Ægir - 01.11.1985, Qupperneq 9
^nikið í nóv. og des. og veiddist í
fyrra verður árið 1985 mesta
aflaár okkar á íslandsmiðum.
^arlegt er þó að áætla loðnuveið-
'na jafn mikla í ár, því í fyrra
veiddust 328 þús. tonn á þessum
tveimur mánuðum og réð því
gengi hin góða veðrátta.
Heildarútflutningur sjávar-
vöru, til 30. sept. 1985 var
478.668 tonn, að verðmæti
18-952.269 þús. kr. á móti
869.593 tonnum að verðmæti
11.905.636 þús. kr. 1984. Á
föstu gengi var verðmæti sjávar-
afurða í þessa 9 mánuði 23%
^neira en í fyrra.
Hlutfall sjávarvöru, miðað við
heildarverðmæti vöruútflutnings
landsmanna, er því 77.3% en var
á sama tímabili í fyrra 71.9%.
Á 42. Fiskiþingi var birt skýrsla
Halldórs Bernódussonar í sam-
bandi við selorm í fiski. Þær nið-
urstöður vöktu óhug. Halldór
mun birta okkur hér niðurstöður
af því hvað hefur skeð í þau tvö ár
sem liðin eru síðan. Haldi áfram
sem horfir með þetta vandamál
vaknar sú spurning hvort okkar
aðalnytjafiskur - þorskurinn sé
að verða verðlaus.
Þá hafa þinginu borist athygl-
isverðar ályktanir og tillögur um
meðferð, mat og verðlagningu á
sjávarafla, endurnýjun fiski-
skipaflotans og öryggis- og
fræðslumál. Ég vænti að þær
hljóti allar verðuga meðferð og
afgreiðslu. Samtals hafa borist 1 7
málaflokkar til afgreiðslu, þeir
viðamestu verða teknir fyrir á
þinginu, öðrum verður vísað til
stjórnar félagsins sem mun veita
þeim frekari umfjöllun og af-
greiðslu.
Hér verður staldrað við, en
starfsemi Fiskifélagsins á liðnu
starfsári, ásamt öðrum þáttum
sjávarútvegsins verða gerð skil í
skýrslu minni sem flutt verður
síðar á þinginu.
Góðir þingfulItrúar! Þið sem
komið hér saman í dag eruð tals-
menn allra aðila útvegsins: Þið
komið ekki til kröfugerðar, þið
komið ekki til að mynda þrýsti-
hóp. Þið komið til að leita leiða til
aðlögunar að breyttum aðstæð-
um, því stöðugs endurmats er
þörf.
Fiskiþing er sterkasta afl
íslensks sjávarútvegs. Styrkurinn
á að birtast í samtakamætti ykkar
við að halda óbrotnu fjöreggi
þjóðarinnar til handa afkomend-
um okkar.
Óska mín er sú, að á komandi
þingdögum náist sættir í við-
kvæmum málum og samstaða í
öðrum sem hér bíða afgreiðslu.
Ég segi 44. Fiskiþing sett.
ÆGIR-621