Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1975, Síða 20

Ægir - 15.02.1975, Síða 20
una. Margt höfum við sérþróað svo sem notk- un sónars og kraftblakkar, og lagað að okk- ar aðstæðum og þörfum svo sem gerð lóðar úr gerviefnum, sem hentaði okkar línuveið- um. Þetta er mjög athyglisverður þáttur í fisk- veiðisögu okkar og mjög sérstæður segja fróðir menn. Útlendir tæknimenn, sem til þekkja segjast ekki vita um neina fiski- menn jafnfúsa til að prófa nýjungar og ís- lenzka fiskimenn. Skipstjórnarmenn okkar og ýmsir aðrir, sem fengið hafa í kollinn einhverjar hug- myndir um nýjar eða endurbættar gerðir veiðarfæra, hafa haft léleg skilyrði til að prófa sig áfram. Tími og fjárhagsgeta er lít- il til að gera tilraunir á veiðunum sjálfum og Sundhöllin hefur þá oft orðið helzta athvarf- ið við tilraunirnar eða baðkörin í heimahús- um. Vitaskuld verður jafnan að gera loka- tilraunirnar um borð í fiskiskipunum, en oft má stytta þann tilraunatíma, sem er dýr, með því að gera frumtilraunir í landi. Það er sjálfsagt æðilangt síðan, að stærri fiskveiðiþjóðir fóru að gera veiðarfæratil- raunir í tilraunageymum og hérlendis hefur sú hugmynd lifað lengi með mönnum og henni vex ásmegin. Tæknideild Fiskifélags Islands og Fiskveiðasjóðs er fámenn, of fámenn, þar eru aðeins tveir fastir starfsmenn og ráðgef- andi þjónusta við Fiskveiðasjóð í skipasmíð- um tekur mikið af tíma þeirra. Það var þó tal- ið rétt, að þeir gæfu sér tíma til að fara utan á ráðstefnu, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið hélt í Boulogne í Frakklandi en þar átti ein- mitt að fjalla um hegðan veiðarfæra með til- liti til ýmissa krafta, sem á þau verkuðu og í því sambandi um tilraunageyma fyrir veið- arfæri. Þessi ráðstefna gaf því tæknideildar- mönnunum tækifæri til að kynna sér þetta mál og skoða tilraunageyminn í Boulogne, en hann var smíðaður 1967. Tæknideildarmenn- irnir, sem eru tveir ungir skipaverkfræðing- ar, Auðunn Ágústsson og Emil Ragnarsson skrifuðu síðan grein um veiðarfæratilrauna- geyma i 11. tbl. Ægis og hana er einnig hægt að fá sérprentaða hjá Fiskifélaginu. Þeir fjalla þar um tvennskonar geyma, dráttar- geyma og gognumstreymisgeyma. Yfirleitt eru þessir geymar miðaðir við til- raunir með togveiðarfæri og eins og nöfnin benda til eru veiðarfærin dregin í annarri gerð geymanna en vatn streymir í gegnum hina gerð þeirra og veiðarfærið er þar kyrrt. I gegnumstreymisgeymi mætti þó vissulega athuga hegðan neta í straumvatni, en við verðum einmitt oft að leggja net í rastir. Verkfræðingunum fannst mjög auðvelt að gera sér grein fyrir hegðan vörpunnar í drætti í þessum geymi í Boulogne, eins og skip- stjórnarmönnum, sem hafa séð hann, en mér or kunnugt um tvo þekkta skipstjóra, þá Hans Sigurjónsson og Pál Guðmundsson. Þessir menn eru allir á einu máli um, að okkur sé þörf á tilraunageymi, ekki sízt myndi hann reynast gagnlegur við kennslu stýrimanna- efna. Eftir er þá að gera sér grein fyrir hvort við ættum að byggja gegnumstreymis- eða dráttargeymi og hversu viðamikinn við ætt- um að hafa hann. Verkfræðingarnir skoðuðu í þessari ferð líkan af geymi, sem IDU, (Industrial Develop- ment Unit) í Hull, en það er tæknideild the White Fish Authority, ætlar að byggja. Það er gegnumstreymisgeymir, byggður úr stein- steypu, rammger mjög og dýr, áætlaður bygg- ingarkostnaður 60 milljónir króna eða svo, og hann er svo stór, að hægt verður að prófa vörpulíkan af stórum úthafsvörpum í hlutföll- unum 1:8 en í Boulognegeyminum er algeng- ast að hlutföllin séu 1:25. Japanir eru með geysistóran dráttargeymi um 100 metra langan og geta þar verið með líkön allt niður í hlutföllin 1:3. Slíkir geymar eru vafalaust of viðamiklir fyrir okkur enda ætlaðir jafnframt til vísindalegra athugana á veiðarfærinu ekki síður en verklegri og hag- nýtri notkun þess. Það er álit verkfræðing- anna, að við getum smíðað hér einfaldari og ódýrari geymi en þann japanska eða enska, en samt okkur til mikils gagns. Það orkar ekki tvímælis að sjálfsagt sé að fullvinna það verk, sem þegar er hafið með þessum hætti hjá tæknideildinni, og komið á nokkurn rekspöl. Verkfræðingarnir hallast heldur að smíði gegnumstreymisgeymis af því að sú gerðin sé einfaldari og smíði hans verði því einnig ódýrari en dráttargeymis. í rauninni liggur næst fyrir að velja geymin- um stað og útvega fjármagn. Það var nú það. Ásg. Jak. 54 — Æ GIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.