Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 33
sakir rekstrarerfiðleika hvers skipaflokks fyrir sig og byrja
þtt á stóru togurunum.
IJað virðist vera að afkoma þeirra á árinu 1978 ætli að
verða lítið eitt betri en á áriuu 1977. en slæm samt.
Astæðurnar fvrir þvi er að sjálfsögðu mun meiri afli og
'æri óhætt að reikna með svipaðri þróun. gætu þeir farið
að nálgast hinn vinsæla 0 rekstur upp úr 1981, en með
hliðsjón al' ástandi fiskstofnanna \ið landið tel ég var-
hugavert að setja framtíðar rekstrardæmi þeirra þannig
upp. Höfuðvandi þeirra sem reka slíkt skip. er sú óða-
verðbólga, sem geisað hefur hér allt of lengi og sem m.a.
hefur valdið því að rekstrarvörur allar sem og viðhald
hefur hækkað langt umfram aflaverðmæti. þrátt fyrir
verulega aukningu á því. Svipaða sögu er ef til vill að
segja um afkomu minni skuttogaranna. þar sem meðal-
talsrekstur þeirra hefur gengið mun betur á þessu ári en
því síðasta. En þar kemur í ljós að afli og afkoma skipanna
eru mjög misjöfn. Trúlega skilar nokkur hluti þessa skipa-
flokks verulegum rekstrarhagnaði, en stærri hlutinn er
gerður út með halla. Ástæður þessa eru ýmsar. Heima-
hafnir skipanna liggja mjög misjafnt \ ið þeim miðum, sem
gefið hafa mestan og verðmætastan afla síðustu þrjú
árin. Þá eru skipin einnig mjög mismunandi búin. tækni-
lega. til veiðanna. og án efa spilar mishár fjármagns-
kostnaður mjög inn 1 afkomu þeirra.
Loðnunotinn er sá flokkur fiskiskipa. sem á s.l. árum
hefur skilað h\að hagstæðastri meðalafkomu. þar sem
\eiðitíminn og veiðigetan hafa stóraukist og þar með
aflinn. Trúlega er þó hvað mestur munurinn á afkomu
skipanna innbyrðis í þessum flokki. Þeir útvegsmenn sem
voru það forsjálir að láta byggja ný loðnuskip eða láta
breyta sínum eldri skipum í loðnuskip á nútímamæli-
k\arða fyrir nokkrum árum. standa án efa mjög vel að
vígi. En þar sem stór hluti flotans hefur verið í mjög
kostnaðarsömum breytingum á allra síðustu árum, sem
að verulegu leyti eru fjármagnaðar með erlendum lánum,
er fjármagnskostnaðurinn svo gífurlegur að þrátt fyrir
óhemjuafla er margur útvegsmaðurinn hreinlega að slig-
ast undir þessum rekstri. Hinar margendurteknu gengis-
fellingar og gengissig hafa verkað þannig á stóran hluta
þess flota og sjálfsagt fleiri skipa, að vafasamt er hvort
hann nær nokkru sinni 0 rekstrinum og jafnvel þó að
takist að standa í skilum með afborganir og vexti, hækka
áhvílandi veðskuldir stöðugt vegna þessara. endemis-
ráðstafana. Það er áreiðanlegt, að væru þessi skip gerð
út frá einhverju öðru landi en fslandi. og skiluðu
svipuðum afla að landi, þyrfti ekki að verða ágrein-
ingur um tímabundna stöðvun veiða, hvort sem væri
vegna slysahættu eða ofveiðiótta, því að bæði eigendur
og áhöfn hefðu án efa nóg efni á því að stoppa um stundar-
sakir.
