Ægir - 01.03.1983, Blaðsíða 62
Guðni Þorsteinsson:
Skýrsla um möskva-
stærðartilraunir SV-lands
1982
1. Inngangur.
Ýmsir bátamenn SVlands halda því fram, að
lágmarksmöskvastærð í trollpoka, sem er víðast á
veiðisvæðum togbáta 155 mm, sé of stór. Bæði er
því haldið fram, að verulegt magn af karfa sé á því
svæði, sem 155 mm lágmarksmöskvastærð eigi að
vera í poka. Ennfremur er talið, að verulegt magn
af nýtanlegri ýsu sleppi i gegnum 155 mm möskv-
ana. Afleiðingarnar af þessu eru margs konar. I
fyrsta lagi sleppur talsvert út af karfa, þegar verið
er að taka trollið, enda er 155 mm allt of stór riðill
fyrir karfa. Þessi karfi drepst þvi án þess að nýtast.
í öðru lagi sleppur talsvert af nýtanlegri ýsu (sjá 1.
linurit) og telja ýmsir, að eitthvað af þessari ýsu af-
hreistrist til skaða eða jafnvel ólífis. í þriðja lagi
beinist sóknin óeðlilega mikið í þorsk, þar sem rið-
ilsstærðin hentar betur fyrir þá tegund. Og í fjórða
lagi liggur sá grunur á, að ýmsir bátamenn bindi
fyrir ofan við 155 mm riðilinn og noti því í ral1
135 mm riðil, þegar svo ber undir. . .,
Það verður svo hver og einn að meta þessar
yrðingar fyrir sig. Þó skal þess getið, að
órækar sannanir eru fyrir því, að ýsa afhreistrist
po
ólífis við það að smjúga út um trollmöskvana-
telja ýmsir vísindamenn ekki loku fyrir það skot'
Vegna áðurnefndra vandamála þótti það óm^
ins vert að gera nokkrar tilraunir i þessu efm-
til'
árs 1981 var gerð rannsóknaáætlun um slíkar
raunir og í byrjun september 1982 var þeim hrn11
ið í framkvæmd.
2. Tilraunirnar.
Tilraunirnar fóru fram á ms. Barðanum Kc, •
dagana 1.—13. september. Skipstjóri var ^
L”B<"Í"’ -MlJ
1. línurit. Kjörhœfnisferili fyrir ýsu í 151.5 mm ípokariöil í leiðangri B 13/75. Pólsk klceðning. Möskvastœrðin er ncerri P
vera 155 mm mcelt með spjaldi.
166 — ÆGIR