Ægir - 15.02.1975, Page 13
aranna, enda eru afskriftir af þeim miklu
'æ8ri en hinna og vaxtabyrði minni.
Eigi er auðið að fara út í langa frásögn af
hag skuttogaranna á árinu 1974. Nýjasta af-
kornuéætlun Þjóðhagsstofnunar um heils árs
halla 15 stærri skuttogara hljóðar á rúmlega
^90 m. kr. og tekjur þá taldar 1.718 m. kr.
Nemur tapið því 28,7%. Er þetta miklum
mun óhagstæðari útkoma en hjá hinum minni
togurunum þar sem það er áætlað 10,4% af
^kjum. Á þessum mikla mun er sjálfsagt
u®gt að finna margar skýringar. Hér verður
Þo aðeins vikið að tveimur hinum veigamestu.
Eins og kunnugt er hafa bilanir í skipunum
verið miklar og tíðar. Er enginn vafi á því,
að það hefir dregið úr afköstum og aflabrögð-
arn> án þess að það verði skýrt frekar hér.
a er hlutfall mannaflakostnaðar af tekjum
ou'klu hærra en hjá minni skuttogurum. Þeg-
ar hvorttveggja þetta kemur til má vera
að það skýri langt til þann mikla mun, sem
er á afkomu stærri og minni skuttogara.
Vonandi er nú séð fyrir endann á hinum
lðu stórbilunum á stærri skuttogurunum. Ef
sv° er, kemur í ljós, hvort þeir njóta þess í
aflabrögð,um, að þeir eru miklu stærri hver
11 m sig en minni togararnir. Ennfremur verð-
Ur að vona, að koma megi því lagi á kjara-
^alin, að í þeim efnum skapist jafnvægi á
miUi hinna stærri og minni skipa. Er enda
*kifæri til þess nú þar sem togarasamning-
ar eru lausir og samningaviðræður standa
yfir.
Afkomuhorfur á árinu 1975 eru enn sem
ornið er mjög slæmar. Það var ekki aðeins,
að togararnir voru reknir með miklum halla
974, heldur og 1973, þeir sem þá voru til.
ofnun lausaskulda hefir því verið gífurleg og
n®stum því keyrt reksturinn í strand. Efna-
agsaðgerðirnar í maí og í september hafa
kf bætt stöðuna sem neinu nemur, í bezta
Sf létt nokkuð lausaskuldabyrðina frá því
Sem orðið hefði. Hins vegar hafa útvegs-
fnenn beðið með óþreyju eftir frekari sér-
pðkum ráðstöfunum í þágu útgerðarinnar.
kert hefir enn gerzt, þegar þetta er ritað,
iq rekstrargrundvöll togaranna á árinu
‘5- Útvegsmenn eru þeirrar skoðunar, að
Sengisbreyting sé gagnslítil án umfangsmik-
a hliðarráðstafana og stafar það af því
ersu nýr flotinn er og því miklar áhvílandi
er enðar skuldir, sem að sjálfsögðu hækka
1 gengisfellingu og þar með afskriftir og
vaxtabyrði. Sérstakar fjármagstilfærslur eru
fyllilega réttlætanlegar gagnvart öðrum at-
vinnurekstri, þar sem sjávarútvegurinn, og
þó einkum togaraútgerðin, er eina atvinnu-
greinin, sem nú um alllangan tíma hefir átt
við sívaxandi skuldasöfnun að búa.
Á þeirri stundu er þetta er ritað, er flest
mjög óljóst um afkomuna 1975. Tvennt er þó
vitað. Verð gasolíu til skipanna hækkaði um
rúml. 40% 10. janúar svo og afskriftir og
tryggingakostnaður vegna skipverja. Að öðru
óbreyttu eykur þetta tap hvers skip um tæp-
lega 8 m. kr.
Um framvindu efnahagsmálanna er enn
margt á huldu eins og fyrr segir. Útvegsmenn
bíða óþolinmóðir að fá að vita, hvað gert verð-
ur og eru sammála um að alltof mikill dráttur
hafi orðið á aðgerðum, þannig að allt sé að
komast í þrot. M. a. liggur ekki ljóst fyrir,
hversu hagað verði breytingu lausaskulda í
lán til nokkurra ára, þótt góðar vonir standi
til þess, að sæmilega rætist úr þeim málum,
en sú ráðstöfun verður þó aðeins skammgóð-
ur vermir, ef rekstrargrundvöllur þessa árs
og framvegis verður ekki tryggður. Það er því
lítið hægt að segja um framtíðina, en von-
andi verður hægt að rita um málefni togaraút-
gerðarinnar við næstu áramót af meiri bjart-
sýni og í meira trausti á framtíðina.
Heildarafli hinna stærri togara 1974 var
samkv. bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands
aðeins rúmlega 66 þús. tonn miðað við óslægð-
an fisk. Af þessu magni voru um 24,2 þús.
tonn karfi og af því magni var 22,3 tonnum
landað heima. Eigi verður hér reynt að gera
flókið uppgjör á breytingu aflans milli ára á
sóknareiningu bæði vegna breytilegrar sam-
setningar flotans á árinu svo og vegna hinnar
erfiðu aflaaðstöðu stærri togaranna vegna
tíðra bilana.
Þegar hér á eftir verður rætt um sölu tog-
aranna erlendis, er átt við slægðan fisk með
haus, nema karfa, sem er ætíð óslægður.
Árið 1974 fóru stóru togararnir 52 sölu-
ferðir með ísfisk á erlendan markað (75 ferðir
1973) og seldu alls 8.426 tonn (10.200
tonn 1973) fyrir 449,6 m. kr. (430,3 m.
kr. 1973). Var brúttómeðalverð kr. 53.35 pr.
kg. á móti 42.18 árið á undan og nemur því
hækkunin rúml. 26%.
Til V-Þýzkalands fóru togararnir alls 32
söluferðir (69 ferðir 1973) með 5.981 tonn
(9.435 tonn 1973), sem seld voru fyrir 304.2
Æ GIR — 47