Ægir - 15.12.1975, Síða 26
norðar en smáhvelin og þá mest norður undir
80. breiddarbaug. Þau hurfu af miðunum í
byrjun fengitímans og enginn vissi hvert þau
fóru. Veiðin var jöfnust um 78. gráðuna og
þá blönduð bæði stórum og smáum hvölum.
Það fór að minnka hvalgengdin í júlímánuði.
Þó að allstórir bæir risu upp á Svalbarða
með íbúðarhúsum, bræðslustöðvum, verk-
stæðum, verzlunarhúsum og veitingastofum,
þá héldust menn illa við þarna að vetrarlagi,
en það var reynt að láta menn hafa þarna
vetursetu. Því olli skyrbjúgurinn, sem herj-
aði á þessa norðurfara vegna einhæfrar fæðu.
Á þessum tíma var tekin upp sú verkaskipt-
ing, sem enn tíðkast, að sumir stunduðu
veiðarnar, aðrir bræddu, sumir hreinsuðu
kjötið af beinunum og enn aðrir fluttu til
tunnur og önnuðust aðra flutninga á stöðinni.
Þess vegna hef ég tekið upp þessa lýsingu
á veiðunum við Svalbarða að hún á að nokkru
leyti við íslandshvalveiðarnar, sem Baskarnir
höfðu hafið hér á 16. öld, nema í smærri stíl.
Leikurinn berst á íslandsmið
Um 1611 fóru Hollendingar, sem höfðu
fundið Jan Mayen, að stunda hvalveiðar það-
an og þar komu menn sér upp hvalveiðistöðv-
um og fer þá að styttast í það að flotinn leiti
meira í átt til íslands. Upp úr 1640 fór að
sneyðast um hval á fjörðum við Svalbarða og
einnig í nánd við Jan Mayen og þá fóru skip-
in að leita lengra til hafs og þá er farið að
gera meira að því að geyma spikið um borð
óbrætt og flytja það til heimahafna.
Þessi þróun skýrir það, af hverju Hollend-
ingar og Englendingar sóttust ekki eftir land-
stöðvum hér, eftir að þeir fóru að nálgast ís-
landsmiðin og við það bættist náttúrlega and-
staða danska konungsvaldsins, sem áður er
nefnt, gegn slíkri starfsemi hérlendis.
Það verða vitaskuld mikil áraskipti að veið-
unum við ísland og hversu nálægt landinu
þær voru stundaðar. Það fór eftir því, hvað
ís lagðist nálægt landi, því að hvalinn hrakti
undan ísnum og hvalveiðimennirnir fylgdu
gjarnan ísröndinni. Þegar einnig fór að sneyð-
ast um stórhvelin norður frá og menn að leita
meira í smáhveli, svo sem langreyði og sand-
reyði, þá buðu íslandsmið upp á mikla veiði-
möguleika.
Sóknin var gífurleg á 17. og 18. öld, en í
hve ríkum mæli og hvenær hún fór að beinast
verulega á íslandsmið, höfum við engar sagn-
ir af, en vafalaust má finna um það heimildir
í Hollandi, en Hollendingar voru forystuþjóð-
in fram að miðri 18. öld.
Hollendingar gerðu út að jafnaði 150 skip
árlega á tímabilinu 1640—1770 og það er
talið að þeir hafi veitt 58 þúsund hvali á
þessu tímabili. 1684 gerðu þeir út 240 hval-
fangara og á þessum tíma eru þeir að smá-
færa sig vestur á bóginn og í átt til íslands.
Þó að Hollendingarnir hafi máski komið
hingað til hvalveiða upp úr aldamótunum
1600/1700 eða snemma á 17. öldinni og eitt-
hvað verið hér við veið.ar mismikið eftir ís-
árum, framan af 17. öld, þá fara þeir ekki
að sækja á íslandsmið af verulegum krafti
fyrr en það fer að tregðast veiðin við Sval-
barða og Jan M.ayen á seinni hluta aldarinnar.
Englendingar drógust aftur úr Hollending-
um á fyrri hluta 17. aldar, en sóttu sig á síð-
ari hluta aldarinnar, en þeir fóru þá meira
vestur um og inn á Davissund. Síðast á 17.
öldinni fóru Þjóðverjar að blanda sér veru-
lega í hvalveiðarnar, einkum Hamborgarar,
Danir og Norðmenn komu einnig áfram við
sögu og Frakkar, en það dró jafnt og þétt af
Böskunum, nema þeir voru eftirsóttar skytt-
ur hjá hinum þjóðunum.
Upp úr miðri 18. öld, þegar Hollendingar
gera út að jafnaði 150 hvalfangara, eru Eng-
lendingar með 70—80 hvalfangara og sækja
jafnt og þétt í sig veðrið og á 19. öld gera
þeir út að jafnaði 150 hvalfangara og eru þá
orðnir forystuþjóðin.
Af öllu þessu geta menn séð, að það er ekki
lítil saga, sem gerist hér í hafinu morður og
vestur af íslandi, án þess að íslendingar á
þessum tíma virðist hafa af því nokkrar
spurnir. Það er skiljanlegt að svo væri, þar
sem fleytur okkar voru litlar og fóru ekki
langt til hafs, og það verður lítið vart við
úthafsveiðiflota fyrr en hann kemur fast unp
að ströndinni eða inn á firði og þá höfðu ís-
lendingar vissulega gilda ástæðu, eins og áð-
ur er bent á, til að þegja fast um viðskipti
sín við hvalveiðimennina, nema eitthvað
gengi úrskeiðis. í okkar heimildum er því
vafalaust ekkert að finna um það, hvenær
Svalbarðaflotinn fer að nálgast ísland né
hversu stórfelldar veiðarnar urðu. Saga hval-
veiðanna við ísland fyrr á öldum er enn
óskrifuð og bíður fræðimanns, sem leggur á
sig að leita uppi heimildir úti í löndum.
408 — Æ GIR