Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1979, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.1979, Blaðsíða 26
Dr. Þorkell Helgason, dósent: Um hagkvæma sókn í íslenska þorskstofninn Grein þessi er byggð á erindi, er höfundur hélt á ráðstefnu Raunvísinda- stofnunar háskólans um “Reiknilíkön á sviði fiskifræðV', er haldin var í júní 1979. Inngangur. Augljóst er, að það sem fiskstofnarnir gefa af sér, fer mjög eftir þeirri sókn sem beitt er á stofn- ana. Skilningur fer vaxandi á því, að mjög miklu máli getur skipt um heildarafkomu útgerðar og þá þjóðarbúsins, að sóknarmagn sé rétt valið. En hvað ræður þá því, hver er æskileg eða jafnvel besta sókn á hverjum tíma? Þar koma fjölmörg atriði til greina, sem í stórum dráttum má skipta í tvennt: fiskifræðilega og efna- hagslega þætti. Til hinna fiskifræðilegu teljast m.a. stofnstærð og aldurssamsetning stofnsins í upphafi áætlunartímabilsins, náttúrulegt dánarhlutfall og nýliðun eða endurnýjun stofnsins. Áður en efnahagslegu þættirnir eru skilgreindir, þarf fyrst að ákveða hvert skuli vera markmið fisk- veiðistefnunnar. Er ætlunin að ftnna það sóknar- mynstur, sem skilar útgerðarfyrirtækjunum sem mestum arði eða e.t.v. sjómönnunum bestum kjör- um, ellegar á að líta á hagsmuni þjóðarbúsins sem heildar, þ.e.a.s. leita að þeirri sókn sem eykur mestu við þjóðartekjur bæði í veiði og vinnslu? Tekjur og útgjöld í útvegi eru metin á nokkuð mis- munandi vegu eftir því hvert þessara sjónarmiða er helst haft í huga. En hver sem hagstefnan er, þá er vandinn sá að leggja heildarmat á tekjur yfir langan tíma. Fiskstofnum svipar nefnilega til bankainni- stæðna að því leyti, að unnt er að auka ráðstöfunar- fé eigandans (væntanlega þjóðarinnar) í bráð með úttekt, en auðvitað rýrir það afrakstur af innistæð- unni þegar til lengdar lætur. Væri þessi samlíking hárnákvæm, væri væntanlega minni ágreiningur um stjórnun fiskveiða. En málin eru flóknari. Svo að samlíkingunni sé haldið áfram, má segja, að inni- stæðan í formi fisks í sjó sé á breytilegum vöxtum. Þá getur farið svo, að minnsta innistæðan beri hæstu vextina. Það er meginniðurstaða þessarar greinar, að þaú sé þjóðarbúinu í hag að draga verulega úr sókn i þorskstofninn nú strax og stefna að framtíðar- sókn sem sé vart yfir 2/3 af núverandi sókn. Hugsan- legar skekkjur í forsendum fá tæplega raskað þessan niðurstöðu. Þá er í niðurstöðunni einnig tekið nokk- urt tillit til félagslegra sjónarmiða. Hér að framan hefur verið rætt um sókn án þesS að skilgreina hana nánar. í grein þessari er sókn mæld í dánarstuðlum (þ.e. dánarhlutföllum) at völdum fiskveiða. Þessi mælikvarði segir ekkert um það, hvers konar sókn er um að ræða, segir ekkeri um t.d. úthald skuttogara af ákveðinni stærð og gerð. Hann hefur einungis afstæða merkingu. Það þýðir, að það er aðeins hægt að skoða framtíðarsókn í ljósi fortíðar, og þó með vissum fyrirvara. Sé til dæmis komist að þeirri niðurstöðu, að hæfileg sókn eftir 5 ár sé þriðjungi minni en t.d. sóknin 1977, þa mætti væntanlega ná þessari sóknarminnkun með þriðjungs samdrætti alls veiðiúthalds allra skipateg' unda og á öllum miðum, en varla væri það æskileg' asta aðferðin til að draga úr sókninni. Minnkuð sókn myndi breyta samsetningu fiskstofnanna, og sú breyting hefði eflaust breytta útgerð í för með sér- Þetta gildir enn frekar, ef tekið er tillit til mismuU' andi aldursdreifingar báta og togara í fiskveiðiflot3 okkar nú. Grein þessi fjallar því ekki um það, hverO' ig standa ætti að umræddri minnkun sóknar. Til þess þyrfti nákvæmari athuganir. Niðurstöður þær, sem hér hefur verið ýjað að, eru fengnar með reiknilíkani sem höfundur hefur unni^ að nokkur undanfarin misseri. Er þar reynt að draga saman í eina mynd þá grundvallarþætti, líffræðileg3 og efnahagslega, sem hér hefur verið drepið a- Reiknilíkan þetta er í raun fremur einfalt að gefð- Það er kostur fremur fábrotins reiknilíkans, að for* senduþættir eru ekki of margir. Þá er engin ofrauu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.