Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1983, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.1983, Blaðsíða 20
Pétur Pétursson: Þorskalýsis- framleiðslan 1982 Heildarframleiðsla þorskalýsis 1982 varð 4.279,9 tonn. Þetta er um 212 tonna aukning frá ár- inu 1981 og kemur nokk- uð á óvart þar eð sam- dráttur varð í þorskveið- um. Að hluta til er skýr- ingin sú að allmikil aukn- ing varð í ufsaveiði í janúar og febrúar 1981, en ufsalýsið er meðtalið í þorskalýsisframleiðslunni. Einnig má geta sér til að bætt nýting hafi orðið á þeirri lifur, sem að landi barst. Sala þorskalýsis á árinu var treg og jukust birgð- ir mjög verulega, eða um 1.578 tonn. Er þetta ann- að árið í röð sem birgðir aukast til muna og verður að telja þá þróun ískyggilega fyrir þorskalýsisiðn- aðinn í heild. Jafnframt sölutregðu hefur verðlag heldur farið lækkandi á þorskalýsi og kemur sú lækkun að sjálfsögðu fram i lifrarverðinu, en það hélt ekki í við verðbólguna á árinu. Helsta samkeppnisland okkar, Noregur, hefur lækkað verðið í dollurum á meðalalýsi um ca 20% frá ársbyrjun 1982 og er ótt- ast að eki sjái enn fyrir endann á þeirri þróun. Útflutningur þorskalýsis varð á árinu sem hér segir (skv. Hagskýrslum): Meðalalýsi ......... 1.469,8 tonn Ókaldhreinsað ........ 859,7 ” Iðnaðarlýsi .......... 188,9 ” Samtals ............ 2.518,4 tonn Sala innanlands og rýrnun var 183,5 tonn. Sam- tals útflutningur og innanlandssala var því 2.701,9 tonn. Samdráttur í útflutningi meðalalýsis er 156 tonn frá árinu 1981 en 739 tonn frá árinu 1980. Nokkur aukning varð á útflutningi meðalalýsis í smærri umbúðum. Munaði þar mest um tæp 30 tonn sem send voru til Vietnam. Vitað er um 500—600 tonn meðalalýsis sem seld voru fyrirfram um áramót. Á árinu 1982 hóf starfsemi í Vestmannaeyjum nýtt fyrirtæki í hreinsun og útflutningi á þorsk® lýsi. Hið nýja félag fékk á fyrsta starfsári um 26 1 þorskalýsisframleiðslunnar til hreinsunar og sölu meðferðar. Nafn þess er Lýsisfélagið h.f. til heirl1 ilis i Vestmannaeyjum. Kaldhreinsun hófst þar júlí s.l. og hefur félagið tryggt sér sölu á 850—-9 tonnum meðalalýsis á fyrsta starfsári. Önnuf fyrirtæki i þorskalýsishreinsun og útflutningi erl1 Lýsi h.f., Reykjavík með um 55% framleiðslunnar og Bernh. Petersen, Reykjavík með um 19%- Á liðnu ári hófst aftur framleiðsla lifrarmjö5 eftir að hafa legið niðri um nokkurt skeið. ^0111 flutt út 93 tonn, en mest komst þessi framleið5 3 áður í um 400 tonn á ári. Lýsi h.f. er eina lifrar bræðslan sem sýnt hefur þessari framleiðslu áhuga a.m.k. enn sem komið er. Hugsanlegt magn sel11 mætti framleiða úr þeim 8—9 þús. tonnum lifrar sem árlega eru brædd er 750—800 tonn lifrarmí0 að verðmæti i dag 5—6 milljónir króna fob. Hér á eftir fylgir til fróðleiks línurit um Þr°ul1 búklýsisverðs á árinu sem leið. Þótt ekki sé ben samband milli verðsins á búklýsi og þorskal>'s' gefur þessi tafla upplýsingar sem vert er að geI gaum til hliðsjónar. Lýsishersla. Á árinu 1982 var útflutningur harðfeiti aðeiu5 um 500 tonn á móti 1.335 tonnum á árinu 19° ' Sala á innanlandsmarkað mun hafa verið svipu og undanfarin ár og hefur nýting tækja og annarra fjárfestinga verið óhagstæð. Hámarksafkastaget, lýsisherslunnar er 10—15 þús. tonn af harðfeiti á ar og hefur nýtingin því verið um 10% af hámarkn Ekki horfir vel um aukningu útflutnings þar seU1 mikil umframafköst eru í helstu viðskiptalönduu) okkar. Annars sýndu Kínverjar áhuga á þessarl framleiðslu á s.l. hausti og væri óskandi að unU1 reyndist að koma á viðskiptum austur þar. Miklar umbætur voru gerðar á vélakosti lýslS herslunnar á árinu. 124 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.