Ægir - 15.02.1975, Síða 24
FISKVERÐ
Verð á loðnu til bræðslu
Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins
hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á
loðnu til bræðslu eftirgreind tímabil á loðnu-
vertíð 1975:
Frá 17. jan. til 8. febr., hvert kg........ 2.80
Frá 9. febr. til 15. febr., hvert kg .... 2.05
Frá 16. febr. til 22. febr., hvert kg .... 1.90
Frá 23. febr. til 1. mars, hvert kg .... 1.60
Frá 2. mars til 8. mars, hvert kg.......... 1.35
Frá 9. mars til 15. mars, hvert kg .... 1.25
Eftir 15. mars er ekki verð í gildi.
Auk framangreinds verðs greiði kaupendur
kr. 0.15 fyrir hvert kg frá 17. jan. til 15. febr.,
en kr. 0.10 frá 16. febr. til 8. mars í loðnu-
flutningasjóð. Eftir þann tíma er ekki greitt
framlag í loðnuflutningasjóð.
Verðið er miðað við loðnuna komna á flutn-
ingstæki við hlið veiðiskips eða löndunartæki
i verksmiðju.
Lágmarksverð hvers tímabils gildir um það
loðnumagn, sem komið er í skipi að löndunar-
bryggju fyrir kl. 24.00 síðasta dag hvers verð-
tímabils.
Fulltrúum í Verðlagsráði er heimilt að segja
verðinu upp frá og með 9. febrúar og hvenær
sem er síðan með viku fyrirvara.
Reykjavík, 20. janúar 1975.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Verð á liörpudiski
Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið
eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski frá 1.
janúar til 31. maí 1975:
Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi, 7
cm á hæð og yfir, hvert kg..... 14.00
Verðið er miðað við, að seljendur skili
hörpudiski á flutningstaeki við hlið veiðiskips,
og skal hörpudiskurinn veginn á bílvog af lög-
58 — ÆGIR
giltum vigtarmanni á vinnslustað log þess
gætt, að sjór fylgi ekki með.
Fulltrúum í Verðlagsráði er heimilt að segja
verðinu upp með viku fyrirvara.
Verðið miðast við gæða- og stærðarmat
Fiskmats ríkisins og fari gæða- og stærðar-
flokkun fram á vinnslustað.
Reykjavík, 29. janúar 1975.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Verð á fiskbeinum og slógi
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins
hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á
fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjöl-
vinnslu frá 1. janúar til 31. maí 1975:
a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum
til fiskmjölsverksmiðja:
Fiskbein og heill fiskur, annar en
síld, loðna, karfi og steinbítur,
hvert kg ........................... 1.10
Karfabein og heill karfi, hvert kg. . 2.80
Steinbítsbein og heill steinbítur,
hvert kg............................ 0.72
Fiskslóg, hvert kg ................. 0.50
b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá
fiskiskipum til fiskmjölsverk-
smiðja:
Fiskur, annar en síld, loðna, karfi
og steinbítur, hvert kg ............ 0.96
Karfi, hvert kg.......................... 2.43
Steinbítur, hvert kg .................... 0.63
Verðið er miðað við, að seljendur skili fram-
angreindu hráefni í verksmiðjuþró.
Karfabeinum skal haldið aðskildum.
Fulltrúum í Verðlagsráði er heimilt að
segja verðinu upp frá og með 15. marz og síð-
an með viku fyrirvara.
Reykjavík, 30. janúar 1975.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
J