Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 19
Jón Jónsson:
Astand fiskstofnanna
jafnstöðuafli
Fiskimálastjóri fór þess á
leit við Hafrannsóknastofn-
unina, að við gerðum Fiski-
þingi grein fyrir hugmyndum
okkar varðandi hámarksaf-
rakstur fiskstofna á Islands-
miðum, Það er erfitt að gera
svo viðamiklu efni full ski!
í stuttu máli. en vissulega
er hér um að ræða grund-
vallaratriði varðandi skiln-
ing okkar á framtíð islenskra
fiskveiða og þótt þekking
okkar á þessi sviði sé á engan hátt nógu fullkomin. ætla
ég samt að freista þess. að fara um þetta nokkrum orðum.
Reynsla undanfarinna ára hefur ljóslega sýnt. að stærð
hinna einstöku fiskstofna eru ákveðin takmörk sett. Við
höfum þegar mörg áþreifanleg dæmi þess. að takmarka-
laus veiði hefur eytt ýmsum stofnum svo mjög. að mörgár
þarf til að byggja þá upp á nýjan leik.
Skvnsamleg nýting fiskstofnanna er því eitt af megin
viðfangsefnum íslenskra hafrannsókna. bæði í nútíð og
framtíð.
Ofnýting íslensku fiskstofnanna var ætíð veigamikil
röksemd varðandi útfærslu fiskveiðilandhelginnar og af
þeim sökum var þekking á ástandi þeirra og viðbrögðum
gagnvart veiðum mjög mikilvæg.
A meðan útlendingar nutu hér sömu aðstöðu og ís-
lenskir fiskimenn var örðugt um vik að koma fram við-
hlitandi friðunaraðgerðum. Sú saga er flestum í fersku
minni og verður ekki rakin hér.
S ú höfum við hins vegarsjálfsforræði varðandi nýtingu
beirra stofna, sem halda sig innan íslenskrar fiskveiði-
lógsögu og ber því skvlda til að hagnýta þá á skynsam-
legan hátt, svo þeir gefi af sér sem mestan arð á hverjum
tíma.
Hvað er þá skvnsamleg nvting fiskstofnanna? Mjögein-
löld skilgreining er. að þaá sé sú sókn. sem hvorki tekur
°I mikið né heldur of lítið úr ákveðnum stofni.
Sóknin er byggð upp af mörgum þáttum; sumir eru
tnælanlegir, en mjög erfitt er að meta aðra. Við vitum um
stærð skips og vélarorku; við getum greint á milli veiði-
hæfni reiðarfæra af ýmissi gerð. en suma þætti er ill-
mögulegt að mæla. svo sem aukningu í afla vegna fisk-
leitartækja og ekki síst reynslu eða veiðihæfni einstakra
skipstjórnarmanna.
Frá fiskifræðilegu sjónarmiði eru því beinar aflatak-
markanir æskilegra stjórnunartæki en sóknartakmark-
anir sem byggjast á fjölda veiðiskipa. fjölda veiðidaga
o.s.frv.
Af þessum sökum er nauðsynlegt að vita hver er af-
rakstursgeta hinna einstöku stofna til langs tíma og haga
veiðum í samræmi við það.
Við tölum gjarnan um hámarksafrakstur ákveðins
fiskstofns eða revndar er réttara að segja hámarksaf-
rakstur á niðja. Nýlega rakst ég á orðið jafnstöðuafli í
þessu sambandi og mun nota það í þessu erindi. Jafn-
stöðuafli er skýrgreindur sem það aflamagn, er ná má
til frambúðar úr ákveðnum fiskstofni með tiltekinni
sókn. þegar nýliðun ungfisks. þyngd og dánarstuðlar
eftir aldri eru með tilgreindum hætti.
Takmark okkar er því að ná jafnstöðuafla úr hinum
einstöku stofnum á íslandsmiðum.
Ég mun nú í örstuttu máli ræða um botnlæga fiska og
síld hér við land. ástand þeirra við núverandi sókn svo
og þær hugmyndir. sem við gerum okkur um jafnstöðu-
afla einstakra tegunda.
Þorskstofninn
Heilclarþorskaflinn við ísland á árunum 1950-1977 var
lægstur 345 þúsund tonn árið 1967 og hæstur 548 þúsund
tonn árið 1954.
Á síðast liðnum áratug hefur hins vegar átt sér stað sú
óheillavænlega þróun. að stærð hins kynþroska hluta
stofnsins hefur farið síminnkandi. Árið 1970 var þessi
hluti stofnsins yfir 700 þúsund tonn. en hefur á undan-
förnum árum verið um 200 þúsund tonn og með óbreyttri
sókn er hætt við að hann muni enn minnka.
Tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar varðandi þorsk-
stofninn á undanförnum árum hafa því aðallega miðað að
því að byggja upp hrygningarstofninn með því að draga úr
heildarveiðinni og þá sérstaklega úr hinni óhóflegu smá-
fiskveiði.
Samkvæmt þeim aflatakmörkunum, sem stofnunin
hefur lagt til. myndi hrygningarstofninn í ársbyrjun 1980
verða orðinn um 400 þúsund tonn eða 120 þúsund tonn-
um stærri en ef ekkert væri aðhafst. Þessu er nú því
miður ekki að heilsa og það gefur auga leið, að sá afli
sem tekinn hefur verið umfram þær tillögur sem við
höfum lagt fram. mun óhjákvæmlega seinka þeirri upp-
byggingu stofnsins, sem við stefnum að.
Til allrar hamingju hefur ekki ennþá komið til við-
komubrests í stofninum, þrátt fyrir smæð hans, en við
ÆGIR — 7