Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1975, Síða 8

Ægir - 15.12.1975, Síða 8
Már Elísson: Skýrsla fiskimálastjóra til 34. Fiskiþings Skýrsla sú, er ég flyt Fiskiþingi að þessu sinni verður að því leyti með nokkrum öðrum hætti en undangengin ár, að ég mun ekki ræða framgang mála, er samþykkt voru á síðasta Fiskiþingi. í samræmi við óskir þingsins hefi ég aftur á móti samið sérstaka skýrslu þar um, sem lögð hefur verið fyrir þingið til athugunar. Þá liggja fyrir þinginu skýrslur starfsmanna félagsins um ýmsa þætti starfseminnar, svo og endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 1974. Segja má, að starfsemi hinna ýmsu deilda félagsins frá síðasta Fiskiþingi hafi verið með svipuðu sniði og starfsárið þar á und- an. Þetta segir samt í sjálfu sér lítið án nánari útlistunar. Eins og ég gat um í skýrslu minni til 33. Fiskiþings, hafði þá nýlega verið tekinn upp nýr þáttur í starfsemi félagsins, þ. e. nám- skeið í sjóvinnu. Samkvæmt lögum um Sjó- vinnuskóla íslands, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, mun þessi fræðsla verða fast- ur þáttur í starfsemi Fiskifélagsins framveg- is. Nú er ekki búið að ganga frá reglugerð um skólann, eða á annan hátt að sníða hon- um stakk. Við verðum þess vegna að ganga út frá því sem gefnu, að námskeiðin haldi um sinn áfram á svipaðan hátt og undanfarið. Þá má og geta þess, að ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til þessara mála í frum- varpi til fjárlaga fyrir árið 1976. Athygli fjárveitinganefndar Alþingis hefur verið vakin á þessu. Lofaði nefndin að taka það til athugunar við aðra umræðu frumvarpsins. Skýrsla um þessa fræðslustarfsemi á síð- asta starfsári verður lögð fyrir þingið. Að öðru leyti vísa ég til skýrslu minnar um fram- gang mála frá síðasta Fiskiþingi. Útgáfustörf félagsins hafa verið með sama hætti og áður. Sjómannaalmanakið kemur út með eðlilegum hætti svo og tímaritið Ægir. Á s.l. hausti komu út á vegum félagsins tveir bæklingar. Annar um sjómannaskólana, nám sjómanna og réttindi. Hinn um nokkur undir- stöðuatriði næringarefnafræði. 1 undirbún- ingi eru nú tvær bækur: Stutt kennslubók í siglingafræði til notkunar við sjóvinnunám; hin um fiskeldi í sjó. Þá mun vikulegur útvarpsþáttur, svonefnt fiskispjall, halda áfram á þessum vetri með svipuðu sniði og s.l. vetur. Allmiklir erfiðleikar blasa við skýrslu- og hagdeildum félagsins, ef núverandi álag helzt í sambandi við upplýsingagjöf, útreikninga og skýrslusöfnun. Kom það raunar í ljós á s. 1. hausti, en þó einkum á þessu ári. Þrátt fyrir mikla auka- og helgidagavinnu starfsmanna, hefur ekki reynzt unnt að flýta skýrsluút- gáfu eins og stefnt var að, einkum vegna mjög aukinna þarfa á nýjum skýrslum og öðrum upplýsingum svo og afgreiðslu starfa, sem á félagið hafa verið lögð, aðallega í sam- bandi við viðleitni stjórnvalda til að leysa efnahagsvandann. Má nefna gengisbreytingar, greiðslur úr svonefndum gengishagnaðarsjóði o. fl. Ekki hafa bætt úr skák langvarandi veikindaforföll annars starfsmanns Reikn- ingastofu sjávarútvegsins. Stefnan í þessum málum er óbreytt. Afla-, verðmætis- og sóknarskýrslur fyrir næsta ár á undan verði tilbúnar snemma vors. Sams- konar skýrslur fyrir vetrarvertíð verði til- búnar síðla sumars. Bráðabirgðaskýrslur Reikningastofu ásamt frumreikningum verði tilbúnar að hausti. Ef núverandi vinnuálag helzt, verður þessum markmiðum vart náð, að öðru óbreyttu. 390 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.