Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1982, Qupperneq 36

Ægir - 01.01.1982, Qupperneq 36
vera auðveldast að fækka honum á kópstiginu, í gömlu látrunum, eins og t.d. austur með söndum í stórfljótunum þar og víðar um sjávarbyggðir landsins. En ég tel, eins og ég sagði áðan, að upplýsingar vanti. Hringormanefnd er starfandi, nýbúin að halda aðalfund i New York, held ég. Við hljótum að geta fengið fleiri og betri gögn á borðið heldur en ég get boðið ykkur, en ég veit ekki hvort lausn þessa máls liggur í því að lesa og lesa, ég held að það sé löngu orðið tímabært að gera eitthvað. Og við leggjum semsagt til, og við vonumst til, að þetta þing beri gæfu til að finna leiðir í þessu máli. Ályktun 41. Fiskiþings um selveiðar 40. Fiskiþing ítrekar fyrri samþykktir varðandi fækkun sela við strendur landsins. Jafnframt er brýnt að greidd verði þóknun fyrir hvern drepinn sel. Hringormurinn veldur siauknum skaða í fisk- iðnaði landsmanna, og því brýnt að brugðið sé skjótt við um minnkun selastofnsins. Framkvæmd þess máls telur Fiskiþing best komna í höndum aðila sjávaútvegs og landbúnaðar. Til þess að slíkt sé mögulegt þurfa stjórnvöld og ríkisstjórn að sýna málinu aukinn skilning og styrkja viðkomandi aðila í þessu nauðsynjamáli. Ályktanir 40. Fiskiþings Lokuð veiðisvæði 40. Fiskiþing samþykkir að beina því til stjórnar Fiskifélagsins að hún beiti sér fyrir endurskoðun á takmörkum lokaðra togveiðisvæða. Leitað verði álits hagsmunaaðila og Hafrann- sóknastofnunar um hvernig þessi svæði verði best nýtt með tilliti til mismunandi veiðarfæra og stærðar fisks. Veiðar erlendra þjóða í íslenskri fiskveiðilandhelgi 40. Fiskiþing samþykkir að beina til stjórnvalda að fella niður allar heimildir útlendinga til veiða í íslenskri fiskveiðilögsögu nema um gagnkvæma hagsmuni sé að ræða. Allt eftirlit með veiðum útlendinga við landið og nálægt fiskveiðimörkum verði hert. Laxveiðar í sjó 40. Fiskiþing skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja viðræður við nágrannaþjóðir okkar og vinna að samkomulagi um stöðvum óhóflegra laxveiða Færeyinga, Grænlendinga og Dana á N.-Atlants- hafi. Eðlilegt er að þær þjóðir (ísland, írland, Skotland, England, Noregur) sem einkunr leggja til lax á N.-Atlantshafi og stunda laxarækt með mikl- um tilkostnaði, stjórni veiðunum, þannig að stofn- inn verði ekki eyðilagður. Jafnframt er mælst til þess að efldar verði rannsóknir á göngu og lífs- venjum laxins í úthafinu. 40. Fiskiþing lýsir ánægju sinni með störf Fiski- félags íslands að fiskeldismálum og hvetur til þess að þvi starfi verði haldið áfram. Sérstaklega verði það rannsakað hvort auka megi aflafeng lands- manna með uppeldi fleiri fisktegunda. Fiskveiðilögsagan á NV-svæðinu 40. Fiskiþing beinir eftirfarandi til fiskimála- stjóra og stjórnar Fiskifélags íslands: Þess verði gætt ef gerðir eru samningar við aðrar þjóðir um veiðar i islenskri fiskveiðilög- sögu eða á íslenskum fiski, að stjórnvöld nýti samningana til hins ýtrasta við að koma á nauð- synlegu samkomulagi um veiðar svo sem á loðnu, karfa og rækju. 40. Fiskiþing lýsir þeirri eindregnu skoðun sinni, að Kolbeinsey hljóti ávallt að teljast grunnlínupunkur, sem fiskveiðilögsagan miðast við. Skýrsla fiskimálastjóra starfsárið 1980—1981 40. Fiskiþing færir fiskimálastjóra, Má Elíssyni, stjórn Fiskifélagsins og starfsmönnum þess bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Sérstaklega vill Fiskiþing þakka athugun á orku- verði til fiskiðnaðarins og hvetur til áframhaldandi starfa á því sviði. 24 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.