Ægir - 15.02.1975, Blaðsíða 16
1.004 lestum úr 9 veiðiferðum. Gæftir voru
stirðar.
Vog'ir. Þar stunduðu 2 (0) bátar veiðar með
net og öfluðu 10 lestir. Gæftir voru slæmar.
Hafnarfjörður. Þar stunduðu 2 (3) bátar
veiðar og öfluðu 13 (58) lestir í 3 (15) veiði-
ferðum. Auk þessa lönduðu 5 (2) togarar
1.439 (255) lestum úr 10 (3) veiðiferðum.
Gæftir voru slæmar.
Reykjavík. Þar stunduðu 10 (4) bátar veið-
ar, 2 með línu, 2 með net og 6 með botnvörpu
og öfluðu alis 514 (136) lestir í 37 (9) lönd-
unum. Auk þess lönduðu 9 (2) togarar 2.559
(303) lestum úr 13 (2) veiðiferðum. Gæftir
voru stirðar.
Akranes. Þar stunduðu 8 (10) bátar veiðar
með línu og öfluðu 446 (384) lestir í 97
(82) veiðiferðum. Auk þess lönduðu 3 (1)
togarar 785 (285) lestum úr 5 (4) veiðiferð-
um. Gæftir voru stirðar.
Rif. Þar stunduðu 16 (11) bátar veiðar, 7
með línu og 9 með net og öfluðu alls 348 (387)
lestir í 87 (114) veiðiferðum. Gæftir voru
slæmar.
Ólafsvík. Þar stunduðu 15 (17) bátar veið-
ar, 9 með línu og 6 með net, aflinn alls varð
522 (429) lestir í 149 (115) sjóferðum. Gæft-
ir voru stirðar.
Grundarfjörður. Þar stunduðu 10 bátar (5)
veiðar 1 með línu, 4 með net og 5 með botn-
vörpu og öfluðu alls 167 (139) lestir í 60
(52) veiðiferðum. Auk þessa landaði togarinn
Runólfur 54 lestum úr sinni fyrstu veiðiferð.
Gæftir voru slæmar.
Stykkishólmur. Þar stunduðu 4 (8) bátar
veiðar 3 með skelplóg og öfluðu 30 (195) lest-
ir af hörpudiski í 13 (54) löndunum og einn
með línu og aflaði 48 (23) lestir í 12 sjóferð-
um. Gæftir voru slæmar.
VESTniÐIN G AF JÓRÐUN GUR
í janúar 1975
Fádæma ógæftir voru nálega allan janúar-
mánuð og sjósókn erfið. Yfirleitt fékkst þó
góður afli, þegar gaf til róðra. Afli var þó
tcluvert misjafn hjá línubátunum, jafnbestur
hjá bátunum frá Djúpi og nyrðri Vestfjörð-
unum. Togbátarnir fengu einnig góðan afla,
þrátt fyrir rysjótt tíðarfar og mikil frátök.
Bestur var aflinn fyrstu daga ársins.
Heildaraflinn í janúar var 5.010 lestir, en
var 4.369 lestir á sama tíma í fyrra. Af 33
bátum, sem stunduðu bolfiskveiðar í janúar,
réru 25 með línu, 7 með botnvörpu og 1 með
net, en í fyrra réru 30 bátar með línu, 8 með
botnvörpu og 1 með net. Línubátarnir stund-
uðu allir dagróðra, og var heildarafli þeirra
2.581 lest í 406 róðrum eða 6,36 lestir að
meðaltali í róðri. 1 fyrra var afli línubátanna
í janúar 2.691 lest í 466 róðrum eða 5.77 lest-
ir að meðaltali í róðri.
Aflahæsti línubáturinn í mánuðinum var
Sólrún frá Bolungavík með 179,5 lestir í 21
róðri, en f fyrra var Guðmundur Péturs frá
Bolungavík aflahæstur með 173.6 lestir í 20
róðrum. Af togbátunum var Bessi frá Súða-
vík aflahæstur með 419,6 lestir. Bessi var
einnig aflahæsti togbáturinn í fyrra með
351,6 lestir.
FÆRIBANDAREIMAR Fyrir fiskvinnslustöðvar,
skuttogara, rækjustöðvar, fiskimjölsverksmiðjur
RÆKJUFRAMLEIÐ-
ENDUR ATHUGIÐ:
Ljósgrænu reimarn-
ar á skoðunar-
böndin hafa
sannað gildi sitt.
MIKIÐ ORVAL
TEGUNDA, LITA
OG STÆRÐA.
Einnig allar
tegundir færi-
bandareima úr
riðfríu stáli og
galvaniseruðu stáli.
SPYRJIÐ ÞÁ,
SEM REYNSLUNA HAFA.
/ r
SLÉTTAR
fyrir
LÁRÉTTA
FÆRSLU
RIFLAÐAR
fyrir
HALLANDI
FÆRSLU
BRATTA FÆRSLU
ARNIOLAFSSON &CO.SIMI 40088
50 — ÆGIR