Ægir - 01.01.1982, Page 19
árinu 1981 yrðu takmarkaðar við um 650 þúsund
tonn, sem skiptist þannig:
Þorskur þiís. tonn
1. 2. 400
Ýsa 50
3. Ufsi 60
4. Karfi 65
5. Grálúða 15
6. Skarkoli 10
7. Lúða 2
8. Steinbítur 13
9. Spærlingur 12
10. Hrognkelsi 10
11. Langa 5
12. Blálanga 5
n. Keila 3 Samtals 650
\ Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1981 var gert ráð
ynr aó þorskveiðarnar og veiði annarra botn-
æ§ra fisktegunda yrðu takmarkaðar í samræmi
v’ð. f'llögur Hafrannsóknastofnunar.
I ræðu sinni á siðasta Fiskiþingi kynnti ráðherra
Pær leiðir, sem hann myndi fara til að stjórna
otnfiskveiðunum, sérstaklega þorskveiðunum, á
þessu
an. Þær reglur voru í aðalatriðum þannig:
• Ákveðið var að leyfa 400 þús. tonna veiði úr
þorskstofninum, sem skipt yrði jafnt milli tog-
ara og báta. Síðar var ákveðið að hækka þetta
aflamark, þegar loðnuskipunum voru heimilað-
ar þorskveiðar.
Árinu var skipt í þrjú fjögurra mánaða tímabil
°g sett viðmiðunarmörk fyrir hvert tímabil.
Þetta var gert með það i huga að draga úr afla
Á'rri hluta ársins og þar af leiðandi óeðlilegri
ó'rgðasöfnun fiskvinnslunnar, m.ö.o. að sam-
eina betur veiðar og vinnslu.
^orskveiðar báta voru bannaðar um páska,
verzlunarmannahelgi og jól og netaveiðar tak-
markaðar sérstaklega.
Skuttogurum voru bannaðar þorskveiðar í 150
óaga:
1 45 daga á 1. veiðitímabili, þar af 20 daga í
janúar/febrúar.
\ 65 daga á 2. veiðitímabili, þar af 40 daga í
júlí/ágúst.
> 40 daga á 3. veiðitímabili.
5- Til þess að örva sókn í aðra fiskstofna en þorsk-
st°fninn, hafa verið greiddar sérstakar bætur úr
Aflajöfnunardeild Aflatryggingarsjóðs.
Hver er svo árangurinn? Hvernig hefir tekizt að
nálgast þau markmið, sem sett voru um síðustu
áramót? Það er mín skoðun, að eftir atvikum hafi
tekizt allvel að samræma afrakstursgetu hvers fisk-
stofns við afkastagetu flotans og vinnslugetu fisk-
vinnslunnar í landi. Ef litið er á þessa þrjá þætti í
samhengi, kemur í ljós eftirfarandi:
1. Gott samræmi er á milli sóknar í hvern stofn og
tillagna Hafrannsóknastofnunarinnar. 1. októ-
ber s.l. var búið að veiða meira úr einum stofni
— karfastofninum — heldur en Hafrannsókna-
stofnunin lagði til í ársbyrjun. Aflinn var þá
orðinn, sem hér segir:
Afli þús. tonn,
þús. tonn áætiuð
1.1. Þorskur 392 400
1.2. Ýsa 45 50
1.3. Ufsi 43 60
1.4. Karfi 75 65
1.5. Grálúða 13 15
1.6. Annað 30 60
598 650
2. Afkastageta flotans — sérstaklega togaraflot-
ans — hefir verið verulega takmörkuð á
ákveðnum árstímum, sem sýnir, að þá er flotinn
alltof stór, en á öðrum árstimum, sérstaklega á
haustin, er aflinn í samræmi við afkastagetu
vinnslunnar.
3. Náðst hefir meira samræmi milli veiða og
vinnslu með meiri dreifingu aflatakmarkana á
allt árið.
Síldveiðarnar
Við stjórnun síldveiða hefir verið farin sú leið,
að skipta hámarksaflanum milli lagnetabáta
annars vegar og hringnótabáta hins vegar. Jafn-
framt hefir verið ákveðinn kvóti fyrir hvern bát,
sem veitt hefir með hringnót, en ekki hefir þótt
fært að setja kvóta á lagnetabáta.
Hámarksafli á þessu ári var ákveðinn 42.500
tonn. Var honum skipt þannig, að lagnetaflotinn
— 66 reknetabátar og 240 bátar aðrir, sem leyfi
fengu til lagnetaveiða — mátti veiða 18 þús. tonn,
en 99 bátar, sem leyfi höfðu til hringnótaveiða,
máttu veiða 24.500 tonn. Mátti hver bátur, sem
leyfi hafði til hringnótaveiða, veiða allt að 240
tonnum eða 275 tonn, færi verðmæti aflans ekki
yfir 550 þús. krónur.
Loðnuveiðarnar
Við loðnuveiðarnar hefir verið ákveðinn há-
ÆGIR — 7