Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 15
konar viðmiðun hjá Fiskveiðasjóði íslands varð-
andi verðtryggingu lána. Lánskjaravísitala
svokölluð er byggð upp að tveim þriðju hlutum af
framfærsluvísitölu og að einum þriðja hluta af
byggingarvísitölu. 1. júní 1979 var þessi vísitala
100 — Þá þyrjaði þessi reikningur. 1. jan 1980 var
v'sitalan orðin 135 stig 1/1. 1981 var hún 206 stig
°g nú 1/11. s.l. var hún 282 stig.
Hin viðmiðunin er svonefnd RFÍ lán, það er
re'knitala erlends gjaldeyris, og birt með gengis-
skráningu í Seðlabankanum dag hvern.
Raunar er rétt að minna einnig á þriðja formið,
en þar er um að ræða erlend lán, hingað til öll í
dollurum, svo kölluð LIBOR lán, sem tekin eru til
Urn 7 ára á erlendum lánamarkaði og mynda af-
leidd lán hjá sjóðnum, þannig að hraðari greiðsla
beirra lána heldur en venjulegra Fiskveiðasjóðs-
lána veldur því að hluti afborgana hækkar RFÍ lán
aðila hjá sjóðnum.
Ég ætla að freista þess að kynna nokkur tilbúin
^æmi um þessi lán:
'• *-án tekið 1/1. 1980 kr. 10.000.000.— með RFÍ kjörum og
11% vöxtum, engar afborganir gjaldfelldar en vextir áfalln-
>r greiddir á réttum gjalddögum 1/5. og 1/11.
Vaxtagjöld allt árið kr. 1.434.961,28
Hækkun höfuðstóls 5.017.132.70
kr. 6.452.093,98
Fjármagnskostnaður á árinu 64,52%
2- Lán tekið 1/1. 1980 kr. 10.000.000.— með lánskjara-
vísitölu, og 4% vöxtum. Engar afborganir og greiðsla
á réttum gjalddögum, hinn 1/5. og 1/11, þ.e. vextirnir, sem
há eru áfallnir.
Vaxtagjöld allt árið kr.530.996.—
Hækkun höfuðstóls lánsins 4.592.593.—
kr. 5.123.589.—
Fjármagnskostnaður 51,24%
Við áframhaldsreikning þessara tveggja dæma
J^l miðað við 1/11. — við vitum ekki um gengis-
Próun allt árið — væri fjármagnskostnaður RFÍ
ansins miðað við greiðslu vaxta og afborgana á
gjalddaga 13,21% + gengisfellingaratriði í gær, en
anskjaravisitölulánið kostar á sama tíma með
s°mu forsendum 43,15%.
3' dætni: Frystihúslán 20 millj. með lánskjaravísitölu til 15 ára
°g 4% vöxtum án afborgunar 1980 en með afborgunum á
árinu 1981 1/5 og 1/11. Greiðslubyrðin þessi tvö ár væri 5,9
og höfuðstóllinn eftir greiðslu afborgunar 1/11. 37,6
mlllj. Þetta sýnir að vextir og verðhækkun lánsins er á tveim
árum orðin hærri upphæð en lánið upphaflega, tæpum
tveim árum fyrr. Hægt væri að sýna enn verri útkomu þess-
ara dæma með því að reikna dráttarvexti á áfallna vexti og
afborganir, sem algengast er að ekki séu greidd á gjalddaga.
4. dæmi: Samskonar dæmi reiknað af sömu upphæð sem RFÍ
lán og afleitt lán af erlendu láni með LIBOR. Greiðslubyrði
8,5 millj. höfuðstóll 35,8 millj. eða 44,3 á móti 41,5 í fyrra
dæminu.
Ég tel ekki þörf á að fjalla hér sérstaklega um
lán Byggðasjóðs, þau hafa verið óverðtryggð, en
upphafið aðeins lítil viðbótarprósenta við þann
grunn, sem Fiskveiðasjóður hefur lagt til grund-
vallar. Ég vil hinsvegar minnast á afurðalánin og
reynsluna af þeim eftir 1/1. 1979 eða eftir að þau
voru miðuð við US $.
Þegar 52% afurðaverðs urðu sjálfkrafa að doll-
arskuldum fyrirtækja þurfti gengisfelling eða
gengissig að verða ríflega tvöfalt meira en annars
hefði orðið. Þetta hefur því verið greinilega verð-
bólguhvetjandi í þjóðfélaginu. Kröfuharka í þá átt
að auka kostnað við framleiðsluna hefur komið
þeim vítahring í stöðugan snúning og tilraunir
stjórnvalda nú til þess að grípa ekki til gengisfell-
inga kemur óhjákvæmilega fram sem óbærilegt
reksturstap útflutningsgreinanna. Ég hef ekki
alveg nákvæma tölu um meðaltalskostnað á öllum
afurðalánum frá því að þetta skipulag var tekið
upp en hef fyrir satt að það svari til rúmlega 38,5%
vaxta að meðaltali yfir allt tímabilið. Á ýmsum
tímum var þetta lægra en aftur miklu hærra á öðr-
um tímum, svo að misskipting milli landshluta og
tímabila hefur verið mjög mikil, án þess að menn
hafi gert sér grein fyrir, allt eftir framleiðslugrein-
um, birgðahaldstíma og magni.
Nú er ákveðið að breyta þessum lánum aftur í ísl.
krónur með 29% vöxtum — en það er að sjálf-
sögðu ekki sama hvernig á verður haldið við skipt-
in og eftir er að taka breytt skipulag inn í útreikn-
inga um afkomu greinanna.
Menn hafa heyrt margvislegar útgáfur af frétt-
um um ofsagróða bankakerfisins vegna þess vaxta-
mismunar, sem atvinnulífið hefur verið krafið um
umfram greiðslur til innstæðueigenda. Ég skildi
samþykkt bankaráðs Seðlabankans svo, sem ég
heyrði óljóst sagt frá í útvarpi í fyrradag, að þeir
teldu þar aðeins um að ræða eðlilega uppfærslu á
eiginfé bankans og greiðendurnir ættu þar ekkert
að fá til baka. Ég beini því til þeirrar nefndar sem
þetta mál fær, að fá nánari upplýsingar og gera
þetta mál ályktunarhæft á Fiskiþingi. Núllstefnu
ÆGIR — 3