Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 12

Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 12
Hvorttveggja hlýtur þetta að hafa áhrif á fyrirætlanir okkar um skynsamlega nýtingu fiskstofnanna í náinni framtíð og þá ekki sízt með tilliti til óska erlendra ríkja um áfram- haldandi veiðar á Islandsmiðum. Önnur at- riði í því sambandi, sem vega þarf og meta, eru viðskiptahagsmunir okkar, og hvort er- lendir fiskimenn veiði hér meira án samkomu- lags, heldur en með samkomulagi. Meðfylgjandi tafla sýnir afla botnlægra tegunda á íslandsmiðum á árunum 1971— 1974. Þess verður að geta, að spærlingur er ekki meðtalinn og að tölurnar fyrir 1974 geta breytzt eitthvað frá því sem hér er skráð. 1971 1972 1973 1974 þús. 1. þús. 1. þús. 1. þús. 1. Belgía 14.3 10.5 7.7 7.9 Bretland .... 210.0 184.5 154.6 142.1 Vestur-Þýzkal. 124.7 94.1 91.7 68.1 Sovétríkin .... 7.3 1.2 1.1 12.6 Noregur .... 3.6 2.6 1.6 1.6 Pólland 1.3 0.4 — 0.5 Færeyjar .... 15.1 16.2 21.5 19.5 Frakkland .... 7.3 0.0 0.6 0.2 Austur-Þýzkal. 7.0 4.5 0.3 0.4 Alls erl. þjóðir 383.6 314.0 279.0 252.9 Island . 417.4 377.2 390.5 408.2 Eftir því, sem næst verður komizt, er nokk- uð af afla Breta tekinn utan 50 mílna mark- anna, töluvert af afla V.-Þjóðverja og líklega allur afli Rússa, Pólverja og A.Þjóðverja. Breytingar á afla V.-Þjóðverja mun vænt- anlega að mestu stafa af því, að Landhelgis- gæzlan fékk aukið svigrúm til að varna þýzk- um togurum aðgang að fiskimiðunum innan 50 mílna markanna á árinu 1974, eftir að samkomulag náðist við Breta 13. nóvember 1973. Fiskveiðilaganefnd. Með bréfi dags. 9. des. 1974 fól sjávarút- vegsráðherra stjórn Fiskifélagsins að skipa og veita forystu nefnd til endurskoðunar laga um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og drag- nót frá 27. des. 1973. I nefndinni eiga sæti auk fulltrúa Fiskifélagsins, fulltrúar FFSI, FÍB, LÍÚ-bátadeild og Sjómannasambands ís- lands. Nefndin hefur haldið um 60 fundi frá upp- hafi, þar af tæplega 20 fundi víðsvegar um land með fulltrúum sjómanna, útvegsmanna og vinnslustöðva. Auk þess fóru einstakir nefndarmenn til ýmissa útgerðarbæja lands- ins, eftir beiðni til að ræða og kynna hug- myndir og tillögur. Fyrir þinginu liggja til umræðu og álykt- ana, drög að frumvarpi til laga um veiðar í íslenzkri fiskveiðilandhelgi, ásamt drögum að reglugerðum, og greinargerð. Hinn 30. sept. s.l. skipaði ráðherra fulltrúa þingflokka Alþingis í nefndina til að ganga frá frumvarpi, sem leggja á fyrir Alþingi eins skjótt og verða má. Hafréttarráðstefnan. Hinn þriðji fundur Hafréttarráðstefnunnar fór fram í Genf á s.l. vetri. Varð árangur nokkur sem sjá má í hinum svonefnda sam- eiginlega texta, som formenn hinna þriggja aðalnefnda ráðstefnunnar hafa sent frá sér. Er þar að finna drög að nýjum hafréttarsátt- mála, sem byggður er á umræðum fram að þessu og er jafnframt mat nefndarformanns á afstöðu meirihluta þátttökuríkja til efnis- ákvæða nýs hafréttarsamnings. Það skal strax tekið fram, að atkvæða- greiðslur hafa ekki farið fram um einstakar greinar eða um málin í hoild. Af þeim sökum má búast við breytingum. Leggja ber áherzlu á, að enn á eftir að semja og greiða atkvæði um þessi mál öll. Islendingar hafa lagt megináherzlu á til- lögugerð í sambandi við þær greinar, sem fjalla um auðlindalögsögu með sérstöku tilliti til fiskveiða. Um þessi atriði stendur að vísu enn allmikill styrr, en þó minni en um mála- flokka eins og siglingafrelsi, ákvæði um sigl- ingar um þröng sund, um mengun og vísinda- legar rannsóknir. Að mínu mati er hagkvæm lausn á ákvæðum um auðlindalögsögu mjög bundin því að unnt reynist að leysa fyrr- nefnda málaflokka á þann hátt, sem siglinga- þjóðir stórar og smáar og stórveldi geti sætt sig við, þar sem fylgi þeirra við 200 mílna auðlindalögsögu sem slíka er háð afgreiðslu ráðstefnunnar á þessum málum öllum. Hver sem framvinda mála verður, er samt augljóst, að margar greinar hins sameigin- lega texta, sem nú liggur fyrir, um fiskveiðar, vernd og nýtingu fiskstofna, eru okkur hag- stæðar. 394 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.