Ægir

Årgang

Ægir - 15.02.1975, Side 22

Ægir - 15.02.1975, Side 22
LÖG OG REGLUGERÐiR Reglugerð um sérstakt línu- og netasveiðisvæði úti af Snæfellsnesi. 1. gr. Skipum, sem stunda veiðar með botnvörpu eða flotvörpu, eru bannaðar veiðar frá útgáfu- degi reglugerðar þessarar til 15. apríl 1975 á svæði úti af Snæfellsnesi, er afmarkast af línu milli eftirgreindra punkta: 1. 64°51,5’ N 24° 13’ V. 2. 64°47,5’ N 24°31’ V. 3. 65°10’ N 24°45,5’ V. 4. 65°10’ N 24°25’ V. 2. gr. Með mál þau, sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari, skal farið að hætti opin- berra mála, og varða brot viðurlögum sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 102 27. desember 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 102 27. desember 1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiði- landholginni til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. S j ávar útvegsráðuney tið, 28. janúar 1975. Matthías Bjamason. Þórður Ásgeirsson. Reglugerð um skiptingu veiðisvæða eftir veiðarfærum. I. Línu og netaveiðisvæði fyrir Suðvesturlandi. 1. gr. Skipum, sem stunda veiðar með botnvörpu, eru bannaðar veiðar frá 1. mars til 1. maí 1975 á eftirgreindum svæðum: 1. Vestan 20°59’0 v.lgd. og austan línu, sem dregin er réttvísandi 213° frá Reykjanes- aukavita (63°48’0 n.br. og 22°41’9 v.lgd). Að utan takmarkast þetta svæði af línu, sem dregin er milli eftirfarandi punkta: 1. 63°34’0 n.br. 20°59’0 v.lgd. 2. 63°34’0 n.br. 21°26’0 v.lgd. 3. 63°41’2 n.br. 21°45’5 v.lgd. 4. 63°41’2 n.br. 22°21’0 v.lgd. og þaðan réttvísandi 250°. Þó skal skipum innan lögmætra stærðar- takmarka heimilt að veiða innan þessara marka á svæði, sem takmarkast af lengdar- baugum 21°57’0 v. og 22°32’0 v. innan línu, sem dregin er milli þeirra þrjár sjómílur út frá ströndinni. 2. Milli 64°05’0 og 63°58’0 n.br. Að utan tak- markast svæði þetta af 12 sjómílna fjar- lægð frá grunnlínum, samkvæmt reglu- gerð nr. 189 14. júlí 1972. 2. gr. Frá 1. apríl til 1. maí skulu skipum, sem stunda veiðar með botnvörpu, einnig bannaðar veiðar á svæði er takmarkast af 20°48’0 v.lgd og 20°59’0 v.lgd. norðan 63°34’0 n.br. 3. gr. Á tímabilinu frá 20. mars til 1. maí 1975 eru allar veiðar bannaðar í botnvörpu og flot- vörpu samanber 2. tl. 3. gr. reglugerðar nr. 189/1972, svo og með línu og netum á svæði, sem afmarkast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta: a. 63°32’0 n.br. 21°25’0 v.lgd. b. 63°00’0 n.br. 21°25’0 v.lgd. c. 63°00’0 n.br. 22°00’0 v.lgd. d. 63°32’0 n.br. 22°00’0 v.lgd. II. Línuveiðisvæði fyrir Suðvesturlandi, í Faxa- flóa og Breiðafirði. 4. gr. Skipum, sem veiðar stunda með öðrum veiðarfærum en línu og handfærum, eru bann- 56 — Æ GIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.