Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1982, Page 32

Ægir - 01.01.1982, Page 32
stjórn skal úthluta fé úr sjóðnum. Stjórnina skipa þrír af stjórnarmönnum Samábyrgðarinnar, sem stjórnin tilnefnir og fjórir menn sem sjávarútvegs- ráðherra skipar, þrjá samkvæmt tilnefningu eftir- talinna aðila: Fiskveiðasjóðs íslands, Farmanna- og fiskimannasambands íslands og Sjómanna- sambands íslands og einn án tilnefningar og er hann jafnframt formaður stjórnarinnar. Þegar útgerðaraðila er veitt fé úr sjóðnum skal tekið tillit til bóta sem hann kann samtímis að fá úr Aldurslagasjóði, svo og tjónbóta sem greiddar kunna að vera án viðgerða. Umsóknum um styrki úr sjóðnum skal meðal annars fylgja: 1. veðbókar- vottorð, 2. ársreikningur seinasta árs, 3. yfirlit yfir skuldastöðu. Við úthlutun styrkja skal sjóðstjórn- in m.a. hafa hliðsjóð af eftirfarandi: 1. Fjárhags- stöðu umsækjanda með tilliti til allra skulda, veð- skulda, landsréttarskulda, lausaskulda, eins og þær eru þegar umsóka er send, 2. Vátryggingar- fjárhæð skips, þannig sundurliðuð: a. bolur, reisn og rafbúnaður, b. aðalvél, ljósavél og vindur, c. siglingar- og stjórntæki, 3. mat Samábyrgðar ís- lands á fiskiskipum á því hvers virði búnaður hvers skips geti verið við sölu. Á sama hátt og í reglum Aldurslagasjóðs, er styrkþega skylt að sjá til þess að skipi sem styrkur er veittur til verði eytt, eða það tekið endanlega úr umferð sem fiskiskip. Stjórn sjóðsins er og heimilt að veita sérstakan styrk til að kosta eyðingu fiski- skipa. Ég hef hér getið helstu atriða úr reglum Aldurs- laga- og Úreldingasjóðs. Ég minni á það að í um- ræðum hér á Fiskiþingi i fyrra þótti skorta nokkuð á upplýsingar um þessa sjóði. Þessvegna fór ég út í að lengja mál mitt með því að skýra þetta út. Ég hef hér undir höndum upplýsingar um þær bætur og styrki sem greidd hafa verið og tel rétt að upplýsa örlítið um það. Á tímabilinu 1. jan. 1979, en það mun hafa verið þá sem byrjað var að greiða þessa svokölluðu styrki, til 1. okt. á þessu ári, hafa 63 fiskiskip fengið greiðslu úr þessum sjóðum. Ef að maður skoðar greiðslur einstakra skipa og svo aftur hvert vátryggingarmat þeirra er, þá kemur í ljós að í öllum tilvikum hafa útgerðaraðilar eða eigendur skipanna ekki fengið sem svarar vátrygg- ingarmati, í sumum tilfellum hvergi nærri. í einu tilviki fer þetta þó örlítið yfir, og þá er um að ræða 39 lesta bát sem smíðaður var árið 1949. En heild- argreiðslurnar úr þessu kerfi hafa numið á þessum tíma, þ.e.a.s. til 1. okt. s.l., úr Aldurslagasjóði 7.551.250.00 kr., úr Úreldingasjóði 8.709.650.00 kr. og frá nefnd vegna úreldingarstyrkja, en hún hefur úthlutað 3.777.112.00 kr. Samtals eru þetta rúmar 20. millj. kr. Það fer ekki milli mála að menn i sjávarútvegi eru nokkuð sammála um að það beri að styrkja þetta kerfi. Hinsvegar er rétt að geta þess að í ályktunum sem fram hafa komið þá er töluvert tal- að um misnotkun, eða varað við misnotkun, ,,sem átt hefur sér stað.“ Þetta mál þekki ég ekki nægi- lega vel til að geta fjallað um það að nokkru ráði hér, en það koma kannske einhverjar skýringar um þetta í umræðum hér á eftir frá þeim aðilum sem nefna þessa misnotkun að einhverju marki. Hér á þinginu hefur það komið fram hjá fiski- málastjóra að sérstök nefnd er að störfum sem skipuð var í maí s.l. til þess að endurskoða reglur Úreldingasjóðs og samræmingu eða sameiningu hans við Aldurslagasjóð og það er talið nauðsyn- legt að sjóðurinn verði efldur, þannig að auka megi verulega kaup og úreldingu á eldri skipum, og verksvið hans breikkað. Þannig skipuðust mál á stjórnarfundi i vor, að þá var ég tilnefndur í þessa nefnd fyrir Fiskifélagið, og Hilmar Rósmundsson til vara. Aðrir í þessari nefnd eru Bogi Þórðarson, Matthías Bjarnason, Garðar Sigurðsson og Kristján Ragnarsson. Nefnd þessi hefur haldið þrjá fundi og fjallað nokkuð um þetta mál, en sá þröskuldur hefur komið upp, að a.m.k. ég og Kristján Ragnarsson höfum báðir viljað doka nokkuð við, þannig að við gætum fótað okkur bet- ur á tillöguflutningi og vinnu i þessari nefnd, t.d. eftir Fiskiþing, sem nú stendur og svo frá hendi Kristjáns vegna aðalfundar L.Í.Ú, sem veröur haldinn 18. nóv. Þannig að nefndin mun fljótlega koma saman eftir þann fund og þá væri náttúrlega ákaflega æskilegt, að maður hefði eitthvert vega- nesti. Eðlilega hef ég hugsað nokkuð um það, hvernig mætti byggja upp svona sjóð. Ég er alveg sammála mönnum í því að það er nauðsynlegt að koma hér á sterkum sjóði. Ég vil t.d. segja að það sé nauðsynlegt að stofna sjóð, sem byggir á þeim grunni sem lagður var með lögum um Aldurslaga- sjóð og Úrlendingasjóð. En þá þarf náttúrlega jafnframt að afnema lög um þá sjóði. í fljótu bragði má segja, að markmið hins nýja sjóðs ætti að vera í höfuðatriðum það að kaupa gömul og úrelt skip og taka þau úr notkun og vil ég undir- strika að um bein kaup verði að ræða en ekki sé talað um styrki eins og nú á sér stað. 20 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.