Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1979, Page 31

Ægir - 01.11.1979, Page 31
Ahrif breyttra forsenda á grunnniðurstöðu !• Stofnstœrð í ársbyrjun 1978 og grunnsókn í viðauka er getið forsendna um stofnstærð og samsetningu hennar í ársbyrjun 1978 að mati Haf- rannsóknastofnunar. Stofnstærðarmat (fyrir 3ja ara fisk og eldri) er gert með svonefndri V.P.-grein- 'ngu (sjá grein dr. Sigfúsar A. Schopka í júlíhefti Ægis 1979). Skekkjur geta hugsanlega verið veru- *egar (sbr. grein dr. Guðmundar Guðmundssonar í sama hefti Ægis). Stofnstærðarmatið 1978 stendur °g fellur með forsendu um fiskveiðidánarstuðla (°g þar með sókn) árið 1978. Röng forsenda um þá s°kn hefur einnig áhrif á grunnviðmiðun sóknar í Wreikningum mínum. En hver má telja skekkjumörk niðurávið á fisk- yeiðidánarstuðlum 1978? Ekki er tiltæk nein óyggj- andi vísbending um það. Með hliðsjón af þeim ^aemum, sem tekin eru i áðurnefndri grein Sigfúsar Á. Schopka verður að telja afarósennilegt að réttir dánarstuðlar séu meira en svo sem 20% undir því sem talið er í grunnforsendum. Ferlar 1 á mynd 4 sýna frávik frá grunnniðurstöðu se miðað við 20% lægri fiskveiðidánarstuðla en þar °g stofnstærð í ársbyrjun 1978 endurskoðuð í sam- r®mi við það. Siöóra (iikur og tldri - Þúiund lonn. "* ' *”*■ ^"0S|o óro liikur (ácetlud itcerd örgongi þremur órum ellir hrygningu). • Millj. lilka. HtlMllDlP Alþ,ódohalrr.nnióknoród.<J (I C í S) og Mnlronnióknoilolnun. 2. Nýliðun Það er alkunna, að nýliðun fiskstofna er mjög sveiflukennd og koma þar við sögu fjölmörg atriði sem flest liggja utan marka útreikninga sem þessara. Á mynd 6 er sýnd nýliðun í íslenska þorskstofninum um 20 ára skeið. Jafnframt er sýndur hrygningar- stofn á hveijum tíma. Meðalnýliðun þetta tímabil er um 220 millj. fiska. í grunnforsendum er miðað við, að nýliðun verði þessi meðaltala á ári hverju. Þetta er að sjálfsögðu einföldun á raunveruleikanum, því að auðvitað verður nýliðun líka sveiflukennd í fram- tíðinni. Núverandi fiskifræðileg þekking gerir þó ekki kleift að spá um þessar sveiflur. En unnt er að líkja eftir slíkum sveiflugangi og kanna áhrifin á matið á hagkvæmustu sókn. Að þessu verður vikið síðar í greininni. Eins og áður sagði telja margir fiskifræðingar ný- liðun þorsksins vera í hættu sakir lítils hrygingar- stofns. Hefur verið kastað fram þeirri tilgátu, að meðalnýliðun fískstofna geti verið háð hrygningar- stofnstærð. Á allstóru bili hrygningarstofns sé meðal nýliðunin í hámarki og þá lítt eða ekki háð hrygn- ingarstofnstærð. Sé stofninn minni, minnki nýlið- unin allört að núlli. Fari hrygningarstofninn á hinn bóginn yfir áðurgreind mörk geti einnig dregið nokkuð úr nýliðun m.a. vegna fæðuskorts eða af- ráns (áts) hins stóra stofns á ungviði sínu. Ég hefi leyft mér að prófa slíka nýliðunarforsendu, enda þótt grípa verði stærðir í því sambandi úr lausu lofti. Hef ég þó valið þær þannig að áðumefndur beygur fiskifræðinganna sé færður í tölur. Þannig er gert ráð fyrir því að hrygningarstofn þorsks þurfi að Myrd 7- Muifatlsleyír fLslrveuiidánarstudtor ÆGIR — 659

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.