Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1983, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.1983, Blaðsíða 29
^gúst Einarsson: ^fkoma útgerðar á úrinu 1982 í grein þessari mun ég reyna að gera nokkra grein fyrir rekstraraf- komu útgerðar á árinu 1982 og horfum í málefn- um útgerðarinnar nú í ársbyrjun 1983. Svo sem öllum er kunnugt, þá fer veiga- mesta fiskverðsákvörðun hvers árs fram við hver verg . áramót. Við þá fisk- u>ti v& yÖr^Un er mJög stór hluti af botnfiskaflan- hefUrer°*aS^ur> t.d. allur vertíðaraflinn. Að vísu verðtr. a allra síðustu árum orðið sú breyting að yfir .lrnabilið hefur breyst frá því að vera jan.-mai þessi ^ lolca tebruar °§ síðan til maíloka. Var öru reyting nauðsynleg þegar litið er til hinnar um 6r bólgu og kostnaðarhækkananna á s.l. ár- Við ■ um ^ aramótaverðlagninguna er byggt á aflatöl- ins i9n,ns a Undan. T.d. var byggt á aflatölum árs- 19§2 r, ke§ar fiskverð var ákveðið í upphafi árs j^fnóð annig befur stöðug aflaaukning síðustu ára ans u Um verið metin inn í rekstrargrundvöll flot- inu ’á atlanukningin hefur haldið niðri fiskverð- óðUmS7 ,arum- ^essari aðferð, þ.e. að taka jafn- verið dl aflaaukningarinnar, hefur ítrekað lulltr,'m°tInæb * Verðlagsráði sjávarútvegsins af Við P utve8smanna. tekið Ö^Um ta§t á það þunga áherslu að t.d. væri ingu hmeðaltal afla s.l. þriggja ára við verðlagn- brevt,- Veidu sinni en okkur hefur ekki tekist að fá ^tlngu hér á. tonnannU ^1 var þorskafli okkar um 460 þúsund tonn ðotntiskaflinn samtals um 714 þúsund bessar°f- aulctst um 9% frá árinu áður. Við arskii °Ur var miðað þegar ákvörðun um rekstr- lenski r Vut?erðarinnar fyrir s.l. ár var tekin. ís- ■skveiðiflotinn hóf því árið 1982 á grund- velli sem byggður var á mesta aflaverðmæti, sem sögur fara af hér á landi. Þegar svo hart er keyrt, þá hljóta allir að sjá að ekki má mikið út af bera til að illa fari. Svo sem að framan segir þá höfum við búið við stöðuga aflaaukningu á undanförnum árum bæði hvað varðar heildarafla og líka hvað varðar afla á sóknareiningu. Þegar litið er til þessarar stað- reyndar þá skyldi maður ætla að afkoman hefði verið góð hjá útgerðinni á undanförnum árum og digrir sjóðir myndast til að mæta áföllum ef upp kynnu að koma, en því miður er þvi ekki að heilsa. Skv. reikningum útvegsins 1980, nam tap botnfisk- veiðiflotans tæpum 10% og reikningar ársins 1981 sýna tap er nemur 12.9% af tekjum. Strax á fyrstu mánuðum ársins 1982 varð ljóst, að í algjört óefni stefndi varðandi útgerð togar- anna. Þegar fiskverð var ákveðið þann 1. júní s.l. og hækkað um 10% til jafns við kaupgjaldsvísitölu var alfarið litið framhjá þeirri aflarýrnun sem orð- in var á fyrstu 5 mánuðum ársins. Var þarna fylgt þeirri reglu að líta á aflatölur ársins á undan þó ljóst væri að engin von væri til þess að sá afli næðist á árinu. Þannig hafði þorskafli togaranna minnkað á fyrstu 5 mánuðum ársins um 40% og einnig varð verulegur samdráttur í þorskafla bát- anna eða 16%. Samfara þessari aflaminnkun milli áranna 1981 og 1982 hafði átt sér stað veruleg sóknaraukning þannig að afli á sóknareiningu minnkaði um meira en framangreindar tölur gefa til kynna. í júnimánuði fór að bera á mjög alvarlegum rekstrarvandræðum hjá togurunum og um miðjan mánuðinn var búið að leggja um 10 togurum af þeim sökum. Þann 18. júni skipaði sjávarútvegs- ráðherra starfshóp, sem kanna skyldi rekstur tog- aranna og gera tillögur um aðgerðir þeim til aðstoðar. í framhaldi af skipan þessa starfshóps og þeirri staðreynd að sjávarútvegsráðherra virtist þá hafa fullan skilning á því að eitthvað þyrfti að gera í málefnum þeirra strax, voru þeir togarar sem stöðvast höfðu sendir til veiða aftur í þeirri trú, að aðgerðir kæmu fljótlega upp úr mánaðamótunum júni-júlí. Þann 28. júní skilaði þessi starfshópur viðamik- illi úttekt á afkomu togaranna það sem af var árinu ásamt hugleiðingum um hugsanlegar aðgerðir. Ennfremur fylgdu skýrslunni tillögur frá meiri- hluta hópsins. ÆGIR — 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.