Ægir - 01.11.1979, Side 55
Rafkerfi er 3x220 V riðstraumur, enjafnframt er í
skipinu jafnstraumskerfi vegna lögboðinnar
neyðarlýsingar og talstöðvar. Einnig er í skipinu
búnaður til landtengingar við 3x220 V riðstraum.
1 il að hita upp vistarverur er vatnsmiðstöð, sem
f*r varma frá olíukyntri eldavél í íbúðarrými. Til
upphitunar á neyzluvatni er rafknúinn hitakútur frá
Ignis, 30 1, með 1200 W hitaelimenti.
Til lestarkælingar er ein kælivél frá Bitzer, gerð
6L, afköst 1860 kcal/klst. Kælivélin er knúin af 1.5
ha rafmótor og er henni komið fyrir í aðgerðarrými,
kælimiðill er Freon 12.
Aðgerðarrými og fiskilest:
Vökvaknúin fiskilúga er framan við skutrennu,
sem veitir aðgang að fiskimóttöku. Framan við
fiskimóttöku er aðgerðarborð, og við hliðina á því
slógrör með vatnsþéttu loki. Slógrörið liggur
niður úr siðu skipsins b.b.-megin. Aðgerðarrýmið
er einangrað með 75 mm gosull og klætt með
vatnsþéttum krossviði. Milli aðgerðarrýmis og
fiskilestar er vatnsþétt hurð.
Fiskilest er einangruð með polyurethan og klædd
með þriggja mm stálplötum. Fyrirkomulag
lestarinnar er miðað við notkun fiskkassa. í lofti
lestarinnar eru kælispíralar og er miðað við að hægt
sé að halda 0°C við 15°C útilofthita.
Vindubúnaður, losunarbúnaður:
Vindur skipsins eru vökvaknúnar (háþrýstikerfi)
frá vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar hf.
Sitt hvoru megin á þilfari, rétt fyrir framan toggálga,
eru togvindur skipsins. Þær eru splittvindur, hvor
með eina tromlu (250 mm0x 950 mm0x 500 mm) og
sjálfvirku vírastýri, knúnar með vökvamótor frá
Hágglund, gerð B 2165. Togátak á miðja tromlu
(600 mm0) er 4.3 tonn, og tilsvarandi dráttarhraði
1 1 1 m/mín. Rétt aftan við b.b.-togvindu er
hjálparvinda með einni útkúplanlegri tromlu (223
mm0x 403 mm0x 110 mm), kopp og bremsubandi.
Vindan er til pokalosunar o.fl. Á milli stýrishúss og
lestarlúgu er vörpuvinda (280 mm0x 411 mm0x
1520 mm0x 1570 mm). Vindan er knúin með
vökvamótor frá Staffa, gerð 125. Togátak á miðja
tromlu (965 mm0 ) er 1.24 tonn og tilsvarandi
dráttarhraði 61 m/mín.
Á losunarbómu eru tvær vindur, löndunarvinda,
togátak 1 tonn, og bómuvinda, togátak 0.5 tonn.
Togvindum og vörpuvindu er hægt að stjórna
bæði í brú og við vindurnar. Hjálparvindu er
stjórnað við vinduna, en vindum á bómu er stjórnað
frá þilfari.
Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.:
Ratsjá: JRC, JMA 510, 64 sm.
Seguláttaviti: Lilley & Gillie, spegiláttaviti í þaki.
Sjálfstýring: Wagner, MK 4.
Vegmælir: Electro Magnetic EMY.
Loran: Micrologic ML-220.
Dýptarmælir: JRC, NJA 840 með fisksjá og
tveim botnspeglum.
Asdik: Wesmar 230.
Talstöð: Dancom RT 101, 200W SSB.
Örbylgjustöð: Dancom RT 408, 25W.
Sjóhitamælir: Örtölvutækni.
Auk ofangreindra tækja má nefna vörð frá Baldri
Bjarnasyni, og örbylgjuleitara frá Regency. Af
öryggis- og björgunarbúnaði má nefna einn 8
manna gúmmíbjörgunarbát frá RFD, neyðartal-
stöð frá Callbuoy og Simrad neyðarbauju.
ÆGIR — 683