Ægir - 01.01.1982, Page 14
40. Fiskiþing: Framsöguerindi og ályktanir
Marteinn Friðriksson:
Lánamál og afkoma sjávar-
útvegsins.
Ég verð, eins og fleiri
framsögumenn að biðj-
ast afsökunar á því, að
hafa ekki getað gefið mér
tíma til nægilegs undir-
búnings eða gagnasöfn-
unar.
Samþykktir fjórðungs-
sambanda og fiskideilda,
sem fyrir liggja eru eftir-
farandi:
Austfirðingar nr. 7.
„Fjórðungsþing fiskideilda Austfjarða haldið á
Reyðarfirði 18. og 19. sept. 1981 mótmælir þeim
áróðri, sem uppi er hafður um að sjávarútvegurinn
njóti betri lánakjara og annarra friðinda en aðrir
atvinnuvegir landsmanna. Sjávarútvegurinn þarf
að selja allar sinar afurðir erlendis í samkeppni við
aðrar þjóðir, sem styrkja leynt og ljóst sinn sjávar-
útveg af opinberu fé. Bendir þingið á þann mikla
vanda, sem nú blasir við rekstri frystihúsanna í
landinu, þar sem vitað er að þau eru rekin með
verulegu tapi. Telur þingið að óhjákvæmilegt sé að
gera frystihúsunum kleift að starfa án taps, því
annars er hætt við rekstrarstöðvun.“
Sunnlendingar nr. 5 — „Fjórðungsþing Sunn-
lendinga skorar á Fiskiþing að taka til umfjöllunar
vaxandi tilhneigingu stjórnvalda til þess að færa
fjármuni á milli einstakra greina sjávarútvegsins.
Þingið mótmælir harðlega hverskonar millifærsl-
um og mismunun milli greina.“
Sunnlendingar nr. 6— „Fjórðungsþing Sunnlend-
inga varar við því að sívaxandi fjármagnskostnað-
ur er að sliga atvinnuvegi þjóðarinnar og að nauð-
syn beri til að endurskoða lántökukostnað, stimp-
ilgjöld, svo og kjör afurða- og reksturslána til at-
vinnuveganna. Verði ekkert að gert, mun það leiða
til stöðvunar fleiri fyrirtækja en nú þegar er
orðið.“
Vestmannaeyingar nr. 2. — „Fiskideild Vest-
mannaeyja telur að sú afkoma, sem sjávarútvegur-
inn þarf að búa við sé algjörlega óviðunandi og sú
staða kemur alltof oft upp, að hagsmunaaðilar
berast á banaspjótum við skiptingu á því, sem fæst
fyrir afurðir, er aðrir aðilar eru búnir að taka sitt á
þurru. Fiskideildin bendir á, að þessir sífelldu fjár-
hagserfiðleikar, sem eru fyrir hendir í sjávarútveg-
inum og þetta erfiðleikabasl hlýtur að þreyta alla,
sem við þetta fást. Fiskideildin telur að þeir aðilar,
sem fást við sjávarútveg þurfi sem flestir að snúa
bökum saman, en lenda ekki alltaf í innbyrðis deil-
um um hvernig skuli haga tekjuskiptingu sjávarút-
vegsins.“
Vestmannaeyingar nr. 4. — „Fiskideild Vest-
mannaeyja vill ítreka ályktun sem samþykkt var á
síðasta aðalfundi deildarinnar um að sjóðir sjávar-
útvegsins verði ávaxtaðir í viðskiptabönkum sjáv-
arútvegsins. Deildin skorar á Fiskiþing að taka mál
þetta fyrir og afgreiða það, því að allir geta orðið
sammála um það. Það má benda á að sjóðir annarra
atvinnugreina eru ávaxtaðir í viðskiptabönkum
viðkomandi greina.“
Vestmannaeyingar nr. 8. — „Lánamöguleikar til
þess að láta byggja skip og til viðhalds og breytinga
eru fastmótaðir. Þó þykir okkur þeir í sumum til-
vikum einkennilegir og minnum á að t.d. í sam-
bandi við vélaskipti í skipi er lánaður ákveðinn
hundraðshluti af vélarverðinu, en ekkert til þess að
koma vélinni í skipið og er það þó oft helmingur
kostnaðar við framkvæmdina. Þá teljum við að
lánakjör sjávarútvegsins séu óeðlileg nú og bend-
um á í því sambandi rekstrarafkomu aðal lána-
stofnunar sjávarútvegsins Fiskveiðasjóð íslands.
Þar er malað gull vegna lánakjaranna. Þá teljum
við óeðlilegt að Fiskveiðasjóður íslands skuli
krefjast fasteignaveðs til tryggingar lána til skipa
sem eldri eru en 15 ára, jafnvel þótt þau séu í fullri
tryggingu. Teljum við eðlilegt að veðbókarvottorð
skeri úr um lánshæfni.“
Þessar samþykktir eru hér með lagðar fram til
athugunar fyrir þá starfsnefnd þingsins, sem máli
þessu verður visað til. Þá vil ég fara nokkrum orð-
um um lánskjör í Fiskveiðasjóði íslands.
Eins og þingfulltrúum er kunnugt er tvenns-
2 — ÆGIR