Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 15
SETNINGARRÆÐA Más Elíssonar fiskimálastjóra Þótt rækjuaflinn ntuni reynast minni á árinu. en efni og ástæður eru til, sökum eðlilegra veiðitakmarkana vegna óvenjulegrar seiðagengdar á veiðislóðir rækjubáta. er þeim mun nauðsvnlegra að halda áfram könnun vænlegra rækjumiða annarsstaðar og þá ekki sízt á djúpslóð. Sú viðleitni einstaklinga til veiða á djúprækju undanfarið. sem dyggilega hefur verið studd af stjórnvöldum eftir efnum og ástæðum. hefur þegar borið drjúgan árangur og \ irðist margt benda til. að þessar veiðar geti orðið arð- samar og skilað þjóðarbúinu góðum tekjum, ef rétt er að staðið. Ég býð þingfulltrúa vel- komna til setu á Fiskiþingi hinu 37., svo og gesti. Á þessu ári eru liðin 65 ár frá því að hið fyrsta Fiski- þing var háð, en það var í júni árið 1913. Liðin eru 67 ár frá stofnun félagsins. Ég vil í upphafi minnast sjómanna er farizt hafa við skyldustörf sín frá þvíaðsíð- asta Fiskiþing var haldið. Sjö sjómenn hafa fallið í valinn. Það var ánægjulegt að geta sagt við upphafi þinghalds á s.l. ári. að fiskafli þess árs mundi verða meiri en nokkru sinni áður í fiskveiðasögunni. Afli ársins 1977 reyndist alls um 1374 þús. lestir. Áður hafði mesti afli á land borizt á árinu 1966. alls 1243 þús. lestir. Það er einnig með ánægju. að unnt er að segja við upp- haf þessa þings. að allt bendi til. að afli þessa árs verði jafnvel enn betri en aflinn á s.l. ári. í lok okt. s.l. var heildarafli fisks, skelfisks, humars og rækju orðinn tæp- lega 1360 þús. lestir. Bendir því allt til þess, að aflinn á þessu ári verði a.m.k. 1450 þús. lestir. Þar sem Fiskifélagið gefur mánaðarlega út aflavfirlit hirði ég ekki um að fara itarlega út í að gera spá um afla einstakra tegunda. Eins og öllum er kunnugt um. munar hér mest um loðnuaflann. sem ídagerum905 þús. lestir. Þá er einnig mikil aukning á afla kolmunna. sem sýnir, að sú viðleitni. er stjórnvöld, útgerðarmenn og fiskimenn hafa sýnt undangengin tvöártilað nýta þennan stofn, hefur borið góðan ávöxt. Er þess að vænta, að sú reynsla er fengizt hefur og til- e|nkun tækni við veiðarnar muni koma í góðar þarfir á p-æstu árum. Er þetta ekki sízt mikilvægt. þegar haft er í huga, að við virðumst a.m.k. í bili vera komin að efri mörkum þess afla, sem skvnsamlegt er að veiða af loðnu. Áuk þess. sem flest bendir til, að búast megi við tölu- verðum náttúrlegum sveiflum á loðnustofninum, þótt 'ið frant að þessu höfum búið við hagstætt árferði í því efni. Heimilað var að veiða 35 þús. lestir af síld á þessu hausti. þaraf um 20 þús. lestir af herpinótaskipum. Lík- legt þvkir, að þessi kvóti herpinótaskipa verði ekki fylltur. Ber efalaust ýmislegt til. Eina ástæðu tel ég mikilvæga, en það er núgildandi kvótafvrirkomulag. í upphafi var ákveðið. að hvert hringnótaskip mætti veiða liðlega 200 lestir. Þetta er einfaldlega of lítið. Það borgar sig ekki að halda skipum úti á svo lítinn afla. Útgerðin er of kostnaðarsöm til þess. og verðið sem fyrir aflann þarf að fást til að nokkur von sé til. að sllk útgerð beri sig. of hátt til að við getunt staðizt samkeppni við keppinauta okkar. Við þurfum að læra af reynslunni. Núverandi kvóta- fyrirkomulag er ónothæft. Hér verður samt engum einum um kennt. því að farið var í einu og öllu að okkar til- lögum í þessu efni. Við verðum að gæta okkar vel. er við gerum tillögur um fvrirkomulag veiða. Það er einfaldara að stofna til ..kerfis" en að losna út úr því aftur. Það er einfaldara að banna eða takmarka notkun afkastamikilla veiðarfæra en að heimila þær veiðar á ný. og svona mætti lengi telja. Útlitið er ekki bjart hvað botnlægar tegundir snertir. Bendir margt til þess. að afli á þeim, ef spærlingur er frátalinn. verði nokkru minni en á s.l. ári. í lok októ- ber var heildarafli botnlægra tegunda um 418 þús. lestir. samkvæmt bráðabirgðayfirliti. en var 422 þús. lestir á sama tíma á s.l. ári. Afli bátaflotans var 196 þús. lestir en 206 þús. lestir í fyrra. þannig að enn hefur breyting þar orðið til hins verra. Aukin sókn í spærling veldur hér e.t.v. nokkru en ekki öllu um þessa þróun. í októbermánuði einum revndist t.d. þorskaflinn nær helmingi minni en í október 1977. Stafar það án efa af afspyrnu stirðu tíðarfari. þar sem veiðitakmarkanir voru svipaðar bæði árin, breyttri hegðun þorsksins og auknum siglingum fiskiskipa á erlendan markað. Flest bendir til. að svipaða sögu verði að segja um nóvember og desember. enda hefur einnig verið hert á veiðitakmörkunum. Ef tíð verður sæmileg má samt e.t.v. vænta aukinnar sóknar í aðrar fisktegundir, það sem eftir lifir nóvember og í desember. Samkvæmt framansögðu vil ég álíta. að þorskafli ÆGIR — 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.