Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1979, Side 42

Ægir - 01.05.1979, Side 42
Samkvæmt seinustu niðurstöðum norskra fiski- fræðinga, hefur hrygningarstofn norsk-íslensku síldarinnar hnignað allverulega á tveimur síðast- liðnum árum. Að meðaltali virðist hann hafa minnkað um 25-30%, en verst hefur hrygningar- stofninn sem heldur sig úti af Norður-Noregi orðið úti. Þessi stofn var jafnframt sá, er mestar vonir voru bundnar við, en hann hefur minnkað um allt að 40%. Eru þessar niðurstöður, sem fengust að vetrarrannsóknaleiðöngrunum afstöðn- um, vissulega mikið áfall, því almennt var talið að síldarstofninn væri að hjarna við aftur. Margir vilja kenna þessa öfugþróun því, hve algengt hefur verið að ólöglegar síldveiðar hafi verið stundaðar meðfram ströndum Noregs, eða verið allt að því heimilisiðnaður margra þeirra sem þar búa. Stjórnandi síldarrannsóknaleiðangranna, Johannes Hamre, segir að eins og málin standa í dag, þá sé enginn grundvöllur, frá fiskifræðilegum sjónarhóli séð, fyrir því að leyfa veiðar á norsk- íslensku síldinni á þessu ári. Fiskveiðilandhelgi Noregs mun að öllum lík- indum verða undir eftirliti gerfihnattar í kringum 1983. Gerfihnattajarðstöð sem staðsett er í Tromsö, hefur nýlega komið sér upp útbúnaði til að taka á móti sendingum frá gerfihnetti sem Bandaríkja- menn fyrirhuga að senda á loft um mitt þetta ár. Gerfihnötturinn verður búinn mjög fullkomnu radarkerfi, sem gerir honum kleift að • fylgjast með skipaferðum úr 900 km hæð, ákvarða átt og styrkleika vinda, fylgjast með hafísreki o.s.frv. Gera Norðmenn sér vonir um að þeir komi til með að spara sér stórfé við gæslu hinnar 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi sinnar með tilkomu þessa hnattar. Þau skip og flugvélar sem hingað til hafa verið notuð við eftirlitsstörf og önnur verkefni landhelgisgæslunnar, verða eftir sem áður nauðsynleg til margvíslegra nota, t.d. getur gerfi- hnötturinn ekki sagt til um hvaða skip eða aðnr hlutir eru á ferð í hverju tilfelli. Aukaaðalfundur Vélstjórafélags íslands var haldinn þann 25. apríl s.l. að beiðni félagsmanna. Auglýst dagskrá fundarins var: 1. Réttarstaða fullmenntaðra vélstjóra. 2. Lögverndun atvinnuheitis og atvinnuréttinda. 3. Önnur mál. Undir fyrsta dagskrárlið kom fram tillaga sem samþykkt var. Efni hennar er, að þeir vélstjórar sem lokið hafa fyllstu menntun frá Vélskóla íslands á hverjum tíma og hafa auk þess lokið sveinsprófi í vélvirkjun eigi rétt á að taka upp starfsheitið vélfrœðingur. Sama rétt eiga þeir sem luku fyllsta námi frá Vélskólanum samkvæmt lögum sem numin voru úr gildi árið 1966. Frummælandi tillögunnar vitnaði í núgildandi lög nr. 67/1966 um vélstjóranám, en þar kemur fram: l.gr. Vélstjóranám skal vera í fjórum stigum, er verði grundvöllur mismunandi atvinnuréttinda: 1. stig. Námskeið á vegum Vélskóla fslands, námstimi 5 mánuðir. 2. stig. E bekkur Vélskólans, námstími 8‘/2 man- uður. 3. stig. II. bekkur Vélskólans, námstími 8/2 mánuður. 4. stig. III. bekkur Vélskólans, námstími ' mánuðir. í dag eru öll stig Vélskólans jafnlöng þ.e- ^1/2 mánuður og því tekur sá hluti vélstjóranáms sern fram fer í Vélskólanum 8'/2 x 4 mánuði. 3. gr. laganna segir: „Sá sem lýkur einhverju stigi vélstjóranáms, a rétt á atvinnuheitinu - vélstjóri -. Sama rétt eiga þeir, sem eftir eldri reglum hafa lokið prófi fra Vélskólanum eða hinu minna eða meira mótor' fræðinámskeiði Fiskifélags Islands." 294 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.