Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1982, Page 44

Ægir - 01.01.1982, Page 44
meiri 1977, 1979 og 1981, þegar klakið hefur verið nokkuð mikið, en lélegu klakárin 1978 og 1980. Lirfufjöldinn og hrygningarstofnstærðir. Heildarmagn lirfa klakinna hvert ár, sem kemur fram á töflu 1 er fundið með þvi að leggja magn lirfa í fyrsta leiðangri í maí til grundvallar og bæta við þvi magni, sem ætla má samkvæmt athugunum síðast í maí og'í júnibyrjun, að klakist hafi út eftir þann leiðangur. Rannsóknir Norðmanna á Barentshafsloðnu og Kanadamanna á loðnu við Nýfundnaland hafa sýnt, að afföll í loðnuhrognum eru frekar lítil. Athuganir á þorsk- og ýsuhrygningu árin 1976—1981, sem verið er að ljúka við að fullvinna til birtingar, sýna, að afföll þorsk- og ýsuhrogna frá hrygningu fram að klaki eru um 90% og ber því saman við svipaðar norskar og enskar athuganir. Lítil afföll í loðnuhrognum þýða því eftir því sem næst verður komist ekki minna en 70% ef reiknað er með ófrjóvguðum hrognum og afföllum við klakið sjálft. Afföll hrogna eru sennilegast mjög áþekk frá ári til árs nema einhver sérstök áföll komi til, t.d. af völdum eldgosa og jökulhlaupa. Um svoleiðis áföll er ekki vitað árin, sem athuganir ná yfir. Gjosæter og Monstad (1973) gerðu athuganir á frjósemi Barentshafsloðnu. Hrognastærð íslensku loðnunnar er svipuð og Barentshafsloðnunnar og er því hægt að yfirfæra þessar athuganir með nokkurri nákvæmni yfir á íslensku loðnuna. Frjósemin miðast við lengd og samkvæmt þessum athugunum hefur meðalhrognafjöldi einstakra hrygna verið: 1977 — 8667 hrogn, 1978 — 8500, 1979 — 7733, 1980 — 7414 og 1981 — 8500 hrogn. Á kg af hængum og hrygnum hefur hrognamagnið einstök ár verið: 1977 — 196.531 hrogn, 1978 — 190.157, 1979 — 185.889, 1980— 197.261 og 1981 — 198.135 hrogn. Út frá þessum forsendum er fjöldi hrygndra hrogna og hrygningarstofninn fundinn út fyrir einstök ár eins og kemur fram á töflu 1. Skekkjumörkin i afföllunum eru áætluð 20%. Helstu niðurstöður. Hrygningarstofnstærð áranna 1977—1980 er í m.m. 32 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.