Ægir - 01.01.1982, Side 28
leiðslunni kallar á sífellt hærra markaðsverð.
Verði ekki unnt að flytja þessa verðbólgu út er vá
fyrir dyrum og smámsaman verðleggjum við okkur
út af mörkuðunum eins og nú er farið að bera á.
Við vitum að í helstu viðskiptalöndum okkar eru
miklir efnahagsörðuleikar og þegar við bætist
samkeppni við niðurgreiddan sjávarútveg annarra
þjóða eins og hér hefur áður komið fram er tæpast
að búast við verðhækkunum á mörkuðum okkar á
næstunni, heldur fremur hið gagnstæða.
Sú röskun sem orðið hefur á þessu ári á skrán-
ingu dollars gagnvart myntum Evrópuþjóða mun
kalla á kröfu um lækkun verðs í dollurum á þeim
vörum sem við seljum i þeim gjaldmiðli til landa
utan Bandaríkjanna.
Vísbending um þetta er kornin fram og þarna er
um mjög þýðingarmikla vöruflokka að ræða, salt-
fisk, skreið, saltsíld, lýsi og mjöl og freðfisk til
Vestur-Evrópu og Sovétríkjanna, og fleiri tegund-
ir.
Ég sagði áðan að við værum farnir að verðleggja
okkur út af einstaka markaði. Við gerum þetta þó
ekki til lengdar. Við verðum einfaldlega að taka
þeim verðum sem bjóðast og aðlaga líf okkar sem
þjóðar að breyttum aðstæðum.
En hvernig erum við í stakk búin til að horfast í
augu við lækkuð markaðsverð og sölutregðu?
Það er kannske eitt mesta harmsefni seinni ára
að ekki skyldi takast að byggja upp öflugan vara-
sjóð í góðæri til að nota i mögrum árum. Við höf-
um aldrei viljað viðurkenna að við erum veiði-
mannaþióðfélag með misjafnan aflafeng. Við höf-
um í blindni eytt öllu sem aflast hefur og helst
nokkru meiru. Við gerum kröfur um jöfn og batnandi
lífsskilyrði og gleymum þá stundum að taka tillit til
ytri aðstæðna.
Við verðum þvi að vona að þær blikur sem á lofti
eru hjaðni. Að öðrum kosti má búast við að allar
skammtímaráðstafanir eins og gengisbreytingar,
millifærslur fjármuna og aðrar reikningskúnstir
dugi litið og þjóðin verði að horfast í augu við
lakari lífskjör. Hvernig hún bregst við slíku
ástandi ætla ég ekki að reyna að ráða í.
Ályktun 40. Fiskiþing um
markaðsmál
1. 40. Fiskiþing telur, að fyrir fámenna þjóð
eins og Islendinga, séu umfangsmikil milli-
ríkjaviðskipti forsenda þess að hægt sé að
búa í landinu við eðlilegt menningarlíf og
góð lífskjör.
Þingið bendir á að nær helmingur þjóðar-
framleiðslunnar er fluttur úr landi til öflunar
gjaldeyris, en hlutur sjávarvöru er þar lang-
stærstur og svo mun verða um fyrirsjáanlega
framtíð.
2. Þingið telur að vegna harðnandi samkeppni
annarra þjóða á fiskmörkuðum verði íslend-
ingar að leggja meiri áherslu á markaðsmál
en þeir hafa gert til þessa.
Þingið bendir á að allir aðilar sem annast
sölu sjávarafurða verði að leggja meira fjár-
magn og meiri mannafla til markaðsleitar,
kynningar á framleiðsluvörum sjávarútvegs-
ins og í auglýsingastarfsemi.
Ríkissjóður leggi þessu lið, ekki síst í sam-
bandi við utanríkisþjónustuna og hvers kon-
ar upplýsingaþjónustu.
3. Þingið telur mjög mikilvægt að hægt sé að
selja framleiðsluvörur á sem flestum mörk-
uðum og að þess verði gætt að fengnir mark-
aðir glatist ekki vegna lélegrar vöru og óhóf-
legs innanlandskostnaðar.
Þingið fagnar þeirri nýbreytni, sem felst í til-
tölulega stórum sendingum af ferskum fiski
með flugvélum á erlendan markað og væntir
þess að allt verði gert til að halda flutnings-
kostnaði í lágmarki.
4. Þingið beinir þeim tilmælum til stjórnvalda
að allt verði gert sem unnt er til að ná þeirri
breytingu á samningi íslands við EBE að
tollur verði felldur niður á öllum tegundum
saltaðrar síldar á sama hátt og gildir um
ferska og frysta síld.
5. Þingið bendir á að verðhækkanir vegna
verðbólgu hér innanlands séu alvarlega farn-
ar að segja til sín gagnvart útflutningsfram-
leiðslunni og því vonlaust að flytja verðbólg-
una út með sífellt hærra markaðsverði til
viðskiptaþjóða okkar á sama tíma og sam-
keppni fer harðnandi á flestum mörkuðum,
auk þess sem samkeppnisþjóðir okkar
styrkja leynt og ljóst sjávarútveg sinn af
opinberu fé. Má m.a. benda á sölutregðu á
freðsild, saltsíld, karfaflökum, fiskmjöli og
fleiri tegundum.
íslendingar geta ekki til lengdar verðlagt sig
út af einstaka fiskmarkaði. Þeir verða ein-
faldlega að taka þeim verðum, sem bjóðast
og aðrar þjóðir selja á. Þjóðin verður þvi að
laga sig að breyttum aðstæðum.
16 — ÆGIR