Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1982, Side 59

Ægir - 01.01.1982, Side 59
BOKAFREGN Ásgeir Jakobsson: Einarssaga Guðfinnssonar Skuggsjá 1978. 367 bls. ^öguefnið Efni þessarar bókar er ævi- og starfssaga Einars Guðfinnsson ar> kaupmanns og útgerðar- manns í Bolungarvík. Einar Guðfinnsson er löngu þjóðkunn- Ur fyrir athafnir sínar og atorkusemi og ósjaldan heyrist bví fleygt, að hann ,,eigi” Bol- Ur>garvík, og þá sjálfsagt Bolvík- ‘nga líka. Eins og fram kemur i Þessari bók eru slíkar fullyrðing- ar útí hött, enda oftast settar fram í gamni. En öllu gamni fylgir nokkur alvara og saga E'nars Guðfinnssonar verður ekki sögð án þess um leið sé rakin saga Bolungarvíkur síð- ttstu sex áratugina. Svo mikinn bátt hefur hann átt í sögu bæj- arins, vexti hans og viðgangi. ess vegna er þessi bók öðrum Þrasði byggðarsaga, jafnframt Pví að vera ævisaga. Efnismeðferð söguþráður Frásögnin af Einari Guðfinns- syrri hefst, þar sem bókarhöf- undur, Ásgeir Jakobsson, lýsir n°kkuð tildrögum verksins og Þeirri vinnutilhögun, sem þeir Einar hugðust beita. Illa gekk þó a<? fylgja þeirri áætlun. Einar var nykominn af sjúkrahúsi er söguritunin átti að hefjast, en engu að síður var hann svo °nnum kafinn að hann mátti lítt vera að því að sinna verkum á borð við bókargerð. Þessi fyrsti kafli, „Sagan og sögumaðurinn”, er þó að minni hyggju einn besti kafli bókar- innar fyrir þá sök, hve góða mynd hann gefur af manninum Einar Guðfinnssyni. Þótt hann væri kominn fast að áttræðu er söguritunin hófst og segðist sjálfur hafa dregið sig i hlé frá daglegum störfum við rekstur fyrirtækja sinna var hann enn fullur af áhuga og fylgdist náið með gangi mála. Að bókarlok- um þótti mér sem þessi kafli segði allt, sem segja þurfti um manninn sjálfan: Vinnan var hans líf og yndi, hann varð að vera með áfram. í næsta kafla er rakin ætt Einars og síðan sagt frá bernsku hans og æsku og síðan tekur at- hafnasagan við, fyrst í Tjald- tanganum, þá í Hnífsdal og síðan í Bolungarvík. Hér er ekki staður til þess að rekja sögu Einars Guðfinnssonar efnislega heldur skal reynt að ræða eilítið um hana frá almennu sjón- armiði, ef svo má að orði kveða. Einar hefur lifað langa og starfsama ævi og tekið virkan þátt í þeim miklu breytingum, sem orðið hafa í íslensku þjóðlífi og atvinnulífi á þessari öld. Saga hans er að því leyti sérstæð að hann hefur unnið mestan hluta ævinnar á sama stað og verið forystumaður um uppbyggingu heimabyggðar sinnar. Vegna þess hve sögusviðið er vel af- markað er auðveldara að gera sér grein fyrir því hve miklu maðurinn hefur afkastað. Sá sem kemur til Bolungarvík- ur á okkar dögum og les síðan frásögn Einars af þorpinu, sem hann fluttist til vorið 1925 sér í hendi sér að þar hefur mikil breyting orðið á. Lestur Einars- sögu sýnir okkur aftur, hvernig þetta gerist. Að því leyti er hér um byggðarsögu að ræða þótt vissulega hafi margir komið við sögu, sem lítt eða ekki er getið á síðum bókarinnar. Umfram allt er saga Einars Guðfinnssonar þó baráttusaga. Hún greinir frá manni, sem kemur snauður til lítils útkjálka- þorps, þar sem flest var í aftur- för og aðstæður allar svo erfiðar sem hugsast gat. Sjávarútvegur var helsti atvinnuvegur þorpsbúa og gjöful fiskimið skammt und- an landi. Hafnaraðstaða var aftur á móti engin og til þess að ÆGIR — 47

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.