Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1976, Blaðsíða 14

Ægir - 15.04.1976, Blaðsíða 14
Ásgeir Jakobsson: Hans Ellefsen Úr sögu livalveiðanna, framli. Eins og sagt er frá í hinum almenna þætti af Austfjarðaveiðunum, þá lauk rekstri El- lefsens á Asknesi sumarið 1911 en það sumar var hann farinn að hefjast handa í Saldanha- bay á 33. br. gráðu í Suður-Afríku. Þangað fóru til hans vorið 1911 13 íslendingar og 14di íslendingurinn var Ebenezer Ebenezersson, þá búsettur í Noregi. Jón Magnússon „Afríku- fari“ hefur látið eftir sig skilmerkilega frá- sögn af stöðinni í Saldanhabay og hafa bæði Benjamín Sigvaldason og Magnús Gíslason skráð frásagnir hans. Veiðarnar þarna syðra voru ekki eins stórfelldar og hvalveiðar Ellef- sens hér við ísland, enda sagði gamli maður- inn. „Jeg tjente godt paa Island, men her er bare drit.“ Jón telur þó, að þetta hafi ekki verið allskostar réttmætur barlómur. Veiðarn- ar muni hafa gengið allvel syðra framan af. En færri voru þó bátarnir. Fyrsta sumarið aðeins tveir og það næsta þrír og urðu líkast til ekki fleiri. Ellefsen seldi þessa stöð í Saldanhabay 1916 og var bá Carl Ellefsen, sonur hans, tekinn við henni. Hinn ágætasti maður, sem faðir hans, en kannski ekki jafn-ötull, enda var þessi atvinnuvegur þá farinn að dragast sam- an vegna ofveiði víða, þar sem áður hafði verið mikil hvalagengd. Hans Ellefsen var fæddur 10. júní 1856 (1865, segir Gils, en það er vafalaust prent- villa). Ellefsen hefur þá verið 32 ára að aldri, þegar hann kom fyrst hingað upp og reisti Sól- bakkastöðina og 62 ára þegar hann lézt í Osló 1918. Önfirðingar töldu að slys það, sem Ellefsen varð fyrir á Sólbakka hafi jafnvel dregið hann til dauða eða flýtt fyrir dauðdag- anum. Drukkinn Svíi kastaði brennivínsflösk11 í höfuðið á Ellefsen og lá hann lengi mh1 heims og helju og er hald manna, að ham1 hafi aldrei náð sér eftir þetta. Margar sagnir iog fleiri en hér eru raktaf eru til af Ellefsen og er þær að finna aðallega 1 sagnasafni Gils og síðan í bók Magnúsar Gíslasonar og víðar kemur Ellefsen við sög0 þessara ára, sem norsku hvalveiðarnar hel ust hér við land. „Hans Ellefsen var fremur hár maður vexh- (rösklega meðalmaður, segir Magnús) — °° allur hinn gjörvilegasti. Ennið var hátt 0» mikið, nefið fremur langt, augun hvöss , °p snör, með einkennilegum glampa, sem lý. samblandi af glettni, ákafa og viðkvaem111^ Skapmaður var Ellefsen mikill, og þótt ha° reyndi oft að stilla sig, var geðið svo áka að það tókst ekki alltaf sem skyldi.“ (Gils-) ^ Ellefsen var sívökull við fyrirtæki sitt árrisull mjög, oftast á ferli um fjögur lsV1' á morgnana „var það venjulega hans fyrS , verk að taka sjónauka sinn og horfa út f jörðinn, til að vita hvort hann sæi ekki skH koma.“ Hirðusemi hans var og viðbrug01. Hann hirti kolamola og jafnvel skrúfnagl3 götu sinni. Hann var yfirleitt mildur við und11. menn sína, en fyrirkom þó að hann sý110 mikla hörku, svo sem þegar hann lét bel allar föggur morskra pilta sem hjá hon11 voru út fyrir girðingu, og sagði þeim að h|m þær þar og koma sér burt, því að þeir h°t ^ gert sér upp veikindi og legið inni. Þetta í Mjóafirði eystra og þeir urðu að ganga Seyðisfjarðar með pjönkur sínar til að k° ast þar í skip. Slík harka mun þó hafa ver 128 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.