Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1976, Blaðsíða 7

Ægir - 15.04.1976, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 69.ÁRG. 7. TBL. 15. APRÍL 1 976 Verðum að liefjast handa EFNISYFIRLIT: Verðum að hefjast handa 121 • Siúvaríitvegurinn 1975: o-ldimar Indmðason: Utgerð stærri togaranna 1975 122 Eysteinn Helgason: Sölustofnun lagmetis 1975 124 • títfluttar sjávar- afurðir í jan. 1976 og 1975 124 • 'skaflinn í september °g jan-sept. 1975 og 1974 126 • Asgeir Jakobsson: Hans Ellefsen. r sögu hvalveiðanna 128 • Fréttir 132 • t'óp og reglugerðir: Reglugerð Um dragnótaveiðar 136 • ^oisíðumyndina tók kórleifur Ölafsson ÚTGEFAIMDI: FISKIFÉLAG Islands Hofn. INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: 'V’ÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR : GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GlSLI ÓLAFSSON PRENTUN: . fSAFOLD . ÁSKRIFTARVERÐ 1500 KR. PR. ARG lj t. _ KEMUR ÚT NÁLFSMÁNAÐARLEGA Það eru flestir orðnir sam- mála um það að reyna að leysa þann vanda, sem að okk- ur steðjar í þorsksókninni, sem mest með því, að beina fiskiflotanum í aðra sókn. Þar eru vissulega mörg ljón á veginum, en frumskilyrði er þó að hefjast handa. Milliþinganefnd Fiskifélags- ins, sem rætt var um hér í síðasta blaði og sagt frá álykt- unum hennar í megindráttum, hefur lagt fram tillögur um það, hvernig skyldi að málum staðið í stórum dráttum. Þess- ar eru helztar: 5—6 skip fari til loðnuveiða Norðanlands strax í byrjun júlí, og byggir nefndin þá framkvæmd á því, að í fyrra hafi 2—3ja ára loðna verið bú- in að ná 8—10% fitu á þeim tíma, þrátt fyrir átulítinn sjó og sjávarkulda. Ekki sé heldur ástæða til að ætla, að hafís hrelli okkur líkt og í fyrra. 3—4 skip verði látin reyna rækjuveiðar á Djúpmiðum á þessu ári og verði rækjan soð- in og fryst um borð í þeim skipum. Nefndin leggur einn- ig til að skelfiskveiðar verði auknar og þær rannsóknir, sem þar að lúta. Þá vill nefnd- in að leitað verði eftir leyfum til veiða á makríl og brislingi í Norðursjó, sem landað yrði í bræðslu í Danmörku. Loks leggur nefndin til að 3—4 skip verði látin reyna kol- munnaveiðar. Það hefur verið sagt frá því hér í blaðinu, að Norð- menn eru mjög áhugasamir um að auka sókn í þennan stóra fiskstofn, og þeir hafa ekki látið sitja við orðin tóm. Það, sem gildir í þessu efni fyrir okkur, er að komast sem fyrst að raun um það, hvort við getum ekki náð að veiða kolmunna á hrygningartíman- um, en þá er hann veiðanleg- astur. Það getur verið að við verð- um að fara niður undir Fær- eyjar í marz/apríl, en von manna er að eitthvað af kol- munna hrygni nær landinu. Menn benda réttilega á. að svo virðist, sem kolmunnaveiðar geti ekki borgað sig fjárhags- lega fyrir útgerðina og mann- skap. Það er vafalaust rétt miðað við núverandi nýtingu á þessum fiski, en frumskilyrði er þó að vita hvort við getum veitt hann og hvar. Við sjáum af hinum stórfelldu kolmunna- tilraunum Norðmanna, að þetta telja þeir frumskilyrði, sem annað verði svo að byggj- ast á.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.