Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1980, Page 40

Ægir - 01.05.1980, Page 40
fulltrúa verksmiðju, eftir nánari fyrirmælum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Sýni skulu inn- sigluð af fulltrúa veiðiskips með innsigli viðkom- andi skips. Verðið er miðað við að seljendur skili kol- munna og spærling á flutningstæki við hlið veiði- skips eða í löndunartæki verksmiðju. Ekki er heimilt að nota aðra dælu en þurrdælu eða blanda vatni eða sjó í hráefni við löndun. Verðuppbætur: Með vísun til laga nr. 4 frá 1. febrúar 1980 skal greiða uppbót á framangreind verð er nemi kr. 3.40 á hvert kg spærlings og kr. 8.40 á hvert kg kolmunna allt verðtímabilið. Uppbót þessi greið- ist úr verðjöfnunardeild Aflatryggingasjóðs og annast Fiskifélag íslands greiðslurnar til útgerðar- aðila eftir reglum, sem Sjávarútvegsráðuneytið setur. Reykjavík, 11. apríl 1980. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Verð á hörpudiski Tilkynning nr. 11/1980 Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftir- farandi á hörpudiski frá 1. mars til 31. maí 1980: Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi: a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg .... kr. 100.00 b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg ... - 82.00 Verðið er miðað við að seljendur skili hörpu- diski á flutningstæki við hlið veiðiskips og skal hörpuduskurinn veginn á bílvog af löggiltum vigtarmanni á vinnslustað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslustað. Reykjavík, 11. apríl 1980. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Verð á rækju Tilkynning nr. 12/1980. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftir- farandi lágmarksverð á rækju frá 1. mars til 31. maí 1980: Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi: a) 160 stk og færri í kg, hvert kg ... kr. 463.00 b) 161 til 180 stk. í kg, hvert kg .... - 400.00 c) 181 til 200 stk. í kg, hvert kg .... - 371.00 d) 201 til 220 stk. í kg, hvert kg .... - 332.00 e) 221 til 240 stk. í kg, hvert kg .... - 290.00 0 241 til 260 stk. í kg, hvert kg .... - 263.00 g) 261 til 280 stk. í kg, hvert kg .... - 239.00 h) 281 til 300 stk. í kg, hvert kg .... - 222.00 i) 301 til 340 stk. í kg, hvert kg .... - 203.00 Verðflokkun byggist á talningu Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða eða trúnaðarmanns, sem til- nefndur er sameiginlega af kaupanda og seljanda. Verðið er miðað við að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 11. apríl 1980. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Verð á frystri loðnu til beitu Verð á frystri loðnu til beitu hefur verið ákveðið sem hér segir: Loðna fryst á vetrarvertíð 1980, kr. 135, - á hvert kg. Verðið er miðað við að beitan sé fryst í öskjum og afhent á bíl eða við skipshlið. Jafnframt er heimilt að hækka beituna um kr. 11.65 á kg. á mánuði til að mæta geymslu- og vaxtakostnaði og kemur fyrsta hækkun til fram- kvæmda 1. apríl 1980. Reykjavík, 9. apríl 1980. Beitunefnd. 280 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.