Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1985, Page 8

Ægir - 01.11.1985, Page 8
flóasvæðinu. Stjórn F.í. leggur mikla áherslu á að halda þessu starfi áfram ogskipuleggurfrekari sókn á næsta ári. Að öðru leyti eru aðilar félagsins frá 11 helstu hagsmunasamtökum sjávarút- vegsins. Nú hefur 12. aðilinn sótt um þingsetu og hefur stjórn Fiski- félagsins veitt félagi smábátaeig- enda leyfi til að senda áheyrnar- fulltrúa á 44. Fiskiþing. Býð ég hann velkominn í hópinn. Ágætu fulltrúar, þið komið vel undirbúnir til þessa Fiskiþing. Á aðalfundum deilda og fjórðungs- þinga hafa helstu mál útvegsins verið tekin rækilega til meðferðar á málefnalegum grunni og til þessa þings koma gagnmerkartil- lögur og ályktanir. Á 42. Fiskiþingi fyrir tveimur árum náðist samstaða um að fara þess á leit við stjórnvöld að gjör- breyta stjórn fiskveiða með því að skipta sjö helstu botnfiskteg- undum milli veiðiskipa. Þetta var gert með lögum til reynslu í eitt ár. Aðalástæðan var hið lélega ástand þorskstofnsins. Á 43. Fiskiþingi fyrir ári síðan lagði Fiskiþing til að sömu aðferð yrði beitt árið í ár, þó með verulegri breytingu á sóknarmarksvali. Fullyrða má, að fyrir þá sem sáu sér hag í sóknarmarki hafi sú leið orðið til bóta. Nú er það ykkar sem um báðuð og hafið þolað, að segja frá reynslu ykkar og til- lögum. Stjórnun fiskveiða er nauðsynleg. En er ekki þessi málaflokkur farinn að taka allt of mikinn tíma og orku frá okkur og þar með farinn að skyggja of mikið á þá málaflokka sem þyrftu meiri athygli við leit úrlausna? Þar má nefna afkomumál veiða og vinnslu. Þóttafkoma hlutaflotans hafi batnað búa vissir þættir vinnslunnar við erfiðleika og óleystan vanda. Þessvegna verða afkomumál sjávarútvegsins og staða hans í þjóðfélaginu sett í brennidepil a þessu Fiskiþingi og býð ég full- trúa Seðlabankans velkominn, en hann mun flytja hér erindi um gengisskráningu og verðmuna- myndun í sjávarútvegi. Þrátt fyrir takmarkanir þorsk- veiða urðu fiskveiðarnar 1984 gjöfular þjóðinni því árið varð þriðja mesta aflaár í fiskveiðisögu íslendinga. Heildaraflinn var 1536 þús- lestir. Aflaaukning milli ára varð 83% og verðmætaaukning hrá- efnis 43% í íslenskum krónum- I vinnslunni varð aukning afurða milli ára 65% og verðmætaaukn- ing 37%. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins er hei Idarafl j landsmanna fyrstu 10 mánuði þessa árs 1.222.867 tonn á móti 1.085.253 tonnum á sama tíma i fyrra. Af þorski hafa nú borist á land 282.341 tonn, en á sama tíma ífyrra 239.405. Veiðist jafn- Þorsteinn í rædustól. 620-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.