Ægir - 01.05.1980, Page 39
Langhali, hæfur til frystingar:
Hvert kg ..............................kr. 78.00
Hrogn:
L flokkur, pr. kg ....................kr. 364.00
2- flokkur, pr. kg .................... - 177.00
Skarkoli, hæfur til frystingar:
Hvert kg ..............................kr. 86.00
Kassafiskur:
Þegar slægður fiskur eða óslægður karfi er ísaður
1 kassa í veiðiskipi og fullnægir gæðum í 1. flokki,
greiðist 12% hærra verð en að framan greinir, enda
sé ekki meira en 60 kg af fiski ísað í 90 lítra kassa,
45 kg í 70 lítra kassa og tilsvarandi fyrir aðrar
stærðir af kössum. Eigi skal greiða hærra verð
(kassabætur) fyrir þann hluta af afla veiðiskips,
sem er í kössum, sem reynast innihalda meira en
Llskilda hámarksþyngd samkvæmt sýnatöku.
Línufiskur:
Fyrir slægðan og óslægðan þors, ýsu, steinbít,
löngu, keilu og grálúðu, sem veitt er á línu og full-
nægir gæðum í 1. flokki, greiðist 10% hærra verð en
framan greinir. Sé framangreindur línufiskur
isaður í kassa í veiðiskipi greiðist 14% álag í stað
10%.
Ferskfiskmat:
Um mat á fiski fer samkvæmt reglugerð nr. 55
20. mars 1970 um eftirlit og mat á ferskum
fiski o.fl., eða reglum, sem kunna að verða settar
síðar.
^erðuppbót á karfa:
Með vísun til ákvæða laga um Aflatrygginga-
sJóð samþykkt á Alþingi 24. janúar 1980, skal greiða
25% uppbót á framangreint verð á karfa allt verð-
tjmabilið að meðtöldum uppbótum á kassafisk og
l'nufisk. Uppbót þessi greiðist úr verðjöfnunar-
deild Aflatryggingasjóðs og annast Fiskifélag
Islands greiðslurnar til útgerðaraðila eftir reglum
Sem sjávarútvegsráðuneytið setur.
^nnur ákvæði:
Við stærðarákvörðun skal mæla eftir miðlínu
fisks frá trjónu um sýlingu á sporðblöðkuenda.
öll verð miðast við að fiskur sé veginn íslaus
°8 seljendur afhendi fiskinn aðgreindan eftir teg-
undum á flutningstæki við skipshlið.
Á það skal bent, að æskilegt er að áhafnir veiði-
skipa flokki sjálfar aflann eftir stærð áður en hann
er afhentur til vinnslu verði slíkri vinnutilhögun
við komið.
Reykjavík 11. apríl 1980.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Verð á kolmunna og spærlingi til bræðslu.
Tilkynning nr. 10/1980.
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur
ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á kolmunna og
spærling til bræðslu frá byrjun vorvertíðar 1980
til 31. ágúst 1980:
Hvert kg .............................kr. 12.50
Verðið er uppsegjanlegt frá og með 1. júní og
síðar með viku fyrirvara.
Verðið er miðað við 3% fituinnihald og 19%
fitufrítt þurrefni.
Verðið breytist um kr. 1.30 til hækkunar fyrir
hvert 1%, sem fituinnihald hækkar frá viðmiðun
og hlutfallslega fyrir hvert 0,1%. Verðið breytist
um kr. 1.70 til hækkunar eða lækkunarfyrir hvert
1%, sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og
hlutfallslega fyrir hvert 0,1%. Auk verðsins, sem
að framan greinir, skal lögum samkvæmt greiða
fyrir spærling og kolmunna 2,5% olíugjald og 10%
gjald til stofnfjársjóðs fiskiskipa, sem ekki kemurtil
skipta. Verksmiðjunum ber þannig á grundvelli
þessarar verðákvörðunar að greiða til veiðiskipa
eftirfarandi heildarver.
Heildarverð til útgerðar að meðtöldu olíugjaldi og
stofnfjársjóðsgjaldi:
1. Fyrir hvert kg af spærlingi og kol-
kolmunna miðað við 3% fituinni-
hald og 19% fitufrítt þurrefni .... 14.06
2. Viðbót fyrir frávik um 1% að fitu-
innihaldi frá viðmiðun sbr. hér að
framan ............................ ( 46
3. Viðbót eða frádráttur fyrir frávik
um 1% að þurrefnisinnihaldi frá við-
miðun sbr. hér að framan ............. 1.91
Fituinnihald og fitufrítt þurrefnismagn hvers
kolmunna- og spærlingsfarms skal ákveðið af
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins eftir sýnum, sem
tekin skulu sameiginlega af fulltrúa veiðiskips og
ÆGIR — 279