Ægir - 15.02.1975, Side 26
slíkum geymum. ÍLestin er
einangruð með polyurethan og
klædd með stálplötum. Kæli-
kerfi er miðað við að halda
0°C hitastigi í lest. Kæli-
þjappa er frá Bitzer, kælimið-
ill Freon 22, og er lest kæld
með kælileiðslum.
Ibúðir eru samtals fyrir 18
menn, fimm 2ja manna klef-
ar undir neðra þilfari, tveir
2ja manna og einn eins manns
klefi á neðra þilfari, tveir
eins manns klefar og íbúð
skipstjóra í þilfarshúsi á
efra þilfari. — Á neðra
þilfari er einnig matsalur,
eldhús, kæld matvælageymsla
með frystiskáp, snyrting með
salernum og sturtuklefa. Skip-
stjóri hefur eigið salerni og
bað, en í þilfarshúsi er einnig
snyrtiaðstaða.
Helztu tæki í stýrishúsi eru:
Ratsjár:
Tvær Furuno FRD 50,
100 sml. langdrægni.
Miðunarstöð:
Taiyo TD—A 130.
Loran:
Simrad LC, sjálfvirkur
Loran C.
Gyroáttaviti:
Anschutz, gerð Standard
VI.
Sjálfstýring:
Anschutz.
Vegmælir:
Bergen Nautik, gerð
F.D.U.
Dýptarmælir:
Simrad EQ 50.
Dýptarmælir:
Simrad EQ 38 með MA
botnstækkun.
Fisksjá:
Simrad CI.
Asdik:
Simrad SK 3.
Netsjá:
Simrad FB 2 kapalmælir
með FI botnþreifara og
EQ 50 sjálfrita.
Talstöð:
Sailor T 122/R 105, 400
W S. S. B.
Örbylgjustöð:
Simrad VHFon, gerð
PC 3.
Veðurkortamóttakari:
Morrow, gerð TM 14.
I afturhluta stýrishúss eru
stjómtæki fyrir togvindu,
grandaravindur svo og flot-
vörpuvindu. Togmælar eru
innbyggðir í togvinduna, en
aflestur í brú. Fyrir togvindu
er að auki sjálfritandi skrif-
ari, sem sýnir frávik frá jöfnu
átaki á togvíra.
Skipstjóri á Runólfi SH er
Axel Schiöth og 1. vélstjóri
Búi Jóhannsson. Fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar
er Guðmundur Runólfsson.
Ægir óskar eigendum og á-
höfn til hamingju með skipið.
Leiðrétting.
Villa slæddist inn í lýsingu
á vélabúnaði skuttogarans
Stálvík SI (16. tbl. Ægis ’73),
systurskipi Runólfs SH. I
þeirri lýsingu stendur að
þvermál skrúfu sé 2300 mm,
en hið rétta er 2150 mm, eða
sama skrúfustærð og fyrir
Runólf SH.
Saltfisk
verkendur
Viö vekjum athygli á aö vió getum boöiö
saltfiskverkendum m.a. þurrkunar-
samstæöur, fiskþvottavélar, pökkunarvélar,
salt og striga.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Sjávarafurðadeild
SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 28200
60 — Æ G I R