Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 32
svæðum er þessu þveröfugt farið og á það m.a. við um landshluta þar sem mest framboð er á vinnuafli og þjónustugreinarnar fjölmennasta eins og á Suðvestur- landi. Fjöldi annarra atriða grípur inn í þetta mál, svo sem heildarframboð á vinnuafli í landinu miðað við eftir- spurn, húsnæðismál og framkvæmd félagslegrar þjónustu í hinum ýmsu landshlutum og fleira. Þótt markaðsmál hafi verið hér til unrræðu undir öðrum dagskrárlið. langar mig til að fara örfáum orðum urn markaðsmál freðfisks með tilliti til framleiðslu- aukningar. Markaðsmál Eins og kunnugt er. fer yfirgnæfandi meirihluti fram- leiðslu okkar í dag til tveggja landa, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Á fyrrnefnda markaðinum höfum við komið okkur upp sterkri aðstöðu, sem fólgin er í fyrir- tækjum í okkar eigu, sem framleiða úr íslenskum fiski og hafa sölunet. sem spannar yfir allt þetta víðlenda og fjölmenna ríki. Fisknevsla í Bandaríkjunum er þó tiltölulega lítil á íbúa og algjör óvissa hvort hún eykst að marki í nánustu framtíð. Það hlýtur m.a. að fara eftir því hvernig fiskur stendur í verð- og gæðasamkeppni við aðrar fæðutegundir. En hvort sem neyslan vex eða ekki, geta aðrir af- drifaríkir þættir komið inní myndina. Útfærsla fiskveiðilögsögu í 200 sjómílur í þcssum heims- hluta er þar sennilega veigamest. Vera kann að Banda- ríkjamenn sjálfir auki til rnuna fiskveiðar og fiskvinnslu og við höfum hér á þinginu heyrt um stórfelldar áætlanir Kanadamanna í sömu átt. Þetta kann að þýða verulega harðnandi samkeppni á þessum markaði og torveldað söluaukningu á íslenskum fiski. Kaup Sovétmanna á fiski héðan eru háð ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma. Þótt e.t.v. megi búast við aukinni fiskþörf þar í landi i náinni framtíð, vegna samdráttar í eigin afla sökum stækkaðrar fiskveiðilög- sögu ýmissa þjóða. er engan veginn víst. að því yrði mætt með auknum innflutningi. Þá er heldur ekki víst að þeim kaupum yrði beint til fslands þó af þeim yrði. Með tillliti til þess er að framan greinir. virðist nokkuð augljóst, að allbrýn þörf er á að unnið sé að öflun nýrra markaða. En slíkt tekur langan tíma. ef um það á að muna, því í flestum tilvikum þurfa að koma til breyttar neysluvenjur fólks. Freðfiskur er lika vara, sem er erfið í flutningi og krefst sérstaks og fullkomins dreifingar- kerfis. Þetta er líka dýr vara. sem aðeins þjóðir með verulega kaupgetu geta veitt sér. En við skulum vona. að allir aðilar þessa rnáls vinni að framgangi þess af dugnaði og framsýni á komandi tímum. svo að auknir framleiðslumöguleikar okkar rnegi nýtast sem best til hagsbóta fyrir land og lýð. Hilmar Rósmundsson: Afkoma útgerðarinnar Þegar fiskimálastjóri fór þess á leit við mig að ég tæki að nrér framsögu um af- komu útgerðarinnar. færðist ég undan í fyrstu. þarsem ég tel migekki hafa næga þekk- ingu á þessum málum í hin- um ýmsu landshlutum, en þegar hann gat þess að framsagan væri fvrst og fremst til þess að opna uni- ræður unr málið og þar seni ég vissi að hér væru margir sem gætu rætt þetta af reynslu og þekkingu. lét ég til leiðast. Þegar svo kemur i Ijós. að hér fvrir framan okkur liggur heil bók um útgerð og afkomu fiskiskipaflotans. á árinu 1977. unnin af hagdeild Fiskifélagsins. er strax óhætt að fullyrða að ég get engu þar um bætt. Hins vegar verð ég að viðurkenna að mér gekk illa að átta mig á þessum skýrslum. Þar eru þó nokkur orð sem ég alls ekki skil. þannig að allt fór úr samhengi og þarf eflaust einhverja bókhaldsþekkingu til þess að átta sig á þessunr tölvuunnu töflum til fulls. Á ársfundi L.Í.Ú., sem haldinn var í s.l. vikur. ræddi formaður samtakanna þessi mál all ítarlega. sem hans var von og vísa. Þar kernur franr að þegar fiskiskipaflot- anum hafði verið skipt í fjóra flokka eftir stærð og veiðiaðferðum, eru þrír flokkanna reknir með halla, en sá fjórði skilar nokkrum tekjuafgangi. Heildarútkoman á s.l. ári verður aftur á móti sú. að um einn og hálfan milljarð króna vantar til þess að endar nái saman. Sé litið á afkomu þessa árs. þá kemur í ljós. að hvað skipaflokk- ana varðar. þá er heildarútkoman svipuð og á s.l. ári. en nú er heildarrekstrarhallinn miðað við október-skilyrði orðinn að minnsta kosti helmingi meiri en á árinu 1977. þrátt fyrir svipaðan heildarafla. Af þessu er ljóst. að meðalskilyrði til rekstrar fiskiskipa hafa stórum versn- að á umræddu timabili. Að mínu mati liggja til þessýmsar samverkandi orsakir. þó nokkuð breytilegar, eftir því hvers konar skip er átt við. Ég mun í þessu stutta erindi mínu reynda að gera grein fyrir hverjar ég tel höfuðor- 20 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.