Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1981, Side 19

Ægir - 01.01.1981, Side 19
austur. Aðalblokkamarkaðurinn er þó ótvírætt vestanhafs, en eftirspurn hefur aukist í Evrópu á þessu ári (1980) og blokkasölur þangað eru tals- verðar í ár. ríkjanna eru háðar samningum. Þá ber þess að geta að stundum er mikið af fiski í skipum sem eru að hlaða á ströndinni, en ekki skráð sem útflutn- ingur fyrr en skipin eru farin frá landinu. Frysting þorskafurða Skipíing eftir heistu pakkningum. Sölttmiðstöð hraðfrystihúsanna. 1/1-31/10 1975 1976 1977 1978 1979 1980 % % % % % % Heilfryst 6 3 2 1 0 0 Flök fyrir Vestur-Evrópu 1 2 9 17 11 14 Flök fyrir Bandarikin 59 58 45 52 58 52 Blokk (flakablokk, þunnildablokk, marningur) 34 37 44 30 31 34 Samtals 100 100 100 100 100 100 Samtals - tonn 30.200 33.300 41.400 45.600 46.400 40.700 Meðfylgjandi tafla sýnir, að árið 1975 var 1% af Þorskfrystingu S.H. unnin sem flök fyrir Vestur- Evrópu, langmest Bretland. Veruleg aukning varð 1?77 og 1978. Frysting á þennan markað er eins og áður sagði ákaflega sveiflugjörn og þirgðastaðan ðreytileg. Athyglisvert er að meir en helmingur eru flök unnin á Bandaríkjamarkað, en þær pakkning- ar eru verðmestar. Þegar tölur yfir blokkafrystingu eru skoðaðar ber að hafa í huga að um 15% eru Þunnildi og marningur, sem óhjákvæmilega koma með i vinnslu. Útflutningur S.H. miðað við októberlok 1979 °g 1980 var þannig eftir löndum: 1/1-31/10 1/1-31/10 Vtflutningur 1980 1979 tonn tonn Bretland . 11.500 11.300 Belgía . . 1.500 1.200 Hakkland . 2.400 900 Vestur-Þýskaland 5.700 1.500 Ráðstjórnarríkin 14.800 7.800 Bandaríkin 46.800 50.700 Japan .. 1.800 9.500 Onnur lönd . 1.800 1.400 Samtals 86.300 84.300 Loðnufrysting var lítil 1980 og stafar minnkunin á Japan af því. Ofangreind tafla sýnir að Bretland er svipað þæði árin, en annars er aukning til allra hefðbundinna Evrópulanda. Aukni'ngin í Frakk- landi stafar að hluía til af verkfallsaðgerðum transkra sjómanna, þeir hafa m.a. lokað höfnum °g dregið úr veiði. Sala til Vestur-Þýskalands hefur ankist eins og sjá má. Afskipanir til Ráðstjórnar- Að lokum mun ég ræða lítið eitt um þann þátt markaðsmála sem snýr að bragðgæðum fiskafurða og tengsl við hráefniskaup. Gæðamál voru nokkuð til umræðu hér á þinginu í gær. í flestum löndum Evrópu er fiskur keyptur á uppþoðsmarkaði, undantekning er ísland, Færeyjar og Noregur, þar sem fiskur er keyptur á fyrirfram ákveðnu verði. Hér er fiskvinnslan því hráefnisstýrð. Fiskverk- endur hér verða að taka við mismunandi miklum afla og verka innan takmarkaðs tíma í mismunandi verðmætar afurðir, sem ráðast af afla viðskipta- báta. Þegar illa aflast, hættir skipum til að vera lengi úti, kannski toga of lengi í einu, og kemur það stundum niður á gæðum. Fiskvinnslan hefur að vísu ýmsar leiðir til þess að bjarga miklum afla, t.d. má gera allt í senn að hengja upp í skreið, salta og frysta, en æskilegustu markaðssjónarmiðin geta ekki alltaf ráðið vali á verkun. Það verður þá að grípa til fljótvirkustu verkunarinnar án tillits til arðsemis eða verðmætasköpunar, stundum án þess að hafa nokkra örugga sölu. Þegar talað er um gæði og markað er líka rétt að hafa í huga að ekki er aðeins verið að tala um það hvort fiskurinn sé farinn að skemmast eða hvort hroðvirknislega sé unnið. Innri gæði fisksins eru líka mikilvæg, breytileg og árstíðabundin. Það er þessvegna oft mjög mikilvægt að vinna fisk á heppilegum árstima. Þetta á við nær allar fiskteg- undir, afurðirnar eru mismunandi verðmætar eftir holdafari fisksins. Sumar fisktegundir hafa t.d. fitu í búk, eins og t.d. síld og loðna. Afurðaverð- mæti er þá nátengt fituinnihaldi. Það er hins vegar ekki jafn ljóst að grálúða er í mjög slæmum hold- um og rýr fyrst eftir hrygningu. Þá leitar hún upp á ÆGIR — 7

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.