Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1979, Síða 56

Ægir - 01.05.1979, Síða 56
Hinn I. marz bannaði sjávarútvegsráðherra loðnuveiðar á svæði 3 sml. frá landi milli Ingólfshöfða og Skarðsfjöruvita vegna þess að mikillar ýsu varð vart í aflanum. Seinni hluta vikunnar voru nokkur skip komin á vestursvæðið en þá var loðnuganga komin út af Faxaflóa, og fengu þau góðan afla. Löndunarbið var víða og urðu skip að sigla með aflann til Bolunga- víkur og austur allt til Vopnafjarðar. í vikulokin höfðu 60 skip fengið afla og var vikuaflinn samtals 74.237 tonn og var það mesti vikuaflinn til þessa á vertíðinni og heildaraflinn frá vertíðarbyrjun samtals 379.210 tonn. Á sama tíma í fyrra höfðu 73 skip fengið samtals 300.811 tonn. Aflahæsta skipið í vikulokin var m/s Sigurður RE 4, skipstjórar Haraldur Ágústsson og Krist- björn Árnason, með 12.683 tonn. Vikan 4. marz - 10. marz. Mánudaginn 5. marz tilkynnti sjávarútvegs- ráðuneytið að það hefði ákveðið að stöðva loðnu- veiðar fyrir Suðurlandi austan 20° v lgd frá kl. 12 á hádegi hinn 5. marz til kl. 12 á hádegi hinn 8. marz. Loðnuhrygningin er hafin á þessu svæði, og er þetta ákveðið að höfðu samráði við Hafrann- sóknastofnunina, sem hefur lagt til að veiði verði beint úr þessum hluta stofnsins i gönguna út af Faxaflóa. Enginn veiði var þriðjudaginn 6. marz vegna brælu og á miðvikudag var allur flotinn kominn á vestursvæðið (423-424) og þar fengu 32 skip afla samtals 12.740 tonn og allt til vikuloka var nokkuð góð veiði á þessu svæði. Hinn 7. marz tilkynnti sjávarútvegsráðuneytið að ekki yrði aflétt veiði' banninu fyrir Suðurlandi austan 20° v. lgd. og að einungis yrði leyfð veiði úr göngunni út af Faxa- flóa. Á miðnætti 10. marz var vitað um 65 skip er fengið höfðu afla. Vikuaflinn varð samtals 54.436 tonn og heildaraflinn var orðinn samtals 433.650 tonn. Á sama tíma í fyrra höfðu 75 skip fengið 378.479 tonn. Aflahæsta skipið í vikulokin var m/s Sigurður RE 4, skipstjórar Kristbjörn Árnason og Haraldur Ágústsson, með 13.873 tonn. Vikan 11. marz - 18. marz. í byrjun vikunnar gaf sjávarútvegsráðuneytið út reglugerð, þar sem loðnuveiðar voru bannaða/ frá kl. 12. á hádegi sunnudaginn 18. marz. i fréttatilkynningu ráðuneytisins sagði: „Eins og komið hefur fram hefur verið veitt ur tveim aðskildum hrygningargöngum á þessan vertíð. Rann önnur hefðbundna slóð fyrir Aust- fjörðum, Suðaustur- og Suðurlandi. Fyrir viku síðan voru allar veiðar úr þessari göngu stöðvaðar i friðunarskyni, þar sem loðna var þar ýmist hrygn' andi eða komin að hrygningu. Beindust veiðar þá að vesturgöngunni, sem hefur verið talin allsterk- Rétt þykir að stöðva veiðar úr þessari göngu einmg> áður en hrygning hefst að ráði, sem er ætlað aO verði í vikulokin. Með þessum aðdraganda g^sl veiðiskipum nokkur umþóttunartími til þess a haga veiðiferðum sínum m.a. með tilliti til Þ655 að afli nýtist sem bezt. Við þessa ákvörðun er einnig tekið mið af áliti Hafrannsóknastofnunar- 1 4* Bjarni Bjarnason og Filip Þór Höskuldsson skipstjórar a m/s Súlunni EA 300. 308 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.