Þá er ég komínn að fjórða flokknum, sem kallaður
hefur verið bátar án loðnu. Þar hefur afkoman verið h\að
verst á síðustu árum. og til þess liggja að \erulegu leyti
nðrar orsakir. þ.e.a.s. gífurleg aflarýrnum. Með tilkomu
hins stóra skuttogaraflota. hefur orðið veruleg breyting á
aflamagni frá sjávarplássum ogjafnvel heilum landsfjórð-
ungum. þannig að nú er mjög verulegur hluti þessara
vandræðabáta gerður út á svæðinu Vestmannaeyjar -
Snæfellsnes. Að vísu er allmikil og vaxandi bátaútgerð frá
Hornafirði, vegna þess hve sá bær liggur vel við humar-
og síldveiðum. og ennþá mun talsverð bátaútgerð vera frá
Vestfjörðum, en þó öllu minni en áður var. 25% afla-
rýrnun á tveimur árum í bullandi verðbólgu hlýtur að
hafa alvarlegar afleiðingar, enda er svo komið að t.d.
i Vestmannaeyjum er nær þriðji hver bátur á söluskrá,
en að sjálfsögðu selst enginn. Menn hafa hreinlega
gefist upp á að velta á undan sér lausaskuldabagga.
sem stöðugt stækkar og kjósa miklu frekar að starfa
hjá öðrum, en að vera í þessu basli. Nýlega hefur
verið gerður heildarreikningur yfir rekstur 35 báta úr
þessum llokki. sem gerðir voru út frá Vestmannaeyjum
1977. Þar kemur í ljós. að meðalrekstrartap er 14.3%
af veltu. Athyglisverðast við þennan reikning finnst
mér vera að vaxtakostnaður er næstum eins ntikill og t.d.
veiðarfærakostnaður og olíunotkun. Þó eru þetta að
mestu leyti gamlir bátar, sem ættu ekki að vera með
veðskuldir. Ástæðan til þessa er hinsvegar sú. að rekstr-
inum er velt áfram með yfirdrætti á hlaupareikningi. sem
aldrei tekst að brúa að fullu og allir vita um vaxtakjörin
þar.
Ég hef hér í stuttu máli látið í ljós álit mitt á þeim
erfiðleikum, sem íslensk fiskiskipaútgerð á við að etja í
dag. En með hvaða ráðum verður vandinn helst leystur?
Það er í mannlegu valdi að breyta þeirri hættulegu verð-
bólguþróun sem hér hefur herjað. Það er í mannlegu valdi
að koma 1 veg fvrir að sí og æ séu gerðar ráðstafanir. sem
stórauka vandann. En er það í mannlegu valdi að auka
aflann? Hver er ástæðan fyrir því að þorskurinn og
ufsinn ganga ekki lengur svo neinu nemur á hinar hefð-
bundnu hrvgningarslóðir við suður- og suðvesturströnd
landsins? Verðum \ ið að viðurkenna það að svo mikið
sé drepið af ókynþroska fiski, að aðeins til þess að gera
fáir einstaklingar nái þeim aldri að þeir geti aukið kyn
sitt. eða er fiskurinn farinn að hrygna á öðrum slóðum?
Hafa aðstæður sjávar við suðurströndina eitthvað breyst
frá því sem var. þegar fiskur gekk nær árvisst á þau
mið til hrygningar? Þessu verða fiskifræðingarnir eða
hagfræðingarnir að svara. Þeir hljóta að eiga nóg af
skýrslum í sínu pússi sem vitna um ástandið í sjónum
þau ár sem fiskur var og hét. Mér finnst það vera skylda
þeirra að rannsaka ástand sjávarins fyrir hverja einustu
vertíð og birta niðurstöður þessara rannsókna og bera
þær saman við ástandið sem var á aflaárunum. Heyrt hef
ég að aflamennirnir á togurunum noti sjávarhitamælana
engu minna en fisksjárnar við sínar veiðar og þó að
þorskurinn sé ekki talinn skynsöm skepna. þá bendir allt
til þess að hann beri nokkurt skvnbragð á skilyrðin í
sjónum og honum sé alls ekki sama hvar hann dvelur og
hvar hann hrvgnir. Því hefur víða verið haldið fram bæði
Framhald á bls. 30
ÆGIR — 21