Ægir - 15.12.1975, Síða 32
FRÉTTIR í NÓVEMBER
SÍLDVEIÐARNAR
Á heimaslóðunum tók síldin að horast sv>o
snemma i nóvember að hún gat varla talizt
söltunarhæf aö sögn kunnugra manna. Um
miðjan nóvember voru flest nótaskipin búin
að fylla kvóta sinn og vel það. 20 skip höfðu
farið yfir 215 tonna markið og 6 yfir 250
tonn. Það var aldrei hægt að ætlast til þess
að menn væru með búrvigtar á þessum pödd-
um, sem leyft var að veiða í haust í tilrauna-
skyni, en þegar menn fara beinlínis að fara
út í túra til að sækja ólöglega farma, þá
náttúrlega reiðast löghlýðnir Islendingar (það
er nú með þá eins og berklana, maður heldur
alltaf að þeir séu útdauðir og svo eru þeir
alltaf einhversstaðar að skjóta upp kollinum).
Það leyndi sér ekki að sjávarútvegsráðu-
neytið ætlaði ,að taka vægilega á smá-kvóta-
brotum, en þá gengu bara einstaka menn
strax á lagið, þannig að ekki gat orðið um
annað að ræða en beita þá hörku.
Reknetaveiðarnar.
Það hefur verið dauft yfir reknetaveiðun-
um í sumar og haust og heildarafli rekneta-
bátanna innan við 1000 lestir alls (beitusíld
+ söltun) um mánaðamótin október og nó-
vember, en þær hófust um miðj.an ágúst. Upp
úr miðjum nóvember glæddist reknetaveiðin
skyndilega. Hann gekk þá til landáttar fyrir
Suðurlandi austanverðu og síldin grynnkaði á
sér og gaf sig til í reknetin. Það var ekki
seinna vænna, því að 1. desember voru allar
síldveiðar fyrir Suðurlandi og við ísland bann-
aðar. Hvorttveggja var að heildarkvótinn (10
þús. tonn) var fullur orðinn og sem áður segir
vel það. Auk þess var síldin alls ekki söltunar-
hæf orðin.
NorðUrsjávarveiðarnar.
Það voru yfirleitt 10—15 skip að veiðum í
Norðursjó og Skagerak og fyrir vestan 4.
gráðuna út mánuðinn eða þar til veiðarnar
voru alveg stöðvaðar þann 25. nóv. samkvæmt
fyrirskipan frá sjávarútvegsráðuneytinu.
Eins og venja er gengu veiðarnar betur
þegar leið á haustið og jafnframt hækkaði
verðið. Síðustu dagana lokuðust dönsku hafn-
irnar vegna aðgerða sjómanna þar, sem voru
að mótmæla veiðiákvæðum danskra stjórn-
valda einmitt í Norðursjó. íslenzku bátarnir
seldu þá nokkra farma í Hollandi og Vestur-
Þýzkalandi fyrir ágætt verð.
Á fundi Norðaustur-Atlantshafsnefndar-
innar í London, dagana 11.—19. nóv. báru
íslendingar fram þá tillögu að algert bann
yrði lagt við síldveiðum í Norðursjó allt árið
1976 og var þessi tillaga í samræmi við til-
lögu Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES),
sem áður hefur verið getið hér fréttum Æg-
is. Þessi tillaga íslands var felld í Norðaustur-
Atlantshafsnefndinni með 10 atkv. gegn 3.
Þegar síldveiði íslenzku veiðiskipanna lauk
25. nóv. voru þar 15 skip, 9 úti á miðunum
en 6 að selja í Hollandi og Þýzkalandi og
hafði þannig heldur f jölgað frá því fyrri hluta
mánaðarins, enda skruppu sum Norðursjáv-
arskipanna heim að taka kvóta sinn hér.
Frá því Norðursjávarvertíðin byrjaði í
apríl og þar til henni lauk í endaðan nóvem-
ber, veiddu ísl. skipin alls 19.800 lestir og fór
sú síld til manneldis og meðalverðið var kr.
43.75 ísl. pr. kg. Heildarverðmæti v,ar um 870
milljónir.
Eins og áður hefur verið rakið hér, höfðu
Islendingum verið ætlaðar 19 þús. lestir frá
1. júlí í sumar til jafnlengdar næsta árs, og
þess jafnframt óskað að þeir veiddu sem
svaraði þriðjungi þessa heildarmagns fyrir
áramót nú. íslendingar höguðu þó veiðunum
með öðrum hætti, enda lögðu þeir til, að þær
yrðu bannaðar allt árið 1976. Þeir veiddu því
um 11 þús. lestir nú af ársmagninu og eiga þá
ekki eftir nema sem svarar 8 þúsund lestum
næsta ár fram að 1. júlí miðað við það heild-
armagn, sem ákveðið hafði verið. Þó að ekki
næðist samkomulag um algert bann við veið-
unum 1976, þá er það glöggt að fyrir okkur
íslendinga verður lítill veigur í þessum veið-
um næstu árin meðan stofninn er að jafna sig.
Mauritaníuveiðarnar.
íslenzku skipunum hefur ekki gengið vel
við veiðarnar úti fyrir vesturströnd Afríku,
nema tímakorn, sem þau voru í sardínunum,
sem er minni fiskur en makríllinn og viðráð-
414 — Æ GIR