Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 60
geta stundað sjó urðu menn að
bera bátana á bakinu upp og
ofan brattan sjávarkamb við
hvern róður. Og sagan af bygg-
ingu Brjótsins er á margan hátt
dæmigerð fyrir þá baráttu, sem
víða hefur orðið að heyja til þess
að byggð héldist við og gæti
vaxið og eflst á eðlilegan hátt.
Útgerðarsaga Einars Guð-
finnssonar er orðin ærið löng og
þegar ókunnugir líta yfir hina
miklu starfsemi fyrirtækja þeirra
feðga gætu þeir ætlað, að allt
hefði þetta gengið snurðulaust
fyrir sig, verið samfelld gróða-
saga. Við lestur bókarinnar
kemur annað í ljós. Framan af
átti Einar mjög á brattann að
sækja og allt fram um 1940
virðist hann fyrst og fremst hafa
bjargast á bjartsýninni og
kjarkinum. Á kreppuárunum
byggði hann nýja og stærri báta
þegar aðrir gáfust upp og það
kom honum vei þegar betur
áraði. Og þá var hann aldrei
seinn að grípa tækifærin er þau
buðust, en jók útgerðina ár frá
ári, lét smíða ný skip, reisti
frystihús, síldarverksmiðju og
svo koll af kolli. Þessi þáttur
Einarssögu er einkar athyglis-
verður frá sjónarhóli íslenskrar
útgerðar- og atvinnusögu. Einar
hefur gert út til veiða með
flestum þeim veiðarfærum, sem
notuð hafa verið hér við land,
hann hefur gert út til veiða á
flestum fisktegundum, sem hér
hafa verið veiddar, hann hefur
gert út flestar tegundir skipa til
veiða og hann hefur hagnýtt sér
flestar, ef ekki allar aðferðir við
vinnslu og nýtingu afla.
Útgerðarsaga Einars er þannig
íslensk útgerðarsaga í hnotskurn
og þeim mun lærdómsríkari sem
hann hefur lengstum verið í
fararbroddi um ýmsar nýjungar.
Rekstur umsvifamikils útgerð-
ar- og verslunarfyrirtækis mundi
flestum mönnum ærið starf og
það þótt þeir gengju ekki til allra
verka, eins og Einar hefur gert.
Allt um það hefur maðurinn þó
sinnt mikið ýmsum störfum í
þágu byggðarlagsins sem og í
þágu sjávarútvegsins almennt.
Saga Einars Guðfinnssonar er
lærdómsrík. Hún er saga manns,
sem byrjaði ævistarf sitt með
tvær hendur tómar, en hefur
hafist til virðingar af einum
saman dugnaði og ósérhlífni.
Hann hefur notað hverja stund
sem gafst til vinnu og aldrei hik-
að við að ganga að þeim verkum,
sem vinna þurfti hverju sinni.
Bolungarvík var það mikið happ
er Einar Guðfinnsson fluttist
þangað. Hann hefur skilið það,
sem kannski alltof fáir atvinnu-
rekendur hafa skilið, að hagur
hans og byggðarlagsins fór sam-
an. Þess vegna hefur Bolungar-
vík breyst úr litlu sjávarþorpi í
blómlegan bæ á sama tíma sem
útgerð Einars hefur vaxið úr ein-
um árabáti í eitt stærsta útgerð-
arfyrirtæki landsins.
Bókargerðin
Skrásetjari Einarssögu, Ásgeir
Jakobsson, er Bolvíkingur og
þekkir því vel til sögusviðsins.
Honum hefur tekist vel við
samningu bókarinnar, lýsir öll-
um aðstæðum af þekkingu og
skilningi og tekst jafnframt að
draga upp góða mynd af sögu-
persónunni. Víða fléttar Ásgeir
inn í frásögnina köflum, þar sem
saga Einars er sett í víðara sam-
hengi og er að því mikill fengur.
Allt um það fær þó frásögn
Einars að njóta sín til fulls og
þótt undirritaður þekki ekki
sögumanninn virðist sem málfar
hans og frásagnarmáti komi vel
fram í sögunni.
Góðir kaflar, en helsti stuttir
eru af sonum Einars og dætrum,
en þau eiga ekki lítinn þátt í við-
gangi fyrirtækjanna á síðari
árum. Aftur á móti er ágætur
kaflinn í bókarlok um eiginkonu
Einars, Elísabetu Hjaltadóttur.
Þar kemur skýrt fram, hve mikið
starf hún hefur unnið um dagana
þótt ekki færi alltaf í hámæli.
Ekki sé ég ástæðu til þess að
fara að agnúast hér útaf smá-
atriðum sem betur mættu fara,
prentvillum og öðru slíku. Eini
galli bókarinnar er sá að hún er
of stutt, maður vildi fá að vita
miklu meira um Einar Guðfinns-
48 — ÆGIR