Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1982, Page 35

Ægir - 01.01.1982, Page 35
Frá okkar sjónarmiði, sem stóðum að tillögu Sunnlendinga, var það nánast aðalatriði að þetta mal væri það þróað og menn væru orðnir það Slöggir á staðreyndir í þessu máli að það væri framkvæmdin sem þarna þyrfti að koma til skjal- anna. Hér eru staddir margir menn sem eru kunnugir, Jafn kunnugir og kunnugri þessu vandamáli heldur en ég er, en við vitum allir að hringormurinn er daglegt og dýrt vandamál í öllum frystihúsum landsmanna. Hann virðist alltaf vera meira og minna til staðar í þorskvinnslu, en í mismunandi magni, sennilega eftir veiðisvæðum, þ.e. hvort að fiskur veiðist á grunnslóð eða djúpslóð. Þetta ormafyrirbæri, þ.e. tilvera ormsins, kallar a hækkun stuðla í pökkunarvinnu frystihúsanna, stórhækkar og tefur alla þá vinnu. Fyrir 2—3 ár- Um minnir mig að menn hafi gert sér það til dund- urs að verðleggja hvern orm, þá á gamlar krónur 5 °g varla hefur verðmæti ormsins lækkað síðan. I saltfiskframleiðslu veldur ormurinn einnig aföllum þó hingað til sé gríski markaðurinn sá eini sem hreinlega bannar innflutning á ormafiski. Ég atti kost á því að vera viðstaddur vandræðaástand 1 Pyreus í Grikklandi fyrir réttu ári síðan, meðan Þ'ð þinguðu hér. Þar höfðu innflutningsyfirvöld 'nnsiglað 400 tonn af saltfiski vegna hringorms og Þá gafst mér kostur á að fara með þeim Friðrik Pálssyni og Tómasi Þorvaldssyni þarna suður eftir t'l að leysa það mál. Ég verð nú að segja það strax að lausnin fékkst, en það var ákaflega lítið sem við gatum til málanna lagt. Þeir hafa sín Fiskifélög, Þeir hafa sínar stofnanir, fyrir utan innflutnings- yfirvöld og tollyfirvöld sem hreinlega innsigluðu f'skinn í kæligeymslum. Fiskifélagið þeirra, eða hafrannsóknastofnun hafði á takteinum talningu á °ntium í þessum fiski og þetta var aldeilis ótrúleg- Ur fjöldi, sem að kom fram við talningu í mörgum f'skum, þannig að okkar erindi var nánast það að ganga fyrir þessa aðila og biðja um gott veður, og beita því að reyna að bæta þetta ástand. Fyrir vel- v'lja margra þessara stofnana, sem höfðu auðvitað ahuga á viðskiptum við ísland og vildu ekki bregða ^yrir þau fæti, þá fékkst farsæl lausn í þessu til- v'ki> gegn nokkuð itarlegum loforðum um að þetta endurtæki sig ekki og ég veit að á þessu ári hefur mat á saltfiski fyrir þennan markað töluvert breyst, að því leyti til, að það má líkja því meira v,ð mat á frystum fiski. Það er gáð að ormi í salt- f'skinum og hann er fjarlægður eftir því sem hægt er, ef það er ekki því meira magn. Annars er hann hreinlega dæmdur frá þessum markaði. En þó ég geri mér tiðrætt um Grikkland, þá var auðheyrt á grískum kaupendum og umboðsmönnum okkar þarna suður frá, að ítölum og Spánverjum er einn- ig mjög vel kunnugt um þetta fyrirbæri, þó að það hafi verið látið viðgangast fram að þessu. Með öðrum orðum, við sjáum allir, þó að ég hafi ekki um það tölur tiltækar, hvilikum skaða þessi hringormur veldur fiskvinnslunni, hvort sem litið er til frystingar eða saltfiskframleiðslu og hef ég þó ekki minnst á að vandamálið er tvíþætt að því leyti að selastofninn þarf sér til viðhalds mik- inn fisk og fyrir nokkrum árum síðan virtist talað um jafnvel hundrað þúsund tonn á ári. Það hafa komið til mín skipstjórnarmenn fyrri hluta vertíðar, sem lagt hafa net sín undan Selvogi, menn sem ekki hafa byrjað á linu, en byrjað í fyrra lagi á netum meðan lítið var gengið af fiski á grunnslóð og má kannske segja að selurinn hafi haft lítið að éta fram að því, en úr mörgum tross- unum gátu þeir varla hirt einn einasta fisk þar eð selurinn var búinn að stífa hann. Þetta breyttist að vísu um leið og fyrstu göngur komu, en hvað gerir selurinn þá, hann er ábyggilega í móttökunefnd- inni fyrir þorskinn. Mér skilst að af þeim selategundum sem algeng- astar eru hér við land, sé landselurinn i langmest- um fjölda og þá útselurinn i minna mæli, en hing- að fáum við einnig heimsóknir vöðusels og hringa- nóra í einhverjum mæli. Vestmannaeyingar segja að selagengd við Surtsey sé á vissum tímum sumars svo mikil, að eyjan sé nánast öll á iði. Við vitum allir að landsmenn eru hættir að nýta selinn. Kópaskinn voru dýrmæt vara fyrir nokkr- um árum, en eru það ekki lengur. Þessvegna telj- um við, og ég sé að það mun vera sameiginlegt með Sunnlendingum og Norðlendingum, að það sé óhjákvæmilegt að þetta mál saltist ekki í kerfi um ófyrirsjáanlega framtíð, heldur teljum við að þess- um málum sé best borgið í höndum aðila sjávarút- vegs og landbúnaðar. í minum huga tengist land- búnaður þessu máli fyrst og fremst, því landeigend- ur þeirra selalátra sem til greina kæmi að veiða kópana í, yrðu að vera með í samvinnu. Þeir yrðu að veita leyfi til veiðanna. Landbúnaðurinn, ekki síst á afskekktum stöðum, á við sín vandamál að glima. Því skyldum við ekki reyna að bæta við aukabúgrein og græða virkilega á henni sjálfir með því að fækka selnum? Ég held að það hljóti að ÆGIR — 23

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.