heyrir hug-
takið forgangsréttindi nú fortíðinni til.
Hitt er svo allt annað mál að í tilvikum
þar
sem strandríkið ekki kærir sig um eða
er fært um að hagnýta auðlindirnar innan
^ínahagslögsögunnar þá getur það gefið út
eyfi með sanngjörnum kjörum til annarra
rikja og mundi vafalaust fremur gera það en
3-ð láta auðlindirnar deyja drottni sínum. En
,að er mál sem strandríkið sjálft verður að
a Veða en ekki þriðji aðili. Að öðrum kosti
•nundi hið svo kallaða Genfarkerfi halda
a ram efnislega en í nýju formi. Meginkjarni
'-'jnahagsiögsöguhugtaksins er að þessi at-
riði verða að vera komin undir úrskurði
landríkisins sjálfs en ekki annarra svo sem
a Ur var. Þetta er kjarni málsins í sem fæst-
Um orðum. Sendinefnd íslands mun líta á all-
ar tillögur sem fram koma frá þessum sjón-
arhól.
Tillagan í þingskjali C. 2/L.40 virðist leit-
ast við að blása lífi í hið gamla kerfi. Sam-
Vffimt 5. gr. þessarar tillögu er gert ráð fyr-
r SV£eði utan landhelgi þar sem strandríkið
megi áskilja sér þann hluta leyfilegs afla-
agns sem skip frá því geta tekið en eigi
^amt ao taka tillit til réttinda meðal annars
1 3a sem hafa lagt það í vana sinn að veiða
t..sv*ðinu. Samkvæmt 9. gr. á strandríkið að
1 ynna hlutaðeigandi svæðisstofnun
um
^ °ffur sínar í þessu efni og verði ekki sam-
°mulag er ætlað að ágreiningi verði vísað til
ersta^rar nefndar samkvæmt 20. gr.
Uj. Þetta kerfi virðist fela í sér endur-
r-gUn á gamla Genfarkerfinu og það sam-
ei,rmst ekki hugtakinu efnahagslögsaga. Þar
st miðað við tiltekin forgangsréttindi fyrir
q ran.ftríkið undir yfirráðum þriðja aðila.
udmefnd íslands getur ekki fallist á slíkt
^í-n-komulag.
m'k]llagan a þingskjali L.38 virðist fela i sér
1 u raunhæfari og jákvæðari afstöðu og
sendinefnd íslands mun athuga þá tillögu
nánar.
Sendinefndir Sambandslýðveldisins Þýska-
lands og Þýska Alþýðulýðveldisins hafa vitn-
að til nýlegs dóms Alþjóðadómsins sem rök-
semd fyrir áframhaldi svo nefndra „sögulegra
réttinda" innan efnahagslögsögunnar. Ríkis-
stjórn íslands tók ekki þátt í rétttarhöldunum
í Haag en hér er um opinbert skjal að ræða
og þar stendur eftirfarandi:
„Á undanförnum árum hefir spurningin um
útfærslu fiskveiðilögsögu strandríkisins orðið
sífellt meir áberandi. Dóminum er kunnugt
um að ýmis ríki hafa haldið fram útfærslu
fiskveiðimarka. Dóminum er einnig kunnugt
um þau störf sem nú fara fram á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna til að framkvæma á
þriðju Hafréttarráðstefnunni frekari skrá-
setningu og þróun þessarar greinar laganna
og einnig um ýmsar tillögur um undirbúnings-
skjöl sem fram hafa komið á þessu sviði sem
verður að líta á sem staðfestingu á viðleitni
frekar en meginreglur núgildandi laga. Ein-
mitt það að kvödd er saman þriðja ráðstefna
um hafréttarmál ber vott um greinilega ósk
allra ríkja að koma í framkvæmd skrá-
setningu laga á almennum grundvelli og þar
á meðal ákvæða um fiskveiðar og verndun
lífrænna auðæfa sjávarins. Slík almenn ósk er
skiljanleg vegna þess að reglur hins alþjóð-
lega hafréttar hafa orðið til fyrir gagnkvæma
hagræðingu, sanngirni og samvinnu. Þannig
hefur það verið hingað til, þannig hlýtur það
að vera nú. Að svo stöddu getur Dómurinn
sem dómstóll laga ekki kveðið upp úrskurð
á grundvelli æskilegra lagasjónarmiða eða
leitt getum að því hvernig lögin verði áður en
löggjafinn hefur ákveðið það.“
Með öðrum orðum má segja að Dómurinn
vildi ekki leiða getum að úrslitum þessarar
ráðstefnu. Hitt er jafn ljóst að dómurinn gat
ekki og ætlaði sér það auðvitað ekki heldur
að gefa þessari ráðsefnu nein fyrirmæli varð-
andi efnahagslögsöguna. Það er ljóst að þessi
ráðstefna hefur á ótvíræðan hátt stutt efna-
hagslögsöguhugtakið og þannig heyrir for-
gangsréttarkerfið nú sögunni til.
Megi það hvíla í friði.
Æ GIR — 45