Ægir - 01.11.1985, Side 16
Hverjar eru horfur um
viðgang fiskstofna?
Hjálmar Vilhjálmsson:
• Góðir Þingfulltrúar!
Það hefur væntanlega ekki
farið fram hjá neinum, þegar
skýrsla Hafrannsóknastofnunar-
innar um ástand nytjastofna og
útlit og horfur var lögð fram fyrir
svo sem 3-4 vikum. Er það
nýmæli að hún sé svo snemma á
ferðinni auk þess sem þar er nú í
fyrsta sinni kafli um ástand sjávar,
þörungagróður og átu. Þá var
reynt að horfa 2—3 ár fram í tím-
ann að því er varðar helstu nytja-
stofna. Áformað er að freista þess
að halda þessum vinnubrögðum
í framtíðinni auk þess sem ástands-
skýrslur munu verða tilbúnar
til endurskoðunar eftir því sem
nýjar upplýsingar berast, t.d. við
lok vetrarvertíðar og eftir að
stofnmælingu botnfiska eða
svokölluðu togaraverkefni er
lokið hverju sinni.
Eg mun ekki fjölyrða hér um
ástandsskýrsluna nýju, enda
hefur innihald hennar verið kynnt
á fjölmörgum fundum víða um
land og flestir því kunnugir efni
hennar að meira eða minna leyti.
Þó þykir mér rétt að rekja helstu
efnisatriðin og byrja á umhverfis-
þættinum.
Umhverfið
Island er á mörkum hlýrra og
kaldra hafstrauma. Sunnan úr
hafi kemuratlantískurhlýsjórupp
að landinu, sem streymir norður
með Vesturlandi inn á norðurmið
og jafnvel allt í kringum landið
þegar vel árar. Norðan úr höfum
kemur kaldur pólsjór, sem
streymir um Grænlandssund og
djúpt fyrir Norður- og Austur-
landi. Við erum því óþægilega
nærri mörkum hins byggilega
heims.
Sunnan- og vestanvert við
landið er ætíð atlantískur hlýsjór
og hitastig hans og selta breytist
fremur lítið frá ári til árs, en
norðanlands- og austan er annað
uppi á teningnum.
Á 40 ára tímabilinu frá 1925—
1965 gætti mjög hlýsjávar við
landið og sveiflur frá ári til árs
virðast hafa verið tiltölulega litlar
miðað við það sem síðar varð.
Árin 1965-1971, svonefnd hafís-
ár, breyttist ástandið til hinsverra
og kom þá pólsjórinn í stað
Atlantssjávar. Á árunum 1972-
1974 varð svo nokkurt lát á flæði
pólsjávar og gáfu mælingar þá
von um að kuldatímabilið væri
liðið hjá. Segja má að undanfarin
10-15 ár höfum við búið við
meiri sveiflur í ástandi sjávar á
íslandsmiðum en dæmi voru til á
40 ára skeiðinu 1925-1965. I
skýrslunni er dregin sú ályktun að
kuldaárin svo og sveiflutímabiIiö
sem þeim fylgdi hafi haft mikil
áhrif á plöntusvifog átu á íslands-
miðum. Þessar sveiflur segja
síðan til sín ofar í fæðukeðjunni
svo sem fram hefur komið í vexti
ogviðgangi nytjastofna.
Þau umskipti til hins betra, sem
hófust á árinu 1984, héldu áfram
á þessu ári eins og mönnum er
kunnugt. Talið er að útbreiðsla
hlýsjávar í vor hafi verið nieð
mesta móti miðað við undan-
gengin 20 ár. Óvenjumikil áta var
bæði austanlands og vestan en
umskiptin urðu ekki eins mikil uti
af Norðurlandi. Að öllu saman-
lögðu er dregin sú ályktun að
umhverfisskilyrði nytjastofnanna
í hafinu við ísland vorið 1985 hafi
að mörgu leyti verið sambærileg
við ástandið á hlýju árunum fyr'r
1965.
Vegna hinna miklu breytinga
sem orðið hafa frá ári til árs að
undanförnu treystu menn sér þo
ekki til að spá um framvinduna a
árinu 1986. Þær rannsóknir sem
hingað til hafa farið fram benda
þó ekki til þess að kaldi sjórinn sé
að færast í aukana, Á hinn bóginn
bendir ekkert til að sveifl utímabi I i
10-15 síðustu ára sé lokið. I
næstu viku verður farið í ser-
stakan sjórannsóknaleiðangur
umhverfis landið til að kanna
ástand sjávarað vetrarlagi. Vænt-
anlega verður það enn kannað i
febrúar og þá fæst vonandi vis-
bending um hvernig ára mum
sumarið 1986.
Þorskurinn
í ástandsskýrslunni er gert rá
fyrir því að veiðistofninn, þ.e.a.s-
4 ára þorskur og eldri, hafi í upP'
hafi ársins 1985 verið um
940.000 tonn. Þetta er um 10%
hærri tala en fram kom í skýrslu
Hafrannsóknastofnunarinnar tra
628-ÆGIR