Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1982, Blaðsíða 20
marksafli, sem tvö síðustu árin hefir verið skipt milli þeirra veiðiskipa, sem leyfi hafa fengið til loðnuveiða. Fyrirkomulag á yfirstandandi vertíð er þannig, að 52 skipum er leyft að veiða 617 þús. tonn af loðnu. Fékk hvert skip úthlutað ákveðnum kvóta af umræddu aflamagni, sem ákveðinn var með þeim hætti, að 50% aflamagnsins var skipt jafnt milli allra skipanna, en 50% var skipt með hliðsjón af burðargetu viðkomandi skips. Var lægsti kvóti 9.400 tonn, en sá hæsti 17.300 tonn. (Reglugerð um veiðar á loðnu á haustvertíð 1981 og vetrarvertíð 1982). Humarveiðarnar Við humarveiðar er ákveðinn hámarksafli 2.700 tonn. Var 77 skipum leyft að veiða þennan afla, en sóknin takmörkuð við hámarksstærð veiðiskipa og vélarafl. Var stærð veiðiskipa takmörkuð við 105 tonn og vélarafl mátti ekki vera umfram 400 hest- öfl. Hörpudiskur Veiðar á hörpudiski voru leyfisbundnar og veiði takmörkuð við 10.700 tonn. Rækjuveiðarnar Rækjuveiðar eru enn sem komið er að mestu leyti stundaðar á grunnslóð. Þó var um þriðjungur heildaraflans á seinasta ári veiddur á djúpslóð, en það hlutfall er mun lægra á þessu ári. Rækjuveiðar á grunnslóð hafa aðallega verið stundaðar á 6 veiðisvæðum við landi og eru veið- arnar i aðalatriðum takmarkaðar þannig: 1. Ráðuneytið ákveður hámarksafla fyrir hvert veiðisvæði að fengnum tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar. 2. Þeim afla er síðan skipt á milli vinnslustöðva á viðkomandi svæði. 3. Ráðuneytið ákveður fjölda þeirra báta, sem leyfi fá til að stunda veiðarnar, en vinnslustöðv- arnar skipta síðan aflakvóta sínum milli þeirra báta, sem eru í viðskiptum við þær. 4. Ráðuneytið ákveður vikukvóta fyrir hvern bát og hámarksafla á dag. 5. Ráðuneytið ákveður stærð veiðiskipa, sem stunda mega veiðar á viðkomandi svæði. Við ísafjarðardjúp — þar sem helmingur heildarafl- ans er veiddur — er stærð veiðiskipa takmörk- uð við 20 lengdarmetra. Góðir Fiskiþingsfulltrúar! í þessu yfirliti hefir verið reynt að gefa sem gleggsta mynd af þeim stjórnunaraðferðum, sem beitt er við veiðar úr hverjum einstökum stofni á þessu ári, svo að fulltrúar geti betur áttað sig á þeim tillögum til breytinga, sem borizt hafa frá fjórðungssamböndunum. í upp- hafi skipti ég veiðitakmörkunum í 7. flokka. Ljóst er, að öllum þessum takmörkunum hefir verið beitt við stjórnun veiðanna á þessu ári, ýmist einni eða fleirum. (Síðan lýsti framsögumaður framkomnum til- lögum frá fjórðungsþingum og fiskideildum til breytinga á stjórnunarleiðum fiskveiða). Ályktun 40. Fiskiþings um stjórnun fiskveiða 40. Fiskiþing samþykkir að stjórn og fyrirkomu- lag botnfiskveiða verði með svipuðum hætti á ár- inu 1982 og hefur verið á þessu ári. Heildarþorskafli miðist við 450 þús. smálestir og skiptist jafnt á milli báta og togara. Heimild loðnubáta til þorskveiða verði svipuð og á yfir- standandi ári, en afli loðnuskipa, sem hlita skrap- dagakerfi, reiknist með hluta togara í heildarafla. 1. Takmarkanir á þorskveiðum bátaflotans: 1.1. Árinu verði skipt i þrjú jafnlöng veiðitíma- bil og við það miðað að þorskafli fari ekki fram úr: 1. tímabil (jan.-apríl) 150 þús. t. 2. tímabil (maí.-ágúst) 45 þús. t. 3. timabil (sept.-des.) 30 þús. t. Verði afli á veiðitímabili minni en áætlað er, bætist það sem á vantar við afla næsta tímabils. 1.2. Veiðibann verði um páskahelgina og fari lengd þess eftir því hve mikill þorskafli er kom- inn á land, þegar bannið tekur gildi. 1.3. Þorskveiðar togbáta verði bannaðar frá 1.—7. mai, að báðum dögum meðtöldum. 8 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.