Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1982, Qupperneq 30

Ægir - 01.01.1982, Qupperneq 30
Ingólfur Arnarson: Endurnýjun fiski- skipastólsins Herra forseti, góðir fiskiþingsfulltrúar. Það hefur komið í minn hlut að hafa hér framsögu um endurnýj- un fiskiskipastólsins og Úreldningarsóð. Varðandi endurnýjun fiskiskipa- flotans mun ég byggja mál mitt að verulegu leyti á áliti starfshóps, sem sjávarútvegsráðherra setti á laggirnar í byrjun ársins, til að gera tillögu um málið. Hópur þessu skilaði áliti á miðju sumri og eins og menn vita var fiskimálastjóri formaður þessa hóps. Með tilliti til þess hve mál þetta er viðamikið fer ekki hjá því að álit og tillögur starfs- hópsins orki í sumum tilvikum tvímælis, en hvað sem um það má segja, þá tel ég að tillögur starfs- hópsins séu mjög til bóta og í sumum tilfellum bráðnauðsynlegt að hrinda þeim í framkvæmd. Það er ekki óeðlilegt að spyrja hver eðlileg stærð flotans sé við núverandi aðstæður. í því sambandi er erfitt að nefna tiltekna rúmlestatölu eða skipa- fjölda, en menn ættu að vera sammála um að flot- inn í heild sé verulega of stór við núverandi aðstæður. í þessu sambandi nægir að benda á þær margvíslegu veiðitakmarkanir sem nauðsynlegar hafa reynst og fyrirsjáanlegar eru á sumum svið- um. Þá er ekki óeðlilegt að spyrja hver eðlileg stærð flotans sé miðað við líklega aukningu afla á næstu árum. Núverandi sóknarmáttur flotans nægir auðveldlega til þess að veiða þann jafn- stöðuafla sem líklegan má telja eftir uppbyggingu fiskistofnanna og í því sambandi getum við nefnt 750 þús. lesta botnfiskafla og við getum líka nefnt þrátt fyrir ýmsar blikur eitt þúsund lestir af upp- sjávarfiskum. Hér er auðvitað tekið tillit til þess að dreifing flotans um landið ræðst að mestu af núverandi bú- setu og vinnslumöguleikum, en ekki af því sem ef til vill er fræðilega hagkvæmast ef veiðarnar einar eru hafðar i huga. Árið 1970 voru bátar 726 að tölu, samtals um 60 þús. rúmlestir að stærð. Það ár var botnfiskafli bátaflotans 393 þús. lestir. í árslok 1980 er fjöldi báta 766 og um 62 þús. rúmlestir að stærð. í árslok 1980 eru skuttogarar 86 að tölu og var botnfiskafli þeirra á árinu 1980 380 þús. lestir. í lok síðasta mánaðar var hann orðinn á þessu ári 350 þús. lest- ir. Með tilliti til þegar ákveðinnar fjölgunar togara og með tilliti til veiðitakmarkana á árinu, sem í gangi eru, verður að telja sóknarmátt togaraflot- ans vel nægja til þess að geta annað 400—450 þús. lesta botnfiskafla. Og enn má segja að ekki sé óeðlilegt að spyrja, hver eðlileg stærð flotans sé með tilliti til atvinnu- öryggis í hinum ýmsu byggðum landsins. Brýn hrá- efnisþörf einstakra byggða breytir ekki þeirri stað- reynd að flotinn er of stór í heild miðað við hag- kvæmni veiða. Atvinnuöryggis verður að gæta með öðrum hætti en að viðhalda eða jafnvel auka stærð flota, sem þegar er of stór. Vandinn sem við er að fást, er hvernig flotinn og/eða aflinn dreifist. Ef ekki er unnt að minnka mikilvægi sjávarútvegs i byggð sem býr við hráefnisskort, verður að kaupa til byggðarinnar skip eða hráefni úr annarri byggð. Hvort fjármögnun slíkra kaupa ætti með einhverjum hætti að njóta stuðnings hins opinbera af félagslegum ástæðum, er aftur á móti annað mál. Hins vegar verður að telja þjóðhagslega of dýrt að halda upp fullri atvinnu með of stórum fiskiskipaflota. Hver er þá endurnýjunarþörf flotans? Við skul- um þá fyrst staldra við endurnýjunarþörf togara- flotans. Með tilliti til þess sem hér hefur verið sagt er hún engin næstu árin, en vel má vera eðlilegt að huga að endurnýjun þegar til langstima er litið. Togaraflotinn er í fyrsta lagi of stór, og i öðru lagi er meðalaldur hans mjög lágur, eða um það bil 7 ár. Tvö elstu skipin ná 15 ára aldri á þessu ári og í árslok 1981 hafa aðeins 12 skip náð 10 ára aldri. Með þetta i huga verður m.a. að telja enga þörf á endurnýjun um sinn. Þó endurnýjunarþörf sé eng- in og raunar æskilegt að togaraflotinn minnkaði, er vart hægt að mæla gegn því að endurnýjun gæti orðið, ef unnt er að selja sambærilegan togara úr landi fyrir nýjan. Um slíkt þyrftu þó að gilda mjög strangar reglur. Öll umræða um endurnýjunarþörf bátaflotans verður að vera með tilliti til hinna ýmsu veiða. 18 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.