Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1976, Blaðsíða 22

Ægir - 15.04.1976, Blaðsíða 22
Reglugerð um dragnótaveiðar 1. gr. Lágmarksstærð möskva í poka dragnótar skal vera 170 mm. Ávallt skulu a. m. k. öftustu 5 metrar dragnótar- innar vera úr 170 mm riðli. Lágmarksmöskvastærð í öðr- um hlutum dragnótar, en í 1. mgr. greinir, skal vera 135 mm. 2. gr. Óheimilt er að nota nokk- urn þann útbúnað, sem þreng- ir eða herpir á nokkum hátt möskva þá, sem lýst er í 1. gr. reglugerðar þessarar, þó skal ekki teljast ólögmætt að festa undir poka dragnótar 'segldúk, net eða .annað efni í því skyni að forðast eða draga úr sliti, þó þannig, að þessir slitvarar eða hlífar séu aðeins festar að framan og á hliðunum við pokann. 3. gr. Þegar möskvi er mældur, skal hann teygður horna á milli eftir lengd netsins. Skal þá flöt mælistika, sem er jafn- breið leyfilegri lágmarks- möskvastærð (sbr. 1. gr.) og 2 mm þykk, komast auðveld- lega í gegnum möskvann, þeg- ar netið er vott. 4. gr. Við veiðar með dragnót í ís- lenskri fiskveiðilandhelgi, er óheimilt að nota hlera og hvað eina, sem gæti komið í þeirra stað til útþenslu vængjanna. 5. gr. Með mál, sem rís út af brot- um gegn ákvæðum reglugerð- ar þessarar svo og skilyrðun% sem sett kunna að verða í leÝ1 isbréfi til dragnótaveiða, s^a farið að hætti opinberra rnála og varða brot refsingu saru kvæmt 12. gr. laga nr. 102 2 desember 1973. 6- gr. Reglugerð þessi er sett sam kvæmt heimild í 9. gr. laga lir' 102 27. desember 1973 urfI veiðar með botnvörpu, fl°. vörpu og dragnót í fiskveið1 landhelginni, til þess að öðlas gildi þegar í stað og birtist t1 eftirbreytni öllum þeim, sern hlut eiga að máli. ,. Jafnframt er felld úr gu reglugerð nr. 278 9. septernbe1 1974 um dragnótaveiðar. Sj ávarútvegsráðuneytið 26. mars 1976. Matthías Bjarnason^, Jón B. Jónass011' RAFDRIFIN BRÝNI ARNIOLAFSSON &CO.SIMI 40088 fyrir fiskvinnslustöðvar fiskiskip og bóta Það er ekki óstæðulaust, að MC rafdrifnu brýnin eru óðum að leysa gamla hverfisteininn af hólmi um allt land, því að þau eru MARGFALT FLJÓTVIRKARI og AUKA ENDINGU HNIFANNA: Fyrir 110 og 220 volt. Brýning tekur aðeins 1—2 mínútur. Stærð aðeins 25x20x15 cm. Einnig: Hausingar hnífar, flökunarhnífar, flatnings- hnífar. 136 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.