Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 40

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 40
c) Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1979 verður að taka upp stranga samræmingu þeirra þátta, sem fólgnir eru í ríkisrekstrinum. fjárfestingarmálum. kjaramálum og peningamálum almennt. Allt verður þetta að stefna að verulegum tekjuafgangi ríkissjóðs. 2. Fiskiþing vekur athygli á þeim mikla vanda sem er á rekstri þeirra frystihúsa sem verið hafa í byggingu að undanförnu og er að ýmsu leyti ólokið að frágangi. og tækjabúnaði. Þar þurfi m.a. að gera eftirtaldar ráðstafanir af opinberum aðilum: a) Að útvega nægilegt lánsfé, svo hægt verði að ljúka byggingum og kaupa þau tæki sem nauðsvnlegt er, svo afköst og nýting við vinnslu aflans verði sem hag- kvæmust. b) Að lausaskuldum og lánum sem nú eru til skamms tíma, verði breytt í hæfilega löng lán. svo að af- borgana- og vaxtagreiðslur verði viðráðanlegar. 3. Vextir af afurða- og rekstrarlánum vegna fiskvinnslu og fiskiskipa verði lækkaðir og lánin hækkuð verulega, svo hægt sé að standa í skilum með greiðslu hráefnis og vinnulauna. 4. Þingið telur nauðsynlegt að unnið verði að því að raf- magnsgjöld til fiskvinnslufyrirtækja verði tekin til endurskoðunar. Má í því sambandi benda á þann mis- mun sem er annars vegar á rafmagnsgjöldum til fisk- vinnslufyrirtækja og hins vegar til erlendrar stóriðju í landinu. 5. Þingið vill sérstaklega benda á það ófremdarástand sem ríkir í málefnum bátaútvegsins, vegna stór- minnkandi afla. Telur þingið mjög brýnt að málefni þessarar útgerðar verði tekin til gaumgæfilegrar at- hugunar og þá m.a. kannað hvort Aflatryggingasjóður geti gegnt auknu hlutverki í þessu sambandi. 6. Þingið skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því, að fiskverkendum verði gert kleift t.d. með lánum úr Byggðasjóði eða öðrum lánastofnunum að bæta úr því ústandi er varðar hreinlæti og hollustuhætti i og við fiskverkunarstöðvar víðsvegar um landið. Jafn- framt verði viðkomandi sveitarfélögum gert skylt að ganga frá því sem að þeim snýr í þessum efnum. 7. 37. Fiskiþing vill ítreka fyrri tillögur um að verð- bætur ríkissjóðs fyrir línufisk verði færðar til sama hlutfalls og þær voru, þegar þær hófust. Þá telur þingið óeðlilegt að ekki eru greiddar nema 4% verð- bætur fyrir að ísa í kassa þær tegundir, sem njóta 10% verðbóta. 8. 37. Fiskiþing varar við þeirri viðleitni. sem nú er höfð í frammi um stórhækkaða útlánsvexti. Það er álit þingsins að sú vaxtahæð er útgerð og fiskvinnsla búa við hverju sinni segi ekki alla sögu um þá vaxtabyrði, er þessar atvinnugreinar verða að standa undir. í þessu sambandi skal bent á að útgerð og fisk- vinnsla hafa þá sérstöðu að geta ekki á borð við aðrar atvinnugreinar í landinu velt vaxtakostnaði beint út í verðlagið. Við þessa aðstöðu hafa hinsvegar þjónustugreinar útgerðar og fiskvinnslu búið. svo segja má að sjávar- útvegurinn í heild sinni hcfur orðið að bera vaxta- kostnað langt út fyrir sitt eigið svið. Þingið \ ill sérstaklega benda á að vextir og verð- trygging lána, sem tekin eru vegna nýsmíði skipa miðað við sl. áramót eru útgerð slíkra skipa algjörlega ofviða. Sem dænti um þá má nefna. að í afborganir. vexti og verðtryggingu geta farið 60% af afiaverð- rnæti skipanna. ntiðað við rekstur á heilu ári. Markaðsmál A. 1. Fiskiþing telur að ekki sé fært að kveða á um eitt allsherjar fyrirkomulag í sölu og markaðsmálum þar sem um margar og ólíkar afurðir er að ræða, enda hyggilegast að framleiðendur í hverri framleiðslu- grein komi sér sjálfir saman um það sölufyrirkomu- lag sem þeir telja æskilegast. 2. Þingið er þeirrar skoðunar að góð samstaða og samvinna fiskframleiðenda innbyrðis sé höfuðfor- senda fyrir góðum árangri í sölu- og markaðsmál- unum og hvetur því framleiðendur til að gera sitt ítrasta til að leysa hugsanleg ágreiningsmál innan viðkomandi frantleiðslugreina hverju sinni. B. Fiskiþing vara við frestun á fyrirhuguðum lækkunum á tollum samkvæmt samningum íslands við Frí- verslunarbandalagið og Efnahagsbandalag Evrópu. þar sem hætta er á að slík frestun geti valdið íslenskum sjávarútvegi og fiskiðnaði alvarlegu tjóni. C. Fiskiþing hvetur alla þá aðila, sem annast markaðs og sölumál sjávarafurða til að halda uppi sem víð- tækastri upplýsingastarfsemi. enda telur þingið að framleiðendur fiskafurða og aðrir þeir, sem beinna hagsmuna eiga að gæta í þessu sambandi. eigi rétt á að fylgjast stöðugt með þróun þessara mála og ástandinu hverju sinni. Stjórnun fískveiða I framsögu ntcð tillögu sjávarútvegsnefndar og i um- ræðum kom fram að viðhorf nefndarmanna eru að úti- loka beri eða a.m.k. skerða verulega veiðar útlendinga á þeim fiskstofnum sérstaklega, sem þegar eru ofveiddir eða fullnýttir. þar sem íslendingar þurfi sjálfir að tak- marka eigin veiðar. Þá kom og frant. að takmarkanir þær á þorskveiðum, sem lagt er til að gerðar verði samkvæmt 2. lið b til- lögunnar, miðast við aflatölur ársins 1977 eftir mánuðunt. Hlutfallstölur þorsks af heildarafia togskipa, sem þar eru nefndar. gætu breyst með breyttum forsendum. ,,37. Fiskiþing samþykkir að leggja til við sjávarútvegs- 28 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.