Ægir - 01.01.1982, Síða 42
Eyjólfur Friðgeirsson, fiskifræðingur:
Athuganir á loðnulirfum
1977-1981
Á vegum Hafrannsóknastofnunar hafa farið
fram nokkuð umfangsmiklar rannsóknir á hrygn-
ingu og klaki helstu nytjafiska okkar.
Rannsóknirnar hafa staðið yfir árin 1976—1981.
Unnið er að úrvinnslu þessara gagna og er niður-
staðna að vænta fljótlega. M.a. hefur farið fram
rannsókn á loðnuklaki og flölda loðnulifra. Niður-
stöður frá árunum 1977—1981 liggja þegar fyrir og
verður drepið á það helsta af þeim hér á eftir. Árin
1974 og 1975 voru gerðar athuganir á hrygningu og
fósturþroska loðnu í Sædýrasafninu í Vestmanna-
eyjum. Einnig voru árin 1979 og 1981 gerðar at-
huganir á hrygningarstöðvum loðnunnar. Við nið-
urstöður þessara athugana verður einnig stuðst hér
á eftir.
Gögnum um loðnulirfur hefur árin 1977—1981
verið safnað i 3 til 4 leiðöngrum á hverju ári. Lirf-
unum er safnað i sérstakan lirfuháf. Mæling og
talning á lirfunum hefur alla jafna verið gerð strax
eftir söfnun.
Tímabil leiðangranna öll árin kemur fram á
töflu 1.
Hrygning, þroski og klak.
Loðnan hefur undanfarin ár hrygnt í mars og
fram í apríl. Við hrygningu límast loðnuhrognin
við botninn og eru límd föst meðan fóstrið er að
þroskast. Á þroskatimanum undanfarin ár hefur
hitastigið verið 5°—7° C. Við það hitastig tekur
fósturþroskinn fram að klaki 3—4 vikur. Klak
hvers aldurshóps tekur við eðlileg skilyrði 4—5
daga. Lirfurnar eru misjafnlega þroskaðar eftir því
hvenær þær klekjast út. Þær yngstu eru við klak
um 5 mm langar með tiltölulega stóran kviðpoka,
en þær sem seinast klekjast út, eru orðnar um 7
mm langar og eiga lítið eftir af kviðpokanæringu.
Af lirfunum klekjast að jafnaði um það bil 9.4%
— 5 mm, 60.0% — 6 mm og 30.6% — 7 mm.
Fljótlega eftir klak geta lirfurnar farið að ná sér í
fæðu. Nái lirfurnar ekki í fæðu eftir klak, deyja
þær um 8 mm langar. Mesti hættutíminn fyrir lirf-
urnar nær yfir 10—12 daga frá klaki. Nái lirfurnar
í fæðu fljótlega eftir klak, vaxa þær hratt og ná um
12 mm lengd á um það bil mánuði.
í ágúst, um þrem mánuðum eftir klak hafa þær
að jafnaði náð 4—6 sm lengd.
Lirfurnar eftir klak.
Yfirlit yfir klakið einstök ár kemur fram á mynd
1. Á myndinni eru einnig sýnd í ramma þau tíma-
Tafla 1.
Magn Heildar- Hrogna- Þús.
lirfa xIO* inagn xlO9 fjöldi xl(fi tonn
Ár Leiðangur
1977 26.4-3.5 21.751
1977 4.5-8.5 61.052 53.000 176.667 900.000
1977 21.5-25.5 23.408
1978 22.4-1.5 1.223
1978 3.5-12,5 7.331 10.100 33.667 180.000
1978 23.5-2.6 6.904
1979 18.4-26.4 8.041
1979 28.4-3.5 10.143 25.400 84.667 460.000
1979 27.5-15.6 28.779 áæil. 600.000
1980 22.4-29.4 2.250
1980 2.5-9.5 2.227 8.200 27.333 140.000
1980 23.5-10.6 11.223 áætl. 300.000
1981 8.4-13.4 832
1981 22.4-28.4 5.377
1981 5.5-13.5 22.665 25.700 85.667 430.000
1981 21.5-10.6 24.912 áætl. 160.000
30 — ÆGIR