Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1975, Page 23

Ægir - 15.12.1975, Page 23
t Minu ingaror ð: Jóhannes Jónsson útgerðarmaður frá Gaukstöðuin í Garði Hinn 26. júlí lézt í Reykjavík Jóhannes Jónsson útgerðarmaður frá Gaukstöðum í Garði, 87 ára að aldri. Með Jóhannesi á Gaukstöðum er horfinn héðan einn af merk- ustu og farsælustu útgerðarmönnum þessa lands. Jóhannes Jónsson var fæddur á Gauk- stöðum í Garði 4. apríl 1888. Foreldrar hans voru Jón Finnsson, útvegsbóndi þar og kona hans Guðrún Hannesdóttir bónda í Prests- húsum í Mýrdal Hannessonar. Ungur að árum hóf Jóhannes sjósókn frá heimabyggð sinni, fyrst á opnum bátum og síðan á vélbátum. Árið 1918 hóf hann útgerð ásamt mági sínum, Halldóri Þorsteinssyni, útvegsbónda í Vörum í Garði. Hóf Jóhannes þá jafnframt fiskverkun á Gaukstöðum, sem var fyrsti vísirinn að hinni þekktu fisk- og síldarvinnslustöð þar. Haustið 1923 stofnuðu þeir Jóhannes Jóns- son á Gaukstöðum, uppeldisbróðir hans, Sveinn Guðmundsson og Þorgeir Magnússon, útvegsbóndi frá Lambastöðum, með sér út- gerðarfélag og festu kaup á 16 lesta vélbáti, er hlaut nafnið Jón Finnsson. Var það fyrsti vélbáturinn með því þekkta nafni. Jóhannes, sem þá skömmu áður hafði lokið fiskimanna- prófi í Reykjavík, tók að sér skipstjórnina, auk þess sem hann annaðist stjóm fiskverk- unarinnar og búskaparins á Gaukstöðum, en árið 1912 tók hann við búsforráðum af föður sínum. Árið 1930 keypti Jóhannes hlut félaga sinna í útgerðinni. Var hann skipstjóri á Jóni Finnssyni, hinum fyrsta, til ársins 1937 en þá tók elzti sonurinn á Gaukstöðum, Þorsteinn Jóhannesson, við skipstjórninni. Helgaði Jó- hannes eftir það fiskvinnslustöðinni og bú- skapnum á Gaukstöðum krafta sína, auk þess sem hann stjórnaði áfram útgerðinni ásamt elztu sonum sínum, Þorsteini, sem nú er framkvæmdastj óri fyrir fiskvinnslustöð- inni og Gísla, sem er skipstjóri á nýjasta bátnum með Jóns Finnssonar nafninu. Jóhannes kvæntist 21. desember 1912 Helgu Þorsteinsdóttur, útvegsbónda á Meiðastöðum Gíslasonar, mikilli dugnaðar- og drengskap- arkonu. Var hjónaband þeirra hið farsælasta. Helga lézt 1968. Varð þá mikil breyting á högum Jóhannesar, þótt hann bæri harm sinn jafnan í hljóði. Þau Jóhannes og Helga eignuðust 14 börn og eru 11 þeirra á lífi. Jóhannes Jónson á Gaukstöðum var far- sæll skipstjóri og góður aflamaður. Þrátt fyr- ir miklar annir, gaf hann sér tíma til af starfa að ýmsum félagsmálum í byggðarlagi sínu. Hann var einn af stofnendum og forystu- mönnum útgerðarfélags Gerðahrepps og starfaði mikið að slysavarnarmálum. Var hann um langt skeið formaður Björgunar- deildar Slysavarnarfélagsins í Garði. Átti Jó- hannes stóran þátt í björgun fjölda manns- lífa, bæði sem skipstjóri og formaður björg- unardeildarinnar. Jóhannes var mikill tónlistarunnandi og söngmaður góður. Hann var einn af stofnend- um fyrsta karlakórs á Suðurnesjum. Var það karlakórinn „Víkingar“ í Garði. í góðtempl- arareglunni starfaði Jóhannes í áratugi, enda var hann alla ævi bindindismaður. Jóhannes var allmikill bókamaður og bar einkenni hins sannmenntaða manns, þótt skólagangan væri stutt eins og algengast var á uppvaxtarárum hans. Er síldarsöltun hófst fyrir alvöru á Suður- og Vesturlandi árið 1950, stækkuðu Jóhannes Jónsson og synir hans fiskverkunarstöðina á Gaukstöðum og hófu söltun síldar í allstór- um stíl. Átti ég þá því láni að fagna, að kynn- Framhald á bls. 413. ÆGIR — 405

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.