Ægir - 01.01.1982, Síða 45
nokkru samræmi við það sem álitið hefur verið.
Þó reiknast hrygningarstofnarnir 1979—1980
n°kkru lægri, en áætlað var, eða 460 þús. tn á
múti áætluðum 600 þús. tn 1979 og 140 þús. tn. á
móti 300 þús. tn 1980. Útreiknaður hrygningar-
stofn 1981 er nær þrisvar sinnum stærri en áætlað
hafði verið eða um 430 þús. tn á móti áætluðum
160 þús. tn, svo að greinilegt er, að hrygningar-
stofninn hefur verið vanmetinn 1981.
1 seiðaathugunum áranna 1972—1975 mældist
seiðamagnið í ágúst að meðaltali 107 x 109 seiði
e^a einstök ár frá 89—134 x 109 seiði.
Við seiðarannsóknir áranna 1977—1981 hefur
seiðamagnið mælst að meðaltali 38.2 x 109 (eða ein-
stök ár frá 29.2—48.7 x 109).
Meðalseiðafjöldinn árin 1977—1981 hefur
Þannig aðeins verið rétt rúmur þriðjungur meðal-
Seiðafjöldans 1972—1975. Frávikið frá meðaltali
bæði þessi árabil er mest réttur fjórðungur. Með
WHti til þess að 3 af undanförnum fimm árum hef-
Ur hrygningarstofninn verið allþokkalegur, virðist
rökrétt að álíta, að einhver erfið náttúruleg skilyrði
1 sjónum undanfarin ár hafi valdið lélegri nýliðun í
loðnustofninum. Svipað fyrirbæri virðist hafa átt
sér stað með nýliðun karfastofnsins í Grænlands-
hafi, en frá 1976—1981, að undanskildum árunum
1977 og e.t.v. 1981, hefur fjöldi karfaseiða mælst
miklu minni en árin 1972—1975.
Svend-Aage Malmberg (1979) hefur bent á það,
að e.t.v. sé orsök lélegrar nýliðunar loðnustofnsins
eftir 1976 að kenna óhagstæðum skilyrðum i sjón-
um þessi ár samanborið við góð skilyrði i sjónum
1972—1975. Það vekur aftur á móti þá spurningu,
hvort útkoman úr klakinu, meira að segja lélegu
klakárin 1978 og 1980, hafi ekki verið viðunandi
og öll þessi ár hefðu getað orðið til góðir árgangar,
ef skilyrði hefðu verið góð yfir sumarið.
Spurningunni um, hvað hrygningarstofn loðn-
unnar þurfi að vera stór til að tryggja góða nýlið-
un, er ákaflega erfitt að svara. Fiskifræðingar hafa
velt þessari spurningu fyrir sér endalaust, en nátt-
úran sjálf hefur ævinlega haft fyrsta og síðasta
orðið í þeim vangaveltum. Svo framarlega sem
fiskstofnarnir eru ekki hrundir saman, eða svo til
þurrkaðir út, hafa lélegir hrygningarstofnar fram-
leitt góða árganga, ef skilyrði eru góð og stórir
Mynd 3
ÆGIR — 